hux

Bloggfćrslur mánađarins, september 2006

Ţetta snerist um Kárahnjúka

Ţađ voru Vinstri grćnir sem tryggđu sjálfstćđismenninum Halldóri Halldórssyni, bćjarstjóra á Ísafirđi, formennskuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga í dag. Kosningin var mjög spennandi og ađeins munađi fjórum atkvćđum.

Niđurstađan hlýtur ađ vera fagnađarefni fyrir áhugamenn um ríkisstjórnarsamstarf VG og Sjálfstćđisflokksins. VG var sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í vor. Flokkurinn er nú fyrst orđiđ raunverulegt afl á sveitarstjórnarstiginu og lét finna fyrir ţví afli viđ fyrsta tćkifćri sem gafst og ţađ var á landsţingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri.

Framganga Smára Geirssonar, sem oddvita ţeirra Austfirđinga sem börđust harđast fyrir álveri í Reyđarfirđi og Kárahnjúkavirkjun, gerđi ađ verkum ađ sveitarstjórnarmenn VG litu á hann sem höfuđandstćđing og máttu ekki til ţess hugsa ađ honum yrđi faliđ ađ leiđa samtök sveitarstjórnarmanna. VG reyndi fyrst ađ skapa samstöđu um Árna Ţór Sigurđsson sem valkost viđ Smára en ţegar ţađ gekk ekki eftir fylktu ţeir liđi um sjálfstćđismanninn Halldór Halldórsson.

Samfylkingarmönnum féll niđurstađan ţungt. Kom til hvassra orđaskipta Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Svandísar Svavarsdóttur strax og niđurstađa úr kosningunni lá fyrir. Sveitarstjórnarmenn Samfylkingarinnar stóđu langflestir međ Smára, sem og framsóknarmenn. Flokkslínur héldu ţó líklega hvergi alveg, nema innan rađa VG.
Einnig naut Halldór víđtćks stuđnings vestfirskra sveitarstjórnarmanna.


Eru ekki allir í stuđi?

Síđan ég horfđi á Hemma Gunn í gćrkvöldi er ég búinn ađ reyna ađ sjá fyrir mér ađ Davíđ Oddsson hefđi klćtt sig í jogginggalla međ hinum formönnum flokkanna og tekiđ ţátt í Morfís-keppni til ţess ađ hita upp fyrir Magna. Ég sé ţađ bara ekki fyrir mér. Annađ mál međ Örn Árnason.


Af hverju ekki Halldór?

Ungir Framsóknarmenn eru farnir ađ kenna sig viđ fallinn foringja. Hér segir ađ á fundinum hafi fráfarandi formađur beint spjótum ađ ţingmanni flokksins í kjördćminu.


Bitlingur í bođi

Ég veđja á ađ Ţórólfur Halldórsson hreppi hnossiđ. Hann er forystumađur í Sjálfstćđisflokknum í Vesturbyggđ.


Kvöldsaga

Ţađ var einhvern tímann á Mogganum ţegar mikiđ gekk á, ég man ekki hvert máliđ var en ţađ var sótt ađ blađinu.

Matthías Johannessen var kominn niđur á gólf og menn litu til hans. Hvernig ćtlađi hann ađ taka á málinu?

Matthías lét sér ekki bregđa og sagđi: Ég ansa ekki flugnasuđi.


Uppsagnarbréf međ einkaflugvél

Í dag er Ólafur Örn Haraldsson ađstođarforstjóri Ratsjárstofnunar á ferđ og flugi á einkaflugvél um landiđ.

Hann flýgur á milli ratsjárstöđvanna í grennd viđ Bolungarvík, Ţórshöfn og Höfn. Erindiđ er ađ segja upp öllum starfsmönnum ratsjárstöđvanna. Uppsagnirnar koma fólkinu á óvart. Ţađ vissi ađ störfin yrđu lögđ niđur en átti ekki von á uppsögnum fyrr en nćsta sumar. Fyrir ţví taldi ţađ ađ ráđherrar í ríkisstjórninni hefđu gefiđ vilyrđi.

Uppsagnirnar eru ţungt högg fyrir byggđarlögin, einkum Bolungarvík og Ţórshöfn. Störfin eru afar sérhćfđ og vel launuđ og langt í frá ađ fólkiđ geti gengiđ ađ sambćrilegum störfum í heimabyggđ. Verst ţykir fólki ađ sá ađlögunartíminn sem ţađ hafđi vonast eftir verđur mun skemmri en lofađ hafđi veriđ.


Orđ dagsins

Fínn leiđari Jóns Kaldal í dag. Ţar stendur m.a. ţetta:


Inn í skápinn

Staksteinar taka í dag í hnakkadrambiđ á frjálshyggjudeild Sjálfstćđisflokksins og vilja ađ ţeir hafi hćgt um sig á kosningavetri og séu svolítiđ miđjumannslegir. Ég bíđ enn eftir ađ heyra Sigurđ Kára og Pétur Blöndal tjá sig um Íbúđalánasjóđsstýrihópslokaniđurstöđuna. Ţađ verđur gaman ađ sjá hvort ţeir taka mark á Staksteinum í ţví efni.


Mađur er nefndur

Mér finnst sennileg kenningin um ađ ţetta sé Svanborg Sigmarsdóttir í dulargervi.


Róbert á ţing?

Innan Samfylkingarinnar er hávćr orđrómur um ađ Róbert Marshall muni gefa kost á sér í prófkjörinu í Reykjavík, sem haldiđ verđur 11. nóvember, og stefni á öruggt ţingsćti. Frambođsfrestur rennur ekki út fyrr en 21. október.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband