hux

Fluttur

Eyjan er tekin til starfa, slóđin er eyjan.is.  Kíkiđ yfir. Á Eyjunni í dag er m.a. fréttir um ţađ hvernig íslensk stjórnvöld hafa ívilnađ breskum fiskvinnslustöđvum í baráttunni um óunninn fisk af Íslandsmiđum. Og margt fleira.

Bloggarar Eyjunnar eru ţessar: Egill Helgason, sem skrifar Silfur Egils á Netinu fyrir Eyjuna, Ţráinn Bertelsson, Össur Skarphéđinsson, Arna Schram, Helga Vala Helgadóttir,  Björn Ingi Hrafnsson, Pétur Tyrfingsson, Pétur Gunnarsson,  Björgvin Valur Guđmundsson, Andrea Ólafsdóttir, Tómas Hafliđason,  Andrés Magnússon, Grímur Atlason,  Magnús Sveinn Helgason (FreedomFries), Hafrún Kristjánsdóttir, Ţorbjörg Gunnlaugsdóttir og Andrés Jónsson.

Nánar hér

Áđur en ég kveđ vil ég ţakka fyrir innlitin og ánćgjuleg samskipti viđ ađra bloggarar og lesendur, sérstaklega ţá sem hafa notađ athugasemdakerfiđ. Ég vona ađ ţeir haldi uppteknum hćtti og heimsćki eyjan.is/hux 

Einnig vil ég ţakka starfsmönnum blog.is fyrir samstarfiđ og samskiptin. Bless og takk fyrir mig.


Stelpurnar okkar

Viđ erum sigursćlasta íţróttaliđ á Íslandi. Eitthvađ í ţessa veru sagđi Ásthildur Helgadóttir, fyrirliđi kvennalandsliđsins í knattspyrnu, í viđtali fyrir nokkrum dögum, í ađdraganda leiksins í gćr ţar sem stelpurnar burstuđu Serba 5-0 frammi fyrir 6.000 áhorfendum í blíđskaparveđri. 

Kvennalandsliđiđ eru góđu fréttirnar í íslensku íţróttalífi um ţessar mundir, ţćr standa í stórţjóđunum, ná góđum sigrum. Undanfarin ţrjú eđa svo hafa kvennalandsliđsleikir líklega bođiđ upp á besta fótbolta sem ég hef séđ hér á landi og er ţá frábćr leikur gegn Ungverjum ofarlega í minningunni. Ummćli Ásthildar eru lýsandi fyrir ţađ sjálfstraust sem er í liđinu og algjör andstćđa viđ karlalandsliđiđ en menn minnast ţess ţegar Eyjólfur Sverrisson reyndi ađ halda niđri vćntingum fyrir leikinn viđ Lichtenstein međ ţví ađ tala um hvađ Lichtenstein vćri sterkt um ţessar mundir.

Samt eru strákarnir ađ fá 80% eđa svo af ţeim peningum sem fara í fótboltalandsliđin en stelpurnar 20%. Strákaliđiđ hefur aldrei veriđ sterkara á pappírnum en ţeir eru áhugalitlir á vellinum og komnir  komnir í hóp međ Ruanda, Víetnam og Malawi á styrkleikalista FIFA.

Á sama tíma bursta stelpurnar Serba og standa uppi í hárinu á hvađa andstćđingi sem sem er. Ţađ er eitthvađ  ađ ţessari forgangsröđun, vćri ekki ráđ ađ snúa ţessu viđ og setja meira í stelpuboltann. Frambođ Höllu Gunnarsdóttur til formanns KSÍ var til marks um óánćgju knattspyrnukvenna međ ţetta ástand og gengi karlalandsliđsins annars vegar og kvennalandsliđsins hins vegar ćtti ađ verđa til ţess ađ menn horfist í augu viđ ţađ ađ knattspyrnukonurnar hafa rétt fyrir sér, sú stefna sem fylgt hefur veriđ er ekki ađ ganga upp.

Fjárfestum í stelpunum, dćlum í ţćr peningum, ţćr eru ađ ná árangri og í ţeim liggur okkar eina von um ađ komast á alţjóđlegt stórmót í fótbolta í fyrirsjáanlegri framtíđ. Noregur, Bandaríkin og Ţýskaland hafa lagt mikiđ í kvennafótboltann međ góđum árangri, er ekki ráđ ađ fylgja fordćmi ţeirra?


Bloggari stingur á kýli

Merkileg fćrsla Elíasar Halldórs Ágústssonar sem var kerfisstjóri í Reiknistofnun Háskólans og komst á snođir um menn sem notuđu tölvu háskólans til ađ hlađa niđur barnaklámi. Hann fylgdist međ ađgerđum ţeirra og reyndi ađ vekja áhuga lögreglu en án árangurs, sem er međ ólíkindum ţví ađ Elías hafđi fylgst svo međ mönnunum ađ máliđ virđist hafa veriđ nánast fullrannsakađ ţegar hann var ađ reyna ađ fá lögregluna til ađ kanna ţađ. Lögreglan hlýtur ađ verđa krafin svara um viđbrögđ sín.

Stöđ 2 var međ frétt um máliđ í kvöld, byggđa á fćrslu Elíasar. en ţar kemur fram ađ mennirnir tveir séu mikilvirkir hér á Moggablogginu og skođanir ţeirra um femínisma og klám hafi m.a. veriđ valdar af  blogginu til birtingar á prenti í Mogganum. 

uppfćrt 22.6 kl. 14.10: Ţetta var í Íslandi í dag en ekki í fréttum Stöđvar 2. 


Júlíus og Ingibjörg

Glöggur mađur benti mér á ađ ţađ vćri nú gaman ađ ţví ađ rifja upp eitthvađ af ţví sem Júlíus Hafstein hafđi ađ segja um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir nokkrum árum, međan Davíđ Oddsson var og hét, bćđi í ţáttunum hjá Ingva Hrafni (er ennţá veriđ ađ senda ţá út?) og í einhverjum Moggagreinum. Mig rámar í ţetta, Júlíus hafđi Ingibjörgu mjög á hornum sér. Nú er hann sendiherra og hún utanríkisráđherra, gaman vćri ađ vera fluga á vegg á fundum ţar sem ţau bćđi taka ţátt, ţađ er áreiđanlega jafnathyglisvert og ađ fylgjast međ Birni Bjarnasyni og Ingibjörgu á ríkisstjórnarfundum.

Ég veit ţađ ekki fyrir víst en kannski er Júlíus og viđskiptaţjónusta utanríkisráđuneytisins komin međ 3ja fermetra skrifstofu í útihúsi utanríkisráđuneytinu viđ Ţverholt, međ útsýni yfir portiđ hjá Pólar- rafgeymum. Víst vćri gaman ađ rifja upp öll ţessi ummćli, verst ég má ekki vera ađ ţví ađ finna ţetta núna, nýkominn frá Kanarí og allt á fullu ađ undirbúa Eyjuna, sem fer í gang fljótlega.


Íslendingar kaupa virkjanir í Montenegro

Í morgun var undirritađur á Nordica samningur milli Iceland Energy Group og stórnvalda í Svartfjallalandi svipađs eđlis og sá sem undirritađur var milli IEG og stjórnvalda í Lýđveldi Bosníu Serba á laugardaginn og felur í sér ađ íslenska fyrirtćki eignast vatnsafls virkjanir í Montenegro. Í Mogganum í morgun segir ađ samningurinn frá á laugardag sé stćrsta íslenska útrásarverkefniđ og ekki minnkađi ţađ viđ ţennan samning, sem nú liggur fyrir.

Umsćkjandi dagsins

Árni Guđmundsson var einn umsćkjenda um embćtti Umbođsmanns barna. Á bloggi sínu rćđir hann ţá niđurstöđu ađ ráđa framkvćmdastjóra Jafnréttisstofu í starfiđ, véfengir ađ lögfrćđimenntun sé rétti bakgrunnurinn til starfsins, segist vera ađ íhuga ađ óska ađ krefjast rökstuđnings á grundvelli stjórnsýslulaga og gefur í skyn ađ markmiđiđ međ ráđningunni nú hafi veriđ ađ losa um embćtti framkvćmdastjóra Jafnréttisstofu fyrir - ja, fyrir hvern?. Meira hér.

Ólíkar áherslur sjálfstćđismanna

Ţađ var ekki beinlínis samhljómur međ rćđum flokksbrćđranna forsćtisráđherra og forseta Alţingis á ţjóđhátíđardaginn. Báđir rćddu vandann í sjávarútvegi, sem hefur veriđ mál málanna frá ţví um  sjómannadagshelgina.

Geir segir ađ vandinn í sjávarútvegi sé eitt helsta viđfangsefniđ nú, viđurkennir vanda sjávarbyggđanna; undirstrikar styrkleika ţjóđarbúsins til ađ mćta áföllum í sjávarútvegi nú og lýsir trausti á sjávarútvegsráđherra og vćntanlega ákvörđun hans um hámarksafla. Ţetta finnst mér benda til Einar K. muni leggja niđurstöđur Hafró til grundvallar ţótt hćpiđ sé - í ljósi reynslunnar - ađ gera ráđ fyrir ađ hann fylgi ráđum Hafró um ađ breyta aflareglunni og fćra hlutfalliđ niđur í 20%.

En ţađ er rćđa Sturlu sem mér finnst sćta mestum tíđindum, svona pólitískt séđ. Ţađ er greinilegt ađ ţađ eru ekki bara ţingmenn og ráđherrar Samfylkingarinnar sem ćtla ađ taka sér mikiđ svigrúm til ađ undirstrika sérstöđu sína í ţessu stjórnarsamstarfi, forseti Alţingis áskilur sér allan rétt til hins sama. Ţađ er athyglisvert ađ ţessa rćđu flytji 1. ţingmađur Sjálfstćđisflokksins í Norđvesturkjördćmi, forseti Alţingis, nýstađinn upp úr ráđherrastól en ennţá í stjórnarliđinu og í lykilhlutverki ţar.

Athugiđ ađ međ ţessu dreg ég ekki úr ţví ađ mér finnst ţetta hin fínasta rćđa hjá Sturlu og má súmmera ţađ álit upp međ ţví ađ endurbirta úr henni ţennan kafla:

"Áform okkar um ađ byggja upp fiskistofnana međ kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiđa virđist hafa mistekist. Sú stađa kallar á allsherjar uppstokkun á fiskveiđistjórnunarkerfinu ef marka má niđurstöđu Hafrannsóknarstofnunar. Stađan í sjávarútvegsmálum er ţví mjög alvarleg og kallar á breytingar ef sjávarbyggđirnar eiga ekki ađ hrynja. Margt bendir til ţess ađ aflaheimildir safnist á hendur fárra útgerđa sem leggja skipum sínum til löndunar í útflutningshöfnunum og herđa enn frekar á ţenslunni í atvinnulífinu ţar, allt í nafni hagrćđingar sem mun koma hart niđur á ţeim byggđum sem allt eiga undir veiđum og vinnslu sjávarfangs."

Sturla, sem lagđi sig einnig fram um ađ hafna ţví ađ einungis vćri hćgt ađ bregđast viđ međ flutningi opinberra starfa, talar ţarna nánast međ sama hćtti og Björn Ingi gerđi á sjómannadag og fleiri hafa síđan gert. En strax eftir sjómannadag lagđi Einar K. Guđfinnsson sig fram um ađ ganga gegn ţessum sjónarmiđum, og virtist í talsverđri vörn gagnvart umrćđu af ţessu tagi. Nú virđist ţađ blasa viđ ađ ţeir eru alls ekki á sömu blađsíđunni í sjávarútvegsmálum sjávarútvegsráđherrann, sem skipar 2. sćti á D-lista í NV-kjördćmi og Sturla, sem skipar 1. sćtiđ á sama lista. Og forsćtisráđherrann hefur uppi sömu sjónarmiđ og Einar K. Guđfinnsson, eftir ţví sem mér sýnist og ţótt Geir hafi lýst sérstöku trausti á ţá ákvörđun sem Einar K. muni taka liggur beint viđ ađ túlka orđ Sturlu ţannig ađ hann hafi ekki sama traust á ţví sem í vćndum er úr sjávarútvegsráđuneytinu.


Útrás dagsins

Ţetta held ég ađ hljóti ađ vera merkur áfangi í íslensku útrásinni. Íslenskt einkafyrirtćki hefur samiđ um rekstur vatnsaflsvirkjunar viđ stjórnvöld í Lýđveldi Serba í Bosníu. Voru ekki allir stjórnmálaflokkar ađ tala um ađ hefja útrás međ ţekkingu Íslendinga á sviđi vatnsafls og jarđvarma. Ţá var nefnt ađ stóru orkufyrirtćkin mundu leiđa ţá útrás en hér er frumkvćđi einstaklinga ađ bera árangur. Auk Árna Jenssonar og Bjarna Einarssonar, sem nefndir eru í frétt RÚV, er međal ađstandenda ţessa félags, Icelandic Energy Group, Gísli Gíslason, fornvinur minn. Heyrđi ađeins af ţessum áformum hjá honum í fyrrasumar ţegar ég heimsótti hann til Kaupmannahafnar, ţá var máliđ á frumstigi, nú er ţađ í höfn. Til hamingju međ ţađ.

Upprisa dagsins

Međ ţeirri ákvörđun ađ slíta eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga og skipta eignum félagsins milli tryggingataka fćr samvinnurekstur mikla uppreisn ćru. Ţugir ţúsunda Íslendinga eiga í vćndum vćnan hlut í ţeim arđi sem orđiđ hefur til í ţessu félagi, stór hluti af ţessu fólki er búsett í dreifbýlinu, m.a. í ţeim byggđum sem höllum fćti standa. Ég er sannfćrđur um ađ samvinnurekstrarformiđ á mikla framtíđ fyrir sér og vonandi gefur ţetta mál mönnum kjark í nýja leiđangra undir merkjum hans. Ţađ eru enn til glćsileg fyrirtćki sem rekin eru međ samvinnurekstrarformi á Íslandi, m.a. Kaupfélag Skagfirđinga. Ég ţekki ekki glöggt til sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi en hef komiđ mér upp ţeirri skođun ađ ófarir ýmissa kaupfélaga hafi fremur tengst ţeim ţjóđfélagsbreytingum sem hér gengu yfir međ breyttum atvinnuháttum, búferlaflutningum og miđstýrđu efnahagslífi en rekstrarforminu sjálfu.

Stefnubreyting dagsins

Steingrímur J. Sigfússon tćtir í sig ákvćđi stjórnarsáttmálans í grein í Mogganum í dag og segir m.a.: 

Digurbarkaleg ummćli forystumanna Samfylkingarinnar, ţ. ám. formanns ţess flokks, á landsfundi skömmu fyrir kosningar og loforđ um ađ forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar međ ađild Samfylkingarinnar yrđi ađ taka nafn Íslands af lista yfir hinar vígfúsu ţjóđir hafa gufađ upp og orđiđ ađ engu. Hin nýja ríkisstjórn hefur ekkert ađhafst eđa gert sem formgerir stefnubreytingu. [...] Afstađa núverandi ríkisstjórnar og framganga gagnvart Bandaríkjamönnum í ţessu sambandi er sú sama og hinnar síđustu. Engin formleg orđsending, tilkynning, ekkert bréf hefur fariđ til Bandaríkjamanna eftir stjórnarskiptin. Harmurinn sem kveđinn er ađ ríkisstjórn samkvćmt stjórnarsáttmálanum vegna stríđsrekstursins í Írak hefur ekkert stjórnskipulegt gildi. Í honum felst ađ sjálfsögđu engin stefnubreyting eđa hvađ? Liggur stefnubreytingin í ţví ađ fyrri ríkisstjórn hafi fagnađ stríđsrekstrinum en ţessi harmi hann? Ísland er enn á lista hinna stađföstu ţjóđa. Bandaríkjamenn geta litiđ svo á ađ ţeir hafi áfram heimildir til afnota af íslensku landi, ef ţeim svo sýnist, vegna ađgerđanna í Írak. Ţeir hafa engar tilkynningar fengiđ um annađ. Undir ţessu situr Samfylkingin, ţ.m.t. iđnađarráđherra, Össur Skarphéđinsson


Déjŕ vu all over again

Góđkunningi ţessarar bloggsíđu rifjađi upp skemmtilegt mál fyrir mig. Ţađ var í febrúar 2006 sem Skjár 1 og 365 slógust um Sirrý, hún hafđi veriđ á Skjánum en Ari og félagar á 365 sjarmeruđu hana yfir á Stöđ 2. Magnús Ragnarsson ţáverandi sjónvarpsstjóri Skjásins var svekktur og sár og hótađi málshöfđun ţar sem um samningsrof vćri ađ rćđa en Sirrý ţrćtti fyrir ađ nokkur samningur hefđi veriđ í gildi lengur milli hennar og Skjás 1. Málinu lauk međ ţví ađ 365 féllst á ađ senda á ađ senda Sirrý ekki beint í loftiđ heldur bíđa í sex mánuđi, rétt eins og fullyrđingar Skjás 1 um meintan samning ćttu viđ rök ađ styđjast. Sjá hér.

Minnir ţetta fleiri en mig á uppákomuna núna nýlega milli 365 og Egils Helgasonar?  Egill fer međ hlutverk Sirrýjar, Pálal Magnússon međ hlutverk Ara Edwald en Ari Edwald leikur Magnús Ragnarsson.

 


Morgunblađiđ - kjarni málsins

Leiđari Moggans um Ísland og NATÓ í dag hittir naglann beint á höfuđiđ:

Áratugum saman var helzta framlag okkar til sameiginlegra varna bandalagsţjóđanna ađ veita Bandaríkjamönnum ađstöđu hér á landi. Ţađ var ţegar Ísland hafđi mikla hernađarlega ţýđingu. Sú stađa okkar hvarf međ lokum kalda stríđsins og nú er ljóst ađ önnur ađildarríki Atlantshafsbandalagsins spyrja hvert framlag okkar sé nú. [...] Hvers konar ađgangseyri ađ Atlantshafsbandalaginu erum viđ tilbúnir til ađ greiđa, ţegar ađstađa Bandaríkjamanna hér er ekki lengur sá ađgangseyrir? Ţetta ţarf ađ rćđa hér á heimavígstöđvum og ţetta ţarf ađ rćđa viđ bandalagsţjóđir okkar.


Ţýđing dagsins

Vísir skrifar frétt um ótrúlega reynslu 14 ára bresks drengs frá Dorset sem var víst hnakkabrotinn í 10 ár. Sky News segir í dag frá dreng, sem var hálsbrotinn í 10 ár. Hann er líka 14 ára og býr í Dorset.hnakki

 


Hćtt viđ ráđningu í auglýsta stöđu í félagsmálaráđuneyti

Félagsmálaráđuneytiđ hefur ákveđiđ ađ ráđa ekki í stöđu skrifstofustjóra nýrrar skrifstofu barna- og fjölskyldumála, sem auglýst var til umsóknar fyrir kosningar en međ umsóknarfresti til 27. maí sl. Međal umsćkjenda var Guđrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alţingismađur. 

"Eftir ađ stađa skrifstofustjóra nýrrar skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráđuneytinu var auglýst urđu ríkisstjórnarskipti. Ný ríkisstjórn ákvađ ađ ráđast í umfangsmikla verkaskiptingu ráđuneyta, ţ. á m. á sviđi félagsmálaráđuneytisins. Í ljósi ţess hefur félagsmálaráđherra ákveđiđ ađ falla frá ráđningu í ofangreinda stöđu. Umsćkjendum hefur veriđ sent bréf ţess efnis," segir í bréfi sem Ţór Jónsson, upplýsingafulltrúi ráđuneytisins hefur sent mér umbeđinn.

Umsćkjendur voru 24 talsins, ţeir eru ţessir:

1.    Anna Lilja Sigurđardóttir, skólastjóri, Ţelamerkurskóla, Akureyri
2.    Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöđumađur, Hraunási 4, Garđabć
3.    Björg Kjartansdóttir, deildarsérfrćđingur, Fáfnisnesi 14, Reykjavík
4.    Drífa Kristjánsdóttir, forstöđumađur, Torfastöđum, Selfossi
5.    Guđrún Ögmundsdóttir, fv. alţingismađur, Nóatúni 27, Reykjavík
6.    Helga Harđardóttir, meistaraprófsnemi í viđskiptafrćđum, Fannafold 25, Reykjavík
7.    Helga Magnúsdóttir, nemi í opinberri stjórnsýslu, Dalhúsum 13, Reykjavík
8.    Helga Ţórđardóttir, fjölskylduráđgjafi, Sćviđarsundi 74, Reykjavík
9.    Hrafn Franklín Friđbjörnsson, sálfrćđingur, Bylgjubyggđ 61, Ólafsfirđi
10.    Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri, Njörvasundi 38, Reykjavík
11.    Jóhanna Rósa Arnardóttir, ráđgjafi, Eyktarási 26, Reykjavík
12.    Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri, Efstalandi 10, Reykjavík
13.    Karen Elísabet Halldórsdóttir, nemi í mannauđsstjórnun, Skógarhjalla 6, Kópavogi
14.    Kolbrún Ögmundsdóttir, deildarstjóri, Miđholti 6, Hafnarfirđi
15.    Marín Björk Jónasdóttir, framkvćmdastjóri, Akraseli 22, Reykjavík
16.    Ólöf Dagný Thorarensen, starfsmannastjóri, Gvendargeisla 78, Reykjavík
17.    Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari og námsráđgjafi, Efstahjalla 7, Kópavogi
18.    Ragnheiđur Linda Skúladóttir, félagsmálastjóri, Fossvöllum 14, Húsavík
19.    Rannveig Einarsdóttir, yfirfélagsráđgjafi, Norđurvöllum 64, Reykjanesbć
20.    Rósa Hrönn Árnadóttir, forstöđuţroskaţjálfi, Holtsgötu 23, Reykjavík
21.    Sandra Franks, sjúkraliđi, Skólatúni 3, Álftanesi
22.    Sigrún Ţórarinsdóttir, kennari og námsráđgjafi, Hulduhlíđ 38, Mosfellsbć
23.    Sveinn Ţór Elinbergsson, skólastjóri, Grundarbraut 44, Ólafsvík
24.    Una María Óskarsdóttir, verkefnisstjóri, Hjallabrekku 34, Kópavogi


Jólabókin í ár

Óli Björn Kárason, sem nýlega hćtti ađ uppfćra sitt fína blogg hér á Moggablogginu, situr nú viđ ađ skrifa bók, sem ég hlakka til ađ lesa. Ţar kortleggur hann allar viđskiptablokkir landsins og tengsl ţeirra og átök innbyrđis og einnig tengsl ţeirra viđ stjórnmálalífiđ í landinu. Sannarlega ţarft framtak.

Velkominn Mr. Burns

Nicholas Burns, ađstođarutanríkisráđherra Bandaríkjanna er vćntanlegur til landsins á morgun. Ţađ verđur mikiđ fagnađarefni ađ fá svar hans viđ spurningunni um hvađa augum bandarísk stjórnvöld líti ţá yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda ađ ţau harmi stríđsreksturinn í Írak. Felur ţetta í sér afturköllun á áđur veittum stuđningi ađ mati Bandaríkjamanna? Er ţetta áfall fyrir Bandaríkjamenn í ljósi 60 ára náinnar samvinnu ríkjanna tveggja eđa er ţetta eins lođiđ og teygjanlegt í allar áttir eins og ýmsir stjórnarandstćđingar hafa vakiđ á og eitt ţeirra mála sem Kristinn H. Gunnarsson átti viđ ţegar hann talađi í ţinginu í morgun um ríkisstjórn hins ófrágengna stjórnarsáttmála.


Stopult

Ég verđ erlendis í nokkra daga og uppfćrslur verđa stopular á međan, átta mig ekki alveg á hvernig ţađ verđur, en ćtla ađ reyna ađ fylgjast međ og setja eitthvađ inn eftir getu.

Flosi

Flosi Magnússon segir mér ađ honum hafi í gćr veriđ bođiđ ađ skila inn umsókn um Tjarnaprestakall og eins og hann upplifir atvik málsins kom ţađ bođ fyrst fram í gćr. Hann hyggst ekki sćkja um. Augljóslega reynir í raun ekki á spurninguna um andlegt ţrek Flosa til ađ sinna slíku embćtti fyrr en hann hefur fengiđ ađ koma ađ umsókn og fyrir hann snerist ţetta um réttinn til ađ fá umsókn tekna fyrir og njóta ţannig formlegrar viđurkenningar í samfélagi kollega. Ţađ liggur fyrir ađ hann er mjög veikur mađur og ţađ vissi ég áđur en ég setti ţetta inn. Ţannig ađ um ţetta mál er orđ gegn orđi um mikilvćg atvik, öđru megin stendur Ţjóđkirkjan, hinu megin geđfatlađur öryrki međ guđfrćđipróf, prestvígslu og starfsreynslu. Flosi er ekki allra, en ég hef ţekkt hann í nokkur ár og vildi frekar ađ hans rödd heyrđist í ţessu máli en ekki enda var ţađ honum afar mikilvćgt. Kosturinn viđ netiđ er ađ málin skýrast fljótt og vel og ég legg áherslu á ađ setja inn allar upplýsingar sem berast jafnóđum um mál sem ég vek. Átti ég ađ hringja í biskupstofu áđur en ég setti inn fyrstu fćrslu? Ég er klár á ađ ţađ má fćra ágćt rök fyrir ţví í ţessu máli.

Athugasemd

Borist hefur eftirfarandi athugasemd vegna síđustu fćrslu frá starfsmanni biskupstofu:

Ég geri alvarlega athugasemd viđ bloggfćrsluna sem er á forsíđu HUX, http://www.hux.blog.is/blog/hux/entry/236355/
 
Hiđ rétta er ađ sr. Flosi Magnússon kom á Biskupsstofu í gćr, mánudag, til ađ kvarta undan ţví ađ umsóknarfrestur um Tjarnarprestakall hefđi runniđ út á sunnudegi. Honum var bent á ađ ţegar slíkt gerđist ţá gilti nćsti dagur á eftir sem síđasti dagur umsóknarfrests, enda er ţađ viđtekin venja í stjórnsýslu.
 
Honum var ennfremur bent á ađ ef hann hyggđist sćkja um embćttiđ gćti hann komiđ međ umsókn á Biskupsstofu fyrir lokun skrifstofu. Hann gćti einnig póstlagt hana.
 
Enginn kom á Biskupsstofu međ umsókn í gćr svo ađ ţađ er alrangt ađ einhverjum hafi veriđ vísađ frá. Hins vegar er beđiđ eftir ţeim umsóknum sem berast međ pósti tvo virka daga eftir ađ umsóknarfresti lýkur.
 
Kveđja,

Steinunn Arnţrúđur Björnsdóttir
verkefnastjóri samkirkju- og upplýsingamála Ecumenical Affairs, Communications

 


Fyrrverandi prófastur kćrir biskup

Séra Flosi Magnússon, fyrrverandi prófastur á Bíldudal, hefur faliđ lögmanni sínum ađ kćra biskup Íslands fyrir brot á stjórnsýslulögum.

Flosi, sem er öryrki vegna geđsjúkdóms, hugđist sćkja um Tjarnaprestakall í Kjalarnesprófastsdćmi sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Ţar hefur séra Carlos Ferrer veriđ prestur en samkvćmt ákvörđun sóknarnefndar var brauđiđ auglýst laust ţegar ráđningartíma Carlosar var ađ ljúka. 

Ţegar biskupsstofa auglýsti embćttiđ laust var umsóknarfrestur látinn renna út sunnudaginn 10. júní.  Flosi segir í tölvupósti - sem hann hefur sent mér, fréttastofu RÚV, og Birni Ţór Sigbjörnssyni, blađamanni Fréttablađsins, og ćtlar til birtingar, - ađ starfsfólk biskupsstofu hafi neitađ ađ taka viđ umsókninni sem Flosi reyndi ađ skila inn í dag, á mánudegi. Sif Thorlacius, lögmađur hans, muni senda inn kćru á hendur biskupi fyrir ađ hafa látiđ umsóknarfrestinn renna út á hvíldardegi í trássi viđ stjórnsýslulög og -venjur.

Af bréfi Flosa má ráđa ađ hann telur biskup ítrekađ hafa brotiđ gegn sér í samskiptum ţeirra og ađ hann íhugi úrsögn úr ţjóđkirkjunni. Í samtali sem ég átti viđ Flosa í kvöld sagđist hann hafa upplýsingar um ađ öđrum presti hefđi veriđ vísađ frá ţegar sá hugđist framvísa umsókn á sunnudaginn.

Ég spyr: Er ţađ ekki í anda stjórnsýslulaga og góđra stjórnsýsluhátta ađ ívilna frekar en ţrengja frest ţegar umsóknarfrestur rennur út á sunnudegi? Er nokkur vafi á ţví ađ Ţjóđkirkjan er sett undir stjórnsýslulög? Ef löglćrđur mađur les ţessa fćrslu má sá gjarnan láta í ljós álit á ţessum spurningum hér í athugasemdakerfinu.

Uppfćrt 12. júní, 11.05: Sif Thorlacius hefur sent línu og segir rangt ađ Flosi hafi haft samband viđ hana vegna málsins.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband