Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
25.9.2006 | 09:15
Með og á móti
Af hverju skyldi Samfylkingin styðja svo gott mál í Kópavogi en leggjast gegn því í Reykjavík?
Nú er í lagi að greiða foreldrum barna í Kópavogi umönnunargreiðslur, en í Reykjavík er það argasta ósvinna.
24.9.2006 | 16:45
Sindri sagði upp
Það er rétt að Sindri Sindrason er hættur á NFS, hins vegar var ekki rétt hjá mér að honum hefði verið sagt upp. Rétt er að hann sagði upp fremur en að þiggja það nýja starf sem honum var boðið.
24.9.2006 | 16:36
Red alert
24.9.2006 | 11:01
Lifirðu tvöföldu lífi? Viltu fá borgað fyrir það?
23.9.2006 | 20:03
Og nú er farið að gjósa
Athyglisverðar fréttir af kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og mörgum mikið fagnaðarefni. Sýnir almennar áhyggjur flokksmanna og ríkan vilja til endurnýjunar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þessi mál þróast.
23.9.2006 | 10:19
Veit það ekki
Ætli það sé tilviljun að Þór Whitehead finnur engin gögn um hleranir vegna fundar Nixons og Pompideu hér á landi?
Velti því fyrir mér vegna þess að á þeim tíma var Sjálfstæðisflokkurinn utan ríkisstjórnar, ef ég man rétt.
23.9.2006 | 10:18
Jólabókin
...verður bók Margrétar Frímannsdóttur, sem nú er verið að skrifa. Hlakka sérstaklega til þess að lesa frásögn hennar af síðustu árunum á hennar pólitíska ferli. Hef eins og aðrir heyrt allar sögurnar af samskiptum hennar og núverandi formanns.
Mun Ljósmóðir Samfylkingarinnar varpa sprengjum út í jólabókaflóðið í ár, á kosningavetri? Eða verður niðurstaðan sú að það sé betra að bókin komi út næsta haust, þegar búið er að kjósa?
23.9.2006 | 10:16
Annar er stjórnmálamaður - hinn er hagfræðingur
Með framboði Gylfa Arnbjörnssonar í 3.-4. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík er stiginn fram einn nánasti ráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, en jafnframt einn harðasti andstæðingur Össurar Skarphéðinssonar innan Samfylkingarinnar.
Gylfi lýsir yfir áhuga á 3.-4. sætinu, án vafa í samráði við Ingibjörgu Sólrúnu. Andstaða Gylfa Arnbjörnssonar hefur orðið Össuri pólitískt dýrkeypt. Það var hann sem leiddi uppreisnina gegn Össuri innan flokksins vegna eftirlaunafrumvarpsins á haustþinginu 2003. Í þeim átökum missti forysta Samfylkingarinnar trúnað verkalýðshreyfingarinnar, sem um leið ákvað endanlega að fylkja sér að baki Ingibjörgu Sólrúnu sem formanni. Og líkt og hjá Verkamannaflokknum í Bretlandi stjórnar enginn Samfylkingunni í blóra við vilja verkalýðshreyfingarinnar.
Spurningin er hvort sú bíræfni Gylfa að tefla með þessum hætti gegn Össuri og fleiri landsþekktum stjórnmálamönnum Samfylkingarinnar muni ekki koma honum í koll þegar talið verður upp úr kjörkössunum.
22.9.2006 | 22:02
Af uppsögnum
Sindri Sindrason er mér sagt að sé þekktasta nafnið fyrir utan Róbert Marshall sem sagt var upp hjá NFS. Lóa Aldísardóttir verður í kvöldfréttum, Lára Ómarsdóttir fer í Kompás, Hallgrímur Thorsteinsson verður tengdur Vísi. Þeir sem missa vinnuna eru ungt fólk, lítt þekkt, en þekktustu andlitin og nöfnin halda sínu eða verða flutt til.
22.9.2006 | 14:21
Róbert kominn með nýja vinnu?
Óstaðfestar fréttir herma að Róbert Marshall sé búinn að ráða sig til vinnu í nýja Morgunblaðshúsinu, hjá fyrirtæki tengdu Árvakri.
Óvænt og setur suma atburði undanfarinna daga í nýtt ljós ef rétt reynist. Rétt er að halda þeim fyrirvara til haga en maður má samt spekúlera.
Í ljósi þess að Róbert og Sigurður G. Guðjónsson eru gamlir félagar, sem meðal annars gengu saman á tind Kilimanjaro (er það ekki skrifað svona?) fyrir nokkrum árum, þá þarf þetta kannski ekki að koma á óvart.
Sigurður G. á dreifiveituna Hive, tímaritaútgáfuna sem áður hét Fróði, stóran hlut í útgáfufélagi Blaðsins, sem hefur aðsetur í Moggahúsinu, og nokkrar útvarpsstöðvar. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til þess að sjá að hér er fjölmiðlaveldi í fæðingu þótt enn vanti einhverja kubba í púsluspilið.
ps. Ég sagði ykkur að hann mundi skúbba aftur í dag.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536847
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar