Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.5.2007 | 20:34
Guðlaugur Þór inn - hvar verður skrifstofa viðskiptaráðherrans?
Sjálfstæðismenn halda sínu striki óháð fréttum af því að kynjahlutfall í ráðherraliði Samfylkingarinnar verði jafnt. Þorgerður Katrín er eina konan í ráðherraliði flokksins, nú eins og áður. Stærsti flokkur landsins blæs eins og jafnan á umræður um kynjakvóta.
Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra, mér fannst blasa við að hann yrði ráðherra, oddviti flokksins í Reykjavík norður og mikill áhrifamaður um gæfu og gengi manna í prófkjörum víða um land á liðnum vetri. Heilbrigðisráðuneytið er mikil áskorun fyrir hann. Guðlaugur Þór mun jafnframt hætta sem formaður Orkuveitu Reykjavíkur, eins og um var samið og tilkynnt þegar meirihlutinn í borgarstjórn var myndaður fyrir ári síðan.
Nú verða almannatryggingar teknar undan heilbrigðisráðuneytinu og fluttar undir félagsmálaráðuneyti. Ætli eitthvað verði tekið undan félagsmálaráðuneytinu í staðinn? T.d. málefni sveitarfélaga flutt til dómsmálaráðuneytis eða jafnvel húsnæðismálin færð undir viðskiptaráðuneytið eða fjármálaráðuneyti? Seinni kosturinn gæti verið valinn ef ætlunin er að einkavæða Íbúðalánasjóð.
Þá var augljóst orðið að Björn Bjarnason héldi sínu ráðherraembætti, atlaga Jóhannesar í Bónus setti Geir í þá stöðu að við Birni varð ekki hróflað og líklega ekki ástæða til, Björn hefur átt farsælan feril þótt hann þurfi að una því eins og aðrir menn að verk hans geta orkað tvímælis. Sturla rýmir til, hann hefur verið ráðherra líklega í ein sjö ár og verið óvinsælasti ráðherra landsins skv. Gallup lengst af þeim tíma.
Annars er greinilegt að Samfylkingin er hér að fá mjög rýran hlut, hún hefur minni áhrif með sína 18 þingmenn en framsókn hafði með 12 þingmenn. Samfylkingin þarf að skipta iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti upp milli tveggja ráðherra, það verður ekki einu sinni til skrifstofa fyrir annan þeirra án þess að gripið verði til æfinga, eða hvað? Þannig að einn ráðherra Samfylkingarinnar verður ráðherra án skrifstofu. Ætli sá skrifstofulausi fái Hagstofuna í sárabót?
Það er varla hægt að tala um helmingaskipti í stjórnarsamstarfinu þótt þau séu í fjölda ráðherrastóla. Vigtin er miklu meiri sjálfstæðismannamegin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjármálaráðuneyti og tvö langstærstu útgjaldaráðuneytin, menntamála- og heilbrigðisráðuneyti. Samgönguráðuneytið fer til Samfylkingar, ætli hún láti það landbyggðarþingmanni eftir eða verða mörkuð ákveðin tímamót og þingmanni af höfuðborgarsvæðinu falið forræði samgöngumála í fyrsta skipti? Það yrði nú fagnaðarefni.
Ps. Það var athyglisvert að hlusta á Jóhönnu Vigdísi, sem hefur sinnt þingfréttum árum saman, tala um það úr Valhöll áðan að Geir H. Haarde væri að tilkynna þingmönnum sjálfstæðismanna hverjir yrðu ráðherrar. Spurði svo Geir hvernig þingmenn hefðu tekið tíðindunum. Geir svaraði sem von var að tillaga hans hefði verið samþykkt samhljóða. Þannig að þingkonur sjálfstæðismanna hafa samþykkt samhljóða tillögu um að ráðherraembættum yrði skipt milli fimm karla og einnar konu. Formaðurinn gerir tillögu um skipun ráðherra en þingflokkurinn kýs um þá tillögu. Umboð ráðherranna byggist á stuðningi þingmannanna, en ekki tillögu formannsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 18:46
Spá um ráðherralista Samfylkingar
Ingibjörg Sólrún verður utanríkisráðherra segir RÚV og það stemmir við það sem ég hef heyrt.
Aðrir ráðherrar Samfylkingar spái ég að séu: Össur, Jóhanna, Þórunn, Kristján L. Möller og Björgvin G. Sigurðsson. Gunnar Svavarsson gæti steypt Björgvin af þessum lista.
Heyri að Sjálfstæðisflokkurinn fái heilbrigðisráðuneytið og það er rætt um að dýralækinirinn Árni M. Mathiesen setjist þangað. Hver verður þá fjármálaráðherra? Einar Kristinn, ef til vill.
Það er líka sagt að iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti verði skipt upp og að sami maður verði gerður atvinnuvegaráðherra Samfylkingarmegin, eða amk landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Kemur í ljós í kvöld.
Það er djarfur leikur hjá Ingibjörgu Sólrúnu að fara í utanríkisráðuneytið, lítið bara á reynslu Halldórs Ásgrímssonar, Jóns Baldvins og Steingríms Hermannssonar, það var formennsku þeirra ekki til framdráttar að vera í utanríkisráðuneytinu. Hins vegar gæti þetta verið til marks um mikla áherslu á utanríkismál af hálfu nýju stjórnarinnar og þá kemur sambandið við ESB fyrst upp í hugann.
Mogginn segir hér að Geir hafi kynnt þingmönnum málefnasamninginn en meginefni fundarins hefur sjálfsagt verið að kanna hug þingflokksins til þess hvernig eigi að skipa ráðherrastóla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 13:29
Engin uppstokkun stjórnarráðs?
Ég var að leyfa mér að vona að nýja ríkisstjórnin byrjaði á því að endurskipuleggja stjórnarráðið og fækka ráðuneytum. Kannski er ég að lesa of mikið í þessa yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar en mér finnst eins og hún bendi til þess að menn ætli að halda sama stólafjölda, 12 ráðherrar, þar á meðal sérstakur landbúnaðarráðherra og sérstakur sjávarútvegsráðherra.
uppfært kl. 16.13. Heyri að þótt stólafjöldinn verði sá sami kunni e.t.v. að verða einhver breyting, t.d. eru iðnðaar- og viðskiptaráðuneyti tvö ráðuneyti þótt sami ráðherrann hafi verið yfir þeim í síðustu ríkisstjórnum.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2007 | 10:46
Báðir flokkar undirbúa fundi í kvöld
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 23:38
Nú og þá
"Nú er tækifæri til að binda endi á einokun hægri manna á lyklavöldunum að stjórnarráði Íslands og ljúka því tímabili að allar kosningar snúist um það hvern Sjálfstæðisflokknum þóknist að taka með sér inn í hlýju valdins," skrifaði Björgvin G. Sigurðsson, ráðherraefni í væntanlegri ríkisstjórn, í vetur er leið. Björgvin hefur verið manna áhugasamastur um að Samfylkingin verði mótvægi í íslenskum stjórnmálum við Sjálfstæðisflokkinn. Björgvin sagði:
Án sterkar Samfylkingar er ekkert mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn í póltíkinni. Þá deilir þessi hægri sinnaðasti íhaldsflokkur í Evrópu áfram og drottnar einsog hann hefur gert síðastliðin sextíu ár. Þá hófst stórverldistími hans með síendurteknum klofningi jafnaðar- og vinstri manna. Nú er mál að linni.
Síðan þetta:
Fái Samfylkingin góða kosningu verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi. Það verður merkur áfangi í baráttu kvenfrelsissinna og jafnaðarmanna fyrir raunverulegu jafnrétti karla og kvenna.[,,,] Það verður að grípa til róttækari aðgerða en gert hefur verið til að ná árangri og raunverulegu jafnrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún í embætti forsætisráðherra myndi skipta þar gífurlegu máli. Því verða konur og jafnréttissinnar af báðum kynjum að standa þétt að baki framboðum Samfylkingarinnar um land allt.
Lesist í heild hér.
21.5.2007 | 20:19
Þættinum hefur borist bréf
Kæri Hinrik, útgerðarmaður á Flateyri,
Það er erfitt að hlusta á þær fréttir sem berast nú af Flateyri. 120 manns sem missa vinnuna og byggðarlagið í áfalli og gríðarlegir erfiðleikar framundan. Fasteignir nánast verðlausar og litla sem enga atvinnu að fá þarna.
Nú kann þessi tillaga mín að virðast algerlega óviðeigandi , en í ljósi þess að skv. fréttum er verðmæti gjafakvótans sem Kambur á - og er að selja þessa dagana, um 7 Þúsund milljóna króna virði þá er spurning hvort Kambur gæti kannskti styrkt hvern starfsmann hjá sér um segjum 10 milljónir ?
Eftir stæðu 5.800 milljónir sem ætti að duga vel til elliáranna - og ef þú vilt vera virkilega höfðingjalegur þá myndu t.d. 20 milljónir gera kraftaverk fyrir flesta starfsmennina en þá ættir þú ekki nema um 4.600 millljónir eftir.
Eins og ég segi að ofan, þá biðst ég afsökunar ef þessi tillaga er dónaleg eða óviðeigandi í þínum augum - en einhvern veginn finnst manni að hluti af þessum 7 þúsund milljóna gjafakvóta ætti að renna til starfsmanna sem nú sjá ekkert framundan nema hrun og erfiðleika.
En kannski er það algerlega óviðeigandi og fáranleg tilhugsun og gjafakvótinn sé séreign útgerðarmanna - hvað veit ég, borgarbarnið sem aldrei hefur migið í saltan sjó?
Þú kannski lætur mig vita?Bestu kveðjur,
Jón Sigurðsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.5.2007 | 20:18
Ótrúlegt en satt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 10:36
Frankenstein á sterum
Það var athyglisvert að hlusta á fréttaskýringuna sem María Sigrún Hilmarsdóttir var með í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi um afstöðu manna í Sjálfstæðisflokknum til myndunar ríkisstjórnar með Samfylkingunni. Upplegg Maríu Sigrúnar var Reykjavíkurbréfið þar sem fram kom það sem sérfræðingar kalla vænisjúkar haldvillur um að í framtíðinni kunni Ingibjörg Sólrún að kasta nýja samstarfsflokknum á dyr til þess að fá sjálf að verða forsætisráðherra fyrst kvenna.
Það er ljóst að María Sigrún hefur góð tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn. Henni hefur gengið afar vel að fá áhrifamenn í þeim flokki til að tjá sig af hjartans einlægni og án þess að koma fram undir nafni. Vitaskuld eru margir þeirra ánægðir með stjórnarsamstarfið en öðrum er hreint ekki hlátur í huga. Tvö eftirminnileg atriði í nánast orðréttri endurritun þess sem fram kom í frétt Ríkissjónvarpsins í gær um hug ónefndra áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna:
Aðrir tóku undir með Reykjavíkurbréfi og að með samstarfinu væru sjálfstæðismenn búnir að blása lífi í Frankenstein, ekki nóg með það því þeir hafi einnig gefið honum stera.
Ýmsir sjálfstæðismenn taki undir það þegar framsóknarmenn tali um Baugsstjórnina og bendi á að forysta Baugs hafi lagt áherslu á tvennt: að Jón H. B. Snorrason verði ekki ríkissaksóknari og að Björn Bjarnason verði ekki ráðherra. Hið fyrra hafi þegar gengið eftir og nú spyrji margir hvort Björn Bjarnason sé á ráðherralista Geirs H. Haarde.
Segir Ríkissjónvarpið. Það stefnir greinilega í athyglisverðan fund í flokksstjórn eða miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þegar nýi stjórnarsáttmálinn verður samþykktur. Væri ekki tilvalið að halda þann fund í Borgarnesi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2007 | 10:13
Hversu nýleg?
Þessi frétt var á Stöð 2 í gær: "Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi.
Í könnun sem gerð var í desember sl. mældist stuðningur við álvershugmyndir á Bakka 58,2% á Norðausturlandi. Á Húsavík mælist stuðningurinn í nýju könnuninni 83% en var tæp 76% í desemberkönnuninni."
Þarna kom einnig fram að fleiri eru nú jákvæðir gagnvart álversframkvæmdum á Reyðarfirði en í desember. En það var aðallega orðið nýleg sem ég staldraði við. Ekki kemur fram hvenær könnunin var gerð né fyrir hvern. Það er frekar óvenjulegt. Ég held ég gefi mér bara að hún hafi verið gerð í aðdraganda kosninganna og að ekki hafi verið ákveðið að spila niðurstöðunum út strax af pólitískum ástæðum.
20.5.2007 | 14:54
Hvað ætli Helle og Mona segi?
Ég var að velta því fyrir mér hvað þær Mona og Helle, norrænu jafnaðarmannaleiðtogarnir sem heimsóttu landsfund Samfylkingarinnar, muni segja þegar þær fá af því fréttir að Ingibjörg Sólrún, stallsystur þeirra hér á sögueyjunni, sé að mynda ríkisstjórn með hægriflokknum hér. Það mundu jafnaðarmannaleiðtogar á Norðurlöndum seint íhuga af alvöru.
Magnús Stefánsson er með skyldar pælingar í pistli sem má lesa hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 537226
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar