Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
27.9.2006 | 12:37
Obb bobb bobb !
Nákvæmlega hvað felst í þessum varnarsamningi hvað varðar hefðbundnar varnir sem ekki leiðir af stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins? Það að hingað komi einhverjir hermenn til æfinga eina viku á ári hverju? Er þetta þá 1/52 úr varnarsamningi, eða hvað?
Athyglisverðar þessar athugasemdir Baldurs Þórhallssonar. Víkingasveitin og ríkislögreglustjóri í samstarf við bandarísk lögreglu og hermálayfirvöld, og þá væntanlega mennina sem gáfu heiminum Abu Ghraib og Guantanamo og víðtækustu símhleranir án dómsúrskurða í mannkynssögunni, svo fátt eitt af afrekalista undanfarinna ára sé rakið. Er það málið? Á víkingasveitin að vera í lögreglubúningi hér á götunni milli þess sem hún er í æfingabúðum hjá Bandaríkjaher? Stundum í hernum, stundum ekki, en alltaf með byssurnar í beltinu.
Af hverju í ósköpunum er ekki leitað samstarfs við nágrannaþjóðirnar um löggæslu og öryggiseftirlitsþáttinn? Hvað hafa Bandaríkjamenn að bjóða okkur í því efni annað en að vísa veginn inn í Gulag 21. aldarinnar? Hvaða mat á íslenskum öryggishagsmunum býr hér að baki, hverjir hafa lagt það mat á þá hagsmuni að þeim sé borgið með þessu?
27.9.2006 | 10:07
Einu deilumálinu færra?
Það verður athyglisvert að heyra Sigurð Kára og Pétur Blöndal tjá sig um Íbúðalánasjóðsstýrihópslokaniðurstöðuna. Hún féll alveg í skuggann af varnarsamningalokaniðurstöðunni í gær. En mér sýnist ríkisstjórnin búin að ýta einu eldfimu deilumáli út af borðinu fyrir kosningaveturinn.
Samráð banka og verðbréfafyrirtækja er óánægt með niðurstöðuna... Það hafa orðið miklar breytingar á pólitísku andrúmslofti í húsnæðismálum undanfarna mánuði. Fyrir ári eða svo var hægt að sjá fyrir sér að erfitt yrði að tryggja framtíð Íbúðalánasjóðs. En með framgöngu bankanna á markaðnum undanfarna mánuði er almenningur einfaldlega hættur að treysta þeim fyrir þessu. Sjálfstæðisflokkurinn skynjar það eins og aðrir. Ég gluggaði í lokaálitið og sé ekki betur en þetta sé það sem Árni Magnússon vildi ná fram og stóð í stappi út af áður en hann fór að vinna í bankanum. Það er líka athyglisvert að lesa þarna um að það virðist ekki hafa verið eining um málið innan Samráðs banka og verðbréfafyrirtækja.
27.9.2006 | 08:52
Orða frjósöm móðir
Leiðarar Þorsteins eru iðulega frábærir, finnst mér, knappir og þrungnir merkingu en stundum óræðir.
Ég held að Þorsteinn hafi verið maðurinn sem bjó til orðið ásættanlegt í íslensku, talaði mikið um það áður fyrr í tengslum við kjarasamninga og sjávarútveg, ég hafði aldrei heyrt það fyrr en allt í einu var það komið á hvers manns varir.
En ég er kominn út á hjáleið. Það sem ég ætlaði að segja var: Veit einhver hvað þetta þýðir?
Og loks fór næstliðin borgaraleg ríkisstjórn út á hjáleið í þessu viðliti með hótun um uppsögn ef ekki yrði orðið við fullkomlega óraunhæfum og órökstuddum kröfum.
Ég held ég túlki þetta bara þannig að þáliðinn formaður Sjálfstæðisflokksins sé að gagnrýna næstliðinn formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það hvernig hann hélt á varnarmálunum í sinni utanríkisráðherratíð með kröfum um lágmarksfjölda þotna. En ég er ekki viss.
26.9.2006 | 12:32
Einnar bókar fólkið
Hvað eiga þessar skáldsögur sameiginlegt?
26.9.2006 | 09:11
Blaðið
Nú er könnunarvika, feðgarnir -sme og Janus umbrotssnillingur, munu áreiðanlega uppskera eins og þeir hafa til sáð undanfarnar vikur. Fara tæplega yfir Moggann í þessari atrennu en færast nær og fara að anda ofan í hálsmálið á stóra bróður.
Halldór Baldursson skopmyndateiknari blaðsins er gífurlega flottur þegar honum tekst vel upp. Ómetanlegt fyrir blað að eiga aðgang að slíku efni. Góðir teiknarar eru sannarlega fágætir í blaðamennsku. Halldór er sá fyrsti sem teiknar í íslensk blöð sem ég hef virkilega smekk fyrir. Sigmund hefur alltaf verið eitthvað of ... fyrir minn smekk þótt ég hafi oft getað hlegið að honum.
Af hverju ætli það sé svona langt síðan Andrés Magnússon fékk að skrifa leiðara? Hvað er komið langt síðan? Nokkrar vikur.
26.9.2006 | 08:58
Stilltir strengir
Rétt eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir tilkynntu þann ásetning sinn að stilla saman strengina og bjóða upp á valkost við ríkisstjórnarflokkana leggur Samfylkingin fram tillögur um lækkun matarverðs sem allir andmæla, ekki síst Vinstri grænir og Frjálslyndir.
Það sem mig langar að vita frá Samfylkingunni er þetta: 1. Mun flokkurinn láta myndun nýrrar ríkisstjórnar stjórnarandstöðuflokkanna stranda á tillögum sínum um matarverð og því aðeins fara í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili að hann nái þessum tillögum sínum fram í stjórnarmyndunarviðræðum? 2. Hvaða líkur eru á því að 1. verði að veruleika í ljósi þeirra viðbragða sem fram eru komin?
25.9.2006 | 20:32
Espresso og latte
Á einhver í fórum sínum upptökuna af þessari ræðu samgönguráðherra við vígslu nýs flugvallar á Þingeyri 20. ágúst sl? Ég hefði gaman af því að heyra hana. Upptakan er ekki á vef RÚV, ég var of seinn, þeir geyma bara hljóðupptökur í hálfan mánuð, held ég.
Ég er búinn að heyra mikið um þessa ræðu. Sturla lætur okkur Reykvíkingana heyra það, segir að við viljum bara fara með flugvöllinn úr Vatnsmýrinni svo að við getum byggt fleiri kaffihús þar sem við getum setið og drukkið espresso og latte allan daginn.
Því miður er þessi ræða ekki á vef samgönguráðuneytisins, bara þessi fréttatilkynning þar sem ekkert er minnst á kaffihúsin og Reykvíkingana.
25.9.2006 | 15:31
Athyglisverður fróðleikur
Þetta hafði farið fram hjá mér en kemur vel heim og saman við það þá mynd sem er að verða til af málinu:
Samkvæmt Speglinum, fréttaskýringarþætti Ríkisútvarpsins, í gærkvöldi, sem hér má hlusta á, vissu hvorki Steingrímur Hermannsson, sem var dómsmálaráðherra 1978 til 1979, né Jón Helgason, sem var dómsmálaráðherra 1983 til 1987, um tilvist leyniþjónustu þeirrar sem Þór Whitehead prófessor segir frá í Þjóðmálum.
Þó voru báðir þessir menn yfirmenn leyniþjónustunnar og lögreglunnar. Hvernig getur staðið á þessu? Starfaði leyniþjónustan kannski ekki á þessum tíma?
Þetta blogg er gagnlegt að lesa fyrir áhugamenn um málið.
25.9.2006 | 09:22
Bak við tjöldin
Af reynslu sinni sem ráðherra og embættismaður telur Björn Bjarnason fráleitar fullyrðingar Guðna Th. Jóhannessonar að lögreglan hefði haldið úti eins konar öryggisdeild Sjálfstæðisflokksins. Athyglisvert að hann vísi til reynslu sinnar sem embættismaður en embættismennska Björns fólst í því að vera skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, þar sem hann starfaði meðal annars undir stjórn Ólafs Jóhannessonar ef ég veit rétt.
Engin gögn liggja fyrir um dómsúrskurði eða hleranir í tíð Ólafs (eða hef ég misst af einhverju?). Mér finnst það ekki óeðlileg túlkun á orðum Björns að hann hafi sem embættismaður haft eitthvað með starfsemi "öryggislögreglunnar" að gera, fyrst hann vísar til embættismennskunnar í þessu sambandi. En jafnalvarlega og ég tek staðhæfingar Björns allajafna duga þær ekki til í þessu tilviki. Það nægir mér ekki að hann einn lýsi því yfir að þetta hafi verið þverpólitísk starfsemi.
Allt hnígur í eina átt, þá sem Björn Bjarnason lýsti sig reyndar fylgjandi í fréttum í gær, ef ég skildi hann rétt, að galopna eigi aðgang að öllu sem að starfsemi njósnadeildar lögreglunnar í Reykjavík lýtur. Björn segir ljóst að starfsemin hafi öll verið innan ramma laganna þannig að þeir sem verkin unnu hafa ekkert að óttast. Það eru þeir sem hleraðir voru sem knýja á um gögn og upplýsingar og fyrst hinum ætluðu landráðamönnum er sama, hverjum má þá ekki vera sama? Öryggishagsmunir ríkisins? Ríkið, sem óttast var að landráðamenn ynnu fyrir er ekki lengur til og brottför Varnarliðsins segir allt sem segja þarf um það hvort slík umræða væri skaðleg frá öryggissjónarmiði í dag. Utan gildissviðs upplýsingalaga? Já, það á við um mál sem eru til lögreglurannsóknar og mál sem varða öryggi ríkisins en stjórnvöldum er alltaf heimilt að ganga lengra en upplýsingalögin kveða á um, þau fjalla bara um lágmarksaðgang að upplýsingum.
25.9.2006 | 09:19
Íslendingur þekkir grunaðan hryðjuverkamann
Davíð Logi þekkir manninn á myndinni hér fyrir neðan. Lesið meira á hans gæðabloggi.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536845
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar