23.6.2007 | 09:32
Fluttur
Eyjan er tekin til starfa, slóðin er eyjan.is. Kíkið yfir. Á Eyjunni í dag er m.a. fréttir um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa ívilnað breskum fiskvinnslustöðvum í baráttunni um óunninn fisk af Íslandsmiðum. Og margt fleira.
Bloggarar Eyjunnar eru þessar: Egill Helgason, sem skrifar Silfur Egils á Netinu fyrir Eyjuna, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphéðinsson, Arna Schram, Helga Vala Helgadóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Pétur Tyrfingsson, Pétur Gunnarsson, Björgvin Valur Guðmundsson, Andrea Ólafsdóttir, Tómas Hafliðason, Andrés Magnússon, Grímur Atlason, Magnús Sveinn Helgason (FreedomFries), Hafrún Kristjánsdóttir, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir og Andrés Jónsson.
Nánar hér.
Áður en ég kveð vil ég þakka fyrir innlitin og ánægjuleg samskipti við aðra bloggarar og lesendur, sérstaklega þá sem hafa notað athugasemdakerfið. Ég vona að þeir haldi uppteknum hætti og heimsæki eyjan.is/hux
Einnig vil ég þakka starfsmönnum blog.is fyrir samstarfið og samskiptin. Bless og takk fyrir mig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.6.2007 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.6.2007 | 16:19
Stelpurnar okkar
Við erum sigursælasta íþróttalið á Íslandi. Eitthvað í þessa veru sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í viðtali fyrir nokkrum dögum, í aðdraganda leiksins í gær þar sem stelpurnar burstuðu Serba 5-0 frammi fyrir 6.000 áhorfendum í blíðskaparveðri.
Kvennalandsliðið eru góðu fréttirnar í íslensku íþróttalífi um þessar mundir, þær standa í stórþjóðunum, ná góðum sigrum. Undanfarin þrjú eða svo hafa kvennalandsliðsleikir líklega boðið upp á besta fótbolta sem ég hef séð hér á landi og er þá frábær leikur gegn Ungverjum ofarlega í minningunni. Ummæli Ásthildar eru lýsandi fyrir það sjálfstraust sem er í liðinu og algjör andstæða við karlalandsliðið en menn minnast þess þegar Eyjólfur Sverrisson reyndi að halda niðri væntingum fyrir leikinn við Lichtenstein með því að tala um hvað Lichtenstein væri sterkt um þessar mundir.
Samt eru strákarnir að fá 80% eða svo af þeim peningum sem fara í fótboltalandsliðin en stelpurnar 20%. Strákaliðið hefur aldrei verið sterkara á pappírnum en þeir eru áhugalitlir á vellinum og komnir komnir í hóp með Ruanda, Víetnam og Malawi á styrkleikalista FIFA.
Á sama tíma bursta stelpurnar Serba og standa uppi í hárinu á hvaða andstæðingi sem sem er. Það er eitthvað að þessari forgangsröðun, væri ekki ráð að snúa þessu við og setja meira í stelpuboltann. Framboð Höllu Gunnarsdóttur til formanns KSÍ var til marks um óánægju knattspyrnukvenna með þetta ástand og gengi karlalandsliðsins annars vegar og kvennalandsliðsins hins vegar ætti að verða til þess að menn horfist í augu við það að knattspyrnukonurnar hafa rétt fyrir sér, sú stefna sem fylgt hefur verið er ekki að ganga upp.
Fjárfestum í stelpunum, dælum í þær peningum, þær eru að ná árangri og í þeim liggur okkar eina von um að komast á alþjóðlegt stórmót í fótbolta í fyrirsjáanlegri framtíð. Noregur, Bandaríkin og Þýskaland hafa lagt mikið í kvennafótboltann með góðum árangri, er ekki ráð að fylgja fordæmi þeirra?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2007 | 21:53
Bloggari stingur á kýli
Merkileg færsla Elíasar Halldórs Ágústssonar sem var kerfisstjóri í Reiknistofnun Háskólans og komst á snoðir um menn sem notuðu tölvu háskólans til að hlaða niður barnaklámi. Hann fylgdist með aðgerðum þeirra og reyndi að vekja áhuga lögreglu en án árangurs, sem er með ólíkindum því að Elías hafði fylgst svo með mönnunum að málið virðist hafa verið nánast fullrannsakað þegar hann var að reyna að fá lögregluna til að kanna það. Lögreglan hlýtur að verða krafin svara um viðbrögð sín.
Stöð 2 var með frétt um málið í kvöld, byggða á færslu Elíasar. en þar kemur fram að mennirnir tveir séu mikilvirkir hér á Moggablogginu og skoðanir þeirra um femínisma og klám hafi m.a. verið valdar af blogginu til birtingar á prenti í Mogganum.
uppfært 22.6 kl. 14.10: Þetta var í Íslandi í dag en ekki í fréttum Stöðvar 2.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2007 kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.6.2007 | 19:00
Júlíus og Ingibjörg
Glöggur maður benti mér á að það væri nú gaman að því að rifja upp eitthvað af því sem Júlíus Hafstein hafði að segja um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir nokkrum árum, meðan Davíð Oddsson var og hét, bæði í þáttunum hjá Ingva Hrafni (er ennþá verið að senda þá út?) og í einhverjum Moggagreinum. Mig rámar í þetta, Júlíus hafði Ingibjörgu mjög á hornum sér. Nú er hann sendiherra og hún utanríkisráðherra, gaman væri að vera fluga á vegg á fundum þar sem þau bæði taka þátt, það er áreiðanlega jafnathyglisvert og að fylgjast með Birni Bjarnasyni og Ingibjörgu á ríkisstjórnarfundum.
Ég veit það ekki fyrir víst en kannski er Júlíus og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins komin með 3ja fermetra skrifstofu í útihúsi utanríkisráðuneytinu við Þverholt, með útsýni yfir portið hjá Pólar- rafgeymum. Víst væri gaman að rifja upp öll þessi ummæli, verst ég má ekki vera að því að finna þetta núna, nýkominn frá Kanarí og allt á fullu að undirbúa Eyjuna, sem fer í gang fljótlega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 15:07
Íslendingar kaupa virkjanir í Montenegro
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 11:39
Umsækjandi dagsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 23:12
Ólíkar áherslur sjálfstæðismanna
Það var ekki beinlínis samhljómur með ræðum flokksbræðranna forsætisráðherra og forseta Alþingis á þjóðhátíðardaginn. Báðir ræddu vandann í sjávarútvegi, sem hefur verið mál málanna frá því um sjómannadagshelgina.
Geir segir að vandinn í sjávarútvegi sé eitt helsta viðfangsefnið nú, viðurkennir vanda sjávarbyggðanna; undirstrikar styrkleika þjóðarbúsins til að mæta áföllum í sjávarútvegi nú og lýsir trausti á sjávarútvegsráðherra og væntanlega ákvörðun hans um hámarksafla. Þetta finnst mér benda til Einar K. muni leggja niðurstöður Hafró til grundvallar þótt hæpið sé - í ljósi reynslunnar - að gera ráð fyrir að hann fylgi ráðum Hafró um að breyta aflareglunni og færa hlutfallið niður í 20%.
En það er ræða Sturlu sem mér finnst sæta mestum tíðindum, svona pólitískt séð. Það er greinilegt að það eru ekki bara þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar sem ætla að taka sér mikið svigrúm til að undirstrika sérstöðu sína í þessu stjórnarsamstarfi, forseti Alþingis áskilur sér allan rétt til hins sama. Það er athyglisvert að þessa ræðu flytji 1. þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, forseti Alþingis, nýstaðinn upp úr ráðherrastól en ennþá í stjórnarliðinu og í lykilhlutverki þar.
Athugið að með þessu dreg ég ekki úr því að mér finnst þetta hin fínasta ræða hjá Sturlu og má súmmera það álit upp með því að endurbirta úr henni þennan kafla:
"Áform okkar um að byggja upp fiskistofnana með kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiða virðist hafa mistekist. Sú staða kallar á allsherjar uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu ef marka má niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar. Staðan í sjávarútvegsmálum er því mjög alvarleg og kallar á breytingar ef sjávarbyggðirnar eiga ekki að hrynja. Margt bendir til þess að aflaheimildir safnist á hendur fárra útgerða sem leggja skipum sínum til löndunar í útflutningshöfnunum og herða enn frekar á þenslunni í atvinnulífinu þar, allt í nafni hagræðingar sem mun koma hart niður á þeim byggðum sem allt eiga undir veiðum og vinnslu sjávarfangs."
Sturla, sem lagði sig einnig fram um að hafna því að einungis væri hægt að bregðast við með flutningi opinberra starfa, talar þarna nánast með sama hætti og Björn Ingi gerði á sjómannadag og fleiri hafa síðan gert. En strax eftir sjómannadag lagði Einar K. Guðfinnsson sig fram um að ganga gegn þessum sjónarmiðum, og virtist í talsverðri vörn gagnvart umræðu af þessu tagi. Nú virðist það blasa við að þeir eru alls ekki á sömu blaðsíðunni í sjávarútvegsmálum sjávarútvegsráðherrann, sem skipar 2. sæti á D-lista í NV-kjördæmi og Sturla, sem skipar 1. sætið á sama lista. Og forsætisráðherrann hefur uppi sömu sjónarmið og Einar K. Guðfinnsson, eftir því sem mér sýnist og þótt Geir hafi lýst sérstöku trausti á þá ákvörðun sem Einar K. muni taka liggur beint við að túlka orð Sturlu þannig að hann hafi ekki sama traust á því sem í vændum er úr sjávarútvegsráðuneytinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.6.2007 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2007 | 17:04
Útrás dagsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 13:17
Upprisa dagsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.6.2007 | 13:07
Stefnubreyting dagsins
Steingrímur J. Sigfússon tætir í sig ákvæði stjórnarsáttmálans í grein í Mogganum í dag og segir m.a.:
Digurbarkaleg ummæli forystumanna Samfylkingarinnar, þ. ám. formanns þess flokks, á landsfundi skömmu fyrir kosningar og loforð um að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar með aðild Samfylkingarinnar yrði að taka nafn Íslands af lista yfir hinar vígfúsu þjóðir hafa gufað upp og orðið að engu. Hin nýja ríkisstjórn hefur ekkert aðhafst eða gert sem formgerir stefnubreytingu. [...] Afstaða núverandi ríkisstjórnar og framganga gagnvart Bandaríkjamönnum í þessu sambandi er sú sama og hinnar síðustu. Engin formleg orðsending, tilkynning, ekkert bréf hefur farið til Bandaríkjamanna eftir stjórnarskiptin. Harmurinn sem kveðinn er að ríkisstjórn samkvæmt stjórnarsáttmálanum vegna stríðsrekstursins í Írak hefur ekkert stjórnskipulegt gildi. Í honum felst að sjálfsögðu engin stefnubreyting eða hvað? Liggur stefnubreytingin í því að fyrri ríkisstjórn hafi fagnað stríðsrekstrinum en þessi harmi hann? Ísland er enn á lista hinna staðföstu þjóða. Bandaríkjamenn geta litið svo á að þeir hafi áfram heimildir til afnota af íslensku landi, ef þeim svo sýnist, vegna aðgerðanna í Írak. Þeir hafa engar tilkynningar fengið um annað. Undir þessu situr Samfylkingin, þ.m.t. iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson
15.6.2007 | 14:14
Déjà vu all over again
Góðkunningi þessarar bloggsíðu rifjaði upp skemmtilegt mál fyrir mig. Það var í febrúar 2006 sem Skjár 1 og 365 slógust um Sirrý, hún hafði verið á Skjánum en Ari og félagar á 365 sjarmeruðu hana yfir á Stöð 2. Magnús Ragnarsson þáverandi sjónvarpsstjóri Skjásins var svekktur og sár og hótaði málshöfðun þar sem um samningsrof væri að ræða en Sirrý þrætti fyrir að nokkur samningur hefði verið í gildi lengur milli hennar og Skjás 1. Málinu lauk með því að 365 féllst á að senda á að senda Sirrý ekki beint í loftið heldur bíða í sex mánuði, rétt eins og fullyrðingar Skjás 1 um meintan samning ættu við rök að styðjast. Sjá hér.
Minnir þetta fleiri en mig á uppákomuna núna nýlega milli 365 og Egils Helgasonar? Egill fer með hlutverk Sirrýjar, Pálal Magnússon með hlutverk Ara Edwald en Ari Edwald leikur Magnús Ragnarsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 14:06
Morgunblaðið - kjarni málsins
Leiðari Moggans um Ísland og NATÓ í dag hittir naglann beint á höfuðið:
Áratugum saman var helzta framlag okkar til sameiginlegra varna bandalagsþjóðanna að veita Bandaríkjamönnum aðstöðu hér á landi. Það var þegar Ísland hafði mikla hernaðarlega þýðingu. Sú staða okkar hvarf með lokum kalda stríðsins og nú er ljóst að önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins spyrja hvert framlag okkar sé nú. [...] Hvers konar aðgangseyri að Atlantshafsbandalaginu erum við tilbúnir til að greiða, þegar aðstaða Bandaríkjamanna hér er ekki lengur sá aðgangseyrir? Þetta þarf að ræða hér á heimavígstöðvum og þetta þarf að ræða við bandalagsþjóðir okkar.
14.6.2007 | 21:20
Þýðing dagsins
Vísir skrifar frétt um ótrúlega reynslu 14 ára bresks drengs frá Dorset sem var víst hnakkabrotinn í 10 ár. Sky News segir í dag frá dreng, sem var hálsbrotinn í 10 ár. Hann er líka 14 ára og býr í Dorset.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2007 | 15:55
Hætt við ráðningu í auglýsta stöðu í félagsmálaráðuneyti
Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að ráða ekki í stöðu skrifstofustjóra nýrrar skrifstofu barna- og fjölskyldumála, sem auglýst var til umsóknar fyrir kosningar en með umsóknarfresti til 27. maí sl. Meðal umsækjenda var Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður.
"Eftir að staða skrifstofustjóra nýrrar skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu var auglýst urðu ríkisstjórnarskipti. Ný ríkisstjórn ákvað að ráðast í umfangsmikla verkaskiptingu ráðuneyta, þ. á m. á sviði félagsmálaráðuneytisins. Í ljósi þess hefur félagsmálaráðherra ákveðið að falla frá ráðningu í ofangreinda stöðu. Umsækjendum hefur verið sent bréf þess efnis," segir í bréfi sem Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins hefur sent mér umbeðinn.
Umsækjendur voru 24 talsins, þeir eru þessir:
1. Anna Lilja Sigurðardóttir, skólastjóri, Þelamerkurskóla, Akureyri
2. Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður, Hraunási 4, Garðabæ
3. Björg Kjartansdóttir, deildarsérfræðingur, Fáfnisnesi 14, Reykjavík
4. Drífa Kristjánsdóttir, forstöðumaður, Torfastöðum, Selfossi
5. Guðrún Ögmundsdóttir, fv. alþingismaður, Nóatúni 27, Reykjavík
6. Helga Harðardóttir, meistaraprófsnemi í viðskiptafræðum, Fannafold 25, Reykjavík
7. Helga Magnúsdóttir, nemi í opinberri stjórnsýslu, Dalhúsum 13, Reykjavík
8. Helga Þórðardóttir, fjölskylduráðgjafi, Sæviðarsundi 74, Reykjavík
9. Hrafn Franklín Friðbjörnsson, sálfræðingur, Bylgjubyggð 61, Ólafsfirði
10. Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri, Njörvasundi 38, Reykjavík
11. Jóhanna Rósa Arnardóttir, ráðgjafi, Eyktarási 26, Reykjavík
12. Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri, Efstalandi 10, Reykjavík
13. Karen Elísabet Halldórsdóttir, nemi í mannauðsstjórnun, Skógarhjalla 6, Kópavogi
14. Kolbrún Ögmundsdóttir, deildarstjóri, Miðholti 6, Hafnarfirði
15. Marín Björk Jónasdóttir, framkvæmdastjóri, Akraseli 22, Reykjavík
16. Ólöf Dagný Thorarensen, starfsmannastjóri, Gvendargeisla 78, Reykjavík
17. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari og námsráðgjafi, Efstahjalla 7, Kópavogi
18. Ragnheiður Linda Skúladóttir, félagsmálastjóri, Fossvöllum 14, Húsavík
19. Rannveig Einarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi, Norðurvöllum 64, Reykjanesbæ
20. Rósa Hrönn Árnadóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Holtsgötu 23, Reykjavík
21. Sandra Franks, sjúkraliði, Skólatúni 3, Álftanesi
22. Sigrún Þórarinsdóttir, kennari og námsráðgjafi, Hulduhlíð 38, Mosfellsbæ
23. Sveinn Þór Elinbergsson, skólastjóri, Grundarbraut 44, Ólafsvík
24. Una María Óskarsdóttir, verkefnisstjóri, Hjallabrekku 34, Kópavogi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2007 | 15:48
Jólabókin í ár
13.6.2007 | 13:56
Velkominn Mr. Burns
Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins á morgun. Það verður mikið fagnaðarefni að fá svar hans við spurningunni um hvaða augum bandarísk stjórnvöld líti þá yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda að þau harmi stríðsreksturinn í Írak. Felur þetta í sér afturköllun á áður veittum stuðningi að mati Bandaríkjamanna? Er þetta áfall fyrir Bandaríkjamenn í ljósi 60 ára náinnar samvinnu ríkjanna tveggja eða er þetta eins loðið og teygjanlegt í allar áttir eins og ýmsir stjórnarandstæðingar hafa vakið á og eitt þeirra mála sem Kristinn H. Gunnarsson átti við þegar hann talaði í þinginu í morgun um ríkisstjórn hins ófrágengna stjórnarsáttmála.
13.6.2007 | 11:01
Stopult
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 11:01
Flosi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2007 | 12:19
Athugasemd
Borist hefur eftirfarandi athugasemd vegna síðustu færslu frá starfsmanni biskupstofu:
Ég geri alvarlega athugasemd við bloggfærsluna sem er á forsíðu HUX, http://www.hux.blog.is/blog/hux/entry/236355/
Hið rétta er að sr. Flosi Magnússon kom á Biskupsstofu í gær, mánudag, til að kvarta undan því að umsóknarfrestur um Tjarnarprestakall hefði runnið út á sunnudegi. Honum var bent á að þegar slíkt gerðist þá gilti næsti dagur á eftir sem síðasti dagur umsóknarfrests, enda er það viðtekin venja í stjórnsýslu.
Honum var ennfremur bent á að ef hann hyggðist sækja um embættið gæti hann komið með umsókn á Biskupsstofu fyrir lokun skrifstofu. Hann gæti einnig póstlagt hana.
Enginn kom á Biskupsstofu með umsókn í gær svo að það er alrangt að einhverjum hafi verið vísað frá. Hins vegar er beðið eftir þeim umsóknum sem berast með pósti tvo virka daga eftir að umsóknarfresti lýkur.
Kveðja,
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
verkefnastjóri samkirkju- og upplýsingamála Ecumenical Affairs, Communications
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2007 | 22:28
Fyrrverandi prófastur kærir biskup
Séra Flosi Magnússon, fyrrverandi prófastur á Bíldudal, hefur falið lögmanni sínum að kæra biskup Íslands fyrir brot á stjórnsýslulögum.
Flosi, sem er öryrki vegna geðsjúkdóms, hugðist sækja um Tjarnaprestakall í Kjalarnesprófastsdæmi sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Þar hefur séra Carlos Ferrer verið prestur en samkvæmt ákvörðun sóknarnefndar var brauðið auglýst laust þegar ráðningartíma Carlosar var að ljúka.
Þegar biskupsstofa auglýsti embættið laust var umsóknarfrestur látinn renna út sunnudaginn 10. júní. Flosi segir í tölvupósti - sem hann hefur sent mér, fréttastofu RÚV, og Birni Þór Sigbjörnssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, og ætlar til birtingar, - að starfsfólk biskupsstofu hafi neitað að taka við umsókninni sem Flosi reyndi að skila inn í dag, á mánudegi. Sif Thorlacius, lögmaður hans, muni senda inn kæru á hendur biskupi fyrir að hafa látið umsóknarfrestinn renna út á hvíldardegi í trássi við stjórnsýslulög og -venjur.
Af bréfi Flosa má ráða að hann telur biskup ítrekað hafa brotið gegn sér í samskiptum þeirra og að hann íhugi úrsögn úr þjóðkirkjunni. Í samtali sem ég átti við Flosa í kvöld sagðist hann hafa upplýsingar um að öðrum presti hefði verið vísað frá þegar sá hugðist framvísa umsókn á sunnudaginn.
Ég spyr: Er það ekki í anda stjórnsýslulaga og góðra stjórnsýsluhátta að ívilna frekar en þrengja frest þegar umsóknarfrestur rennur út á sunnudegi? Er nokkur vafi á því að Þjóðkirkjan er sett undir stjórnsýslulög? Ef löglærður maður les þessa færslu má sá gjarnan láta í ljós álit á þessum spurningum hér í athugasemdakerfinu.
Uppfært 12. júní, 11.05: Sif Thorlacius hefur sent línu og segir rangt að Flosi hafi haft samband við hana vegna málsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2007 kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar