Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.5.2007 | 14:47
Skemmtileg tilviljun
Það er skemmtileg tilviljun að frétt í hádegisfréttum RÚV , sem fjallaði um að skort á aðgerðum til að framkvæma aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi, var unnin af fréttamanni sem heitir Guðrún Frímannsdóttir, Hún er einmitt alnafna konunnar sem var verkefnisstjóri í félagsmálaráðuneytinu við gerð áætlunarinnar. Ég gef mér að þetta sé ekki sama konan, fréttastofa RÚV mundi aldrei setja fréttamenn sína í þá aðstöðu að fjalla í fréttum um mál sem þeir eru svona nátengdir. En skemmtileg tilviljun, eða hvað, þetta er nú ekki svo algengt nafn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2007 | 16:52
Nú vill Einar Oddur ESB, þegar kosningarnar eru búnar
Gríðarlega alvarleg staða sem komin er upp á Flateyri leggi Kambur þar niður starfsemi. Einar Oddur Kristjánsson, sem náði endurkjöri á laugardaginn, Flateyringur segir í samtali við BB í dag: Það eru margir sem segja að við getum ekki búað við íslensku krónuna mikið lengur og verðum að taka upp aðra mynt og eru þá að segja að verðum að ganga í ESB. Ef við finnum engin önnur ráð en þau sem við beitum núna verðum við að íhuga ESB aðild.
Þetta sagði Einar Oddur ekki fyrir kosningar frekar en aðrir sjálfstæðismenn, þeir gagnrýndu þvert á móti framsóknarmenn og Valgerði Sverrisdóttur fyrir að tala á þessum nótum.
![]() |
Minn tími í sjávarútvegi er liðinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2007 | 11:13
Pólitísk sifjafræði
Áhrifamikið fólk í Samfylkingunni hefur lengi verið áhugasamt um að koma á samstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. Hópur þessi, sem stundum kallar sig nútímalega jafnaðarmenn, hefur ekki séð Samfylkinguna fyrir sér sem sameiningar- og forystuafl á vinstri vængnum heldur fremur sem miðjuflokk, einhvers konar framsókn með rætur í póstnúmeri 101.
Meðal þessara aðila eru nánir samstarfsmenn Ingibjargar Sólrúnar eins og Margrét S. Björnsdóttir, sem er að sönnu enginn fótgönguliði í Samfylkingunni, heldur fremur sjóliðsforingi. Eftirfarandi grein, sem ég rifja upp samkvæmt pöntun, fékk Margrét birta á miðopnu Moggans þann 15. júlí sl. Erindið var að hvetja Samfylkingarfólk til að stefna að því stjórnarsamstarfi sem nú er í burðarliðnum. Greinin er afar löng og birt með viðhöfn á miðopnu Moggans. Henni lýkur með þessum orðum:
Þessi grein er rituð og birt hér til þess að samfylkingarfólk um allt land velti þeim kosti fyrir sér að vinna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, en mörg okkar hafa tilhneigingu til að líta fremur á dekkri hliðar hans en styrkleika. Dekkri hliðar sem í stjórnmálum samtímans birtast í auknum ójöfnuði, í pólitískri fyrirgreiðslu við einkavæðingu hlutar Landsbankans í VÍS og síðan helmingaskiptakerfi við sölu Landsbanka og Búnaðarbanka, birtist í pólitískum stöðuveitingum m.a. í Seðlabanka, lögreglu- og dómskerfi, Ríkisútvarpinu og utanríkisþjónustu og ótrúlegri bíræfni í eftirlaunamálum ráðherra, skeytingarleysi í aðbúnaði aldraðra, svo helstu mál séu nefnd. Þessi atriði mega þó ekki verða til þess að viðurkenna ekki aðra styrkleika Sjálfstæðisflokksins.
Forystuskipti hafa orðið í Sjálfstæðisflokknum og víst er að þar fara fyrir einstaklingar, sem vel má vinna með náist góð samstaða um fyrrgreind stefnumál. Og mér sýnist við yfirferð þeirra, að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eigi þar býsna margt sameiginlegt.
Samfylkingin hefur á að skipa hæfileikaríkum þingmönnum og öflugum formanni. Það er aðalsmerki góðra stjórnenda og forystumanna að velja sér til samstarfs sterka aðila, hafa styrk til að standast þeim snúning og laða fram það besta í fari þeirra. Neikvæð reynsla Alþýðuflokks og Framsóknarflokks af tveggja flokka samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, kann að vera til marks um innri veikleika þeirra sjálfra, sem Sjálfstæðisflokknum verður varla kennt um.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2007 | 23:24
Var pólitísk trúlofun í janúar?
Það er margt úrvalsfólk í þingflokkum þeirra flokka sem nú sitja við að mynda nýja ríkisstjórn. Ekki spurning, ágætt mannval er í herbúðum beggja og ekki þarf að efast um einlægan vilja alls þess fólks til að verða landi sínu og þjóð að því gagni sem best það má. Einn þeirra ungu efnilegu manna sem nú á möguleika á ráðherrastóli heitir Björgvin G. Sigurðsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Á liðnum vetri skrifaði Björgvin nokkra athyglisverða pistla á heimasíðu sína sem langminnugir menn hafa rifjað upp fyrir mér. Einkum er þessi pistill frá 15. janúar sl athyglisverð lesning í dag. Hann var skráður í framhaldi af því að Morgunblaðið flutti fréttir af því að þingmenn úr Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki væru að hittast og leggja á ráðin um stjórnarsamstarf að loknum kosningum. Björgvin þótti vont að vera brigslað um þetta enda brann honum í brjósti sannfæring um að Samfylkingin ætti að vera mótvægi og valkostur við Sjálfstæðisflokkinn í íslenskum stjórnmálum en alls ekki þátttakandi í pólitískri fegurðarsamkeppni um hylli Sjálfstæðisflokksins. Þarna talaði sko ekki maður sem var á leið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Björgvin sakaði Moggann um að fara með kjaftasögur. Hann sagði:
Það var ansi skrítið að lesa um það í Mogganum í gær að einhverjir ónafngreindir þingmenn Samfylkingarinnar sitji nú í samtölum með forystumönnum úr Sjálfstæðisflokki um nýja ríkisstjórn þessara tveggja flokka.
Allir tuttugu liggja nú undir ámæli Mogga. Svo hugguleg sem svona vinnubrögð eru hjá blaði allra landsmanna. Kannski að Moggi greini nánar frá þessu þannig að þetta liggi ekki eftir sem hrein kjaftasaga án nokkurrar stoðar í veruleikanum.
Gott og vel. Ekkert að því að menn spjalli saman og hver hefur sína skoðun á samsetningu nýrrar ríkisstjórnar. En er það nú við hæfi að sjálft Morgunblaðið slengi í súper leiðara hverrar viku, Reykjavíkurbréfinu, fram frásögnum í formi kjaftasagna um jafn alvarlega hluti og þessa?
Hvað meinar Mogginn, í hvað er hann að vitna?
Það sem liggur að baki er augljóst: Örvænting sjálfstæðismanna um að nú sé flokkurinn á leið í langvarandi stjórnarandstöðu. Samstilling stjórnarandstöðunnar um að hún muni freista þess að ná saman um nýja ríkisstjórn að loknum kosningum veldur þessu augljóslega.
Auk hræðslu Geirs Haarde við að brjóta sér leið út úr þeirri dæmalausu þöggun sem Davíð Oddsson kom á um Evrópumálin innan flokksins. Samfylking og Framsókn eru á góðri siglingu í rétta átt í Evrópumálum og meira að segja Vg er hætt að útiloka aðild.
Íhaldið er að daga uppi sem nátttröll í Evrópumálum og það blasir við að það mun kosta flokkinn í næstu kosningum ranki hann ekki við sér. Geir þorir ekki að stökkva yfir skuggann sinn og taka ráðin í sínar hendur.
Ríkisstjórnin mun að öllum líkindum falla. Þá eru góð ráð dýr og flestu kostað til að halda íhaldinu innan stjórnar.
Látið er að því liggja að allir þræðir séu í hendi Sjálfstæðisflokks. Úllen dúllen doff. Hver fær að koma með í nýja ríkisstjórn; Vg eða Samfylking. Búið er að blóðnýta Framsókn.
Nú þarf nýjan partner.
Auðvitað er ekki einboðið að stjórnarandstaðan nái saman. En eftir stendur tækifærið til að mynda nýja ríkisstjórn jafnaðarmanna undir forystu Samfylkingarinnar. Hvernig sem okkur farnast við að nýta það.
Þetta veit Moggi. Það meinar hann og veit. Því er byrjað að skjóta upp flugeldum tortryggninnar. Riðla samstöðu stjórnarandstöðunnar. Sem er merkileg og hefur verið meiri og raunverulegri í þinginu en margir áttu von á.
Spennan vex í takt við örvæntinguna íhaldsmanna.
Í leiðara sínum í dag virðist Mogginn með böggum hildar yfir því að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé í burðarliðnum. Menn hafa spurt hvort það sé rétt skilið að leiðarahöfundur blaðsins eigi nú þá von helsta að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti taki í taumana og komi í veg fyrir stjórnarmyndun. Það er nú ansi langsótt von. En hitt getur Mogginn gert og það er að segja nú frá því hverjir það voru úr þingliði beggja sem settust niður um miðjan janúar og lögðu drög að því samstarfi sem nú er verið að innsiglað. Og hvað segir Björgvin í dag? Mun hann treysta sér til að halda því fram aftur að hið raunverulega erindi Samfylkingarinnar í íslensk stjórnmál sé að mynda mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.5.2007 | 11:21
Kapall í gangi
Líklega kemur fátt í veg fyrir að Baugsstjórnin nái í mark og verði mynduð innan tíðar. Það má samt enn vona að Ingibjörg Sólrún gangi að gylliboðunum um forsætisráðherrastólinn sem nú rignir yfir hana. Guðni og Steingrímur J. buðu þetta báðir í Kastljósi í gær og Árni Þór undirstrikar þetta á blogginu sínu í dag og Jón Sigurðsson í nýrri grein á framsokn.is. Það er nú ansi seint fram komið verður maður að segja og ekki laust við að maður hristi hausinn yfir því að VG hafi þurft allan þennan tíma. Ólafur Teitur segir í Viðskiptablaðinu í dag að það sé óskiljanlegt öðrum en greindustu mönnum af hverju vinstri stjórn var ekki mynduð strax á sunnudag og bið ég spenntur eftir því að greindustu menn komi fram með skýringuna.
Það er ekki spurning að þetta er óskastjórn Baugs og sennilega líka annarra auðhringa í landinu, líka álitsgjafanna. Það verður athyglisvert að fylgjast með hvaða ráðherraliði Sjálfstæðisflokkurinn stillir upp. Geir, Þorgerður og Guðlaugur Þór eru sjálfgefin, líka Árni Mathiesen en svo vandast málið fyrir Geir þegar kemur að þeim fimmta og sjötta. Menn minnast hinna hörðu átaka sem urðu um uppstillingu í Norðvesturkjördæmi. Sturla stimplaði sig þar inn sem andstæðing Geirs og þeirra sem nú eru við völd í Sjálfstæðisflokknum. Verður honum skákað út? Einar Kr. stendur sterkur og er líklegastur í 5. ráðherrastólinn. Takist að losa um Sturlu og koma honum fljótlega af þingi sest þangað í hans stað Herdís Þórðardóttir, mágkona Geirs H. Haarde. Mest er spennan í kringum Björn Bjarnason og hvort hann fær sjötta ráðherrastólinn. Í mínum huga geta sjálfstæðismenn ekki verið þekktir fyrir að fórna Birni, með því innsigla þeir Baugsstimpilinn á þessa ríkisstjórn. Ég hef gagnrýnt Björn og hann virðist ekki geta farið í viðtöl án þess að hafa þennan bloggara á hornum sér, síðast í Viðskiptablaðinu í dag, en ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur Jóhannes í Bónus fella Björn úr sínu liði verður sú skömm lengi uppi.
Hvað varðar Samfylkinguna er m.a. spennandi að sjá hvort varaformaðurinn Ágúst Ólafur hefur þá vigt sem þarf innanflokks til að verða ráðherra. Ingibjörg Sólrún hefur líka talað um að hún muni hafa jafnt kynjahlutfall í sínu ráðherraliði. Þá hljóta Jóhanna og Þórunn Sveinbjarnardóttir að vera efstar á blaði. Og hvor stendur sterkar innan þingflokksins Kristján L. Möller eða framtíðarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson? Þetta kemur allt í ljós.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.5.2007 | 11:19
Baugsstjórn nefnd og bónorð fram borið
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að Baugsstjórn sé hún og Baugsstjórn muni hún heita. Býður svo Ingibjörgu Sólrúnu forsætisráðuneyti. Nýr pistill eftir formanninn á framsokn.is. Þar segir:
Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum skiptu sér í nokkra hópa eftir kosningarnar. Einhverjir fóru að tala við Samfylkingarmenn og einhverjir aðrir við Vinstrigræna, meðan flokksformaðurinn sjálfur ræddi við flokksformann Framsóknarflokksins. Ekki fer á milli mála að trúnaðarbrestur verður milli Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna vegna þess einkennilega vinnulags sem Sjálfstæðismenn hafa viðhaft þessa daga. Það er ekki aðeins tvöfeldni, heldur frekar margfeldni sem einkennir þetta.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar er óskabarn eigenda eins stærsta auðfélags landsins, svo sem berlega kom fram í sérblaði DV sem gefið var út í kosningavikunni Framsóknarflokknum til ófrægingar. Ef þessi nýja ríkisstjórn kemst á koppinn verður hún trúlega kennd við foreldri sitt og nefnd Baugsstjórnin. [...]Nú er ljóst að eiginlegar og formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru framundan. Rétt er að það komi skýrlega fram af hálfu Framsóknarflokksins að það liggur fyrir að Framsóknarmenn hafa vel getað hugsað sér að benda á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að leiða viðræður við aðra núverandi stjórnarandstæðinga og Framsóknarmenn, ef slíkur stjórnarmyndunarkostur kemur yfirleitt til greina af hálfu Samfylkingarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 14:14
Hver á svartapétur?
Í hádegisviðtali Stöðvar 2 í gær kom algjörlega í ljós hver það er sem er ábyrgur fyrir því að ekkert er í spilunum sem gefur til kynna að hér verði mynduð þriggja flokka vinstri stjórn að þessu sinni. Steingrímur J. Sigfússon situr uppi með þann svartapétur.
VG sleit R-listasamstarfinu í borginni, tók þá ákvörðun að nota olíusamráðsmálið og þátt Þórólfs Árnasonar sem yfirvarp til þess. Planið var að komast í oddaaðstöðu og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar reyndi Árni Þór Sigurðsson að leggja grunn að slíku samstarfi í viðræðum við núverandi borgarstjóra. VG hefur í aðdraganda þessara þingkosninga og síðast en ekki síst með ótrúlegum yfirlýsingum allt frá því að kosningum lauk talað með þeim hætti að það er ljóst að eina stjórnarþátttakan sem VG hefur gefið kost er tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þetta finnst mér augljóst að flokkurinn hafi ákveðið fyrirfram í þessari stöðu. Steingrímur J er með framsókn á heilanum, talar um helför flokksins og stóriðjustefnu Framsóknarflokksins án þess að leiða einu sinni hugann að því hver afstaða Sjálfstæðisflokksins er til stóriðju.
Guðmundur Steingrímsson skrifar innblásið ákall um myndun R-listastjórnar á bloggið sitt en segist svo farinn upp í sveit þannig að líklega er hann ekki vongóður um að uppskera árangur erfiðis síns. Mér segir svo hugur að það sé rétt mat. Vonbrigði yngra fólks í Samfylkingunni eru mikil og raunveruleg, þau vildu festa flokkinn í sessi sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Á Mannlífsvefinn er kominn moli með þeim skilaboðum að Össur sé ekki maðurinn sem er að koma á samstarfi Samfylkingar við Sjálfstæðisflokk og að það sé heiðurskvennasamkomulag (ISG og ÞGK?) um að Samfylkingin muni til þrautar reyna að ná saman við Sjálfstæðisflokk áður en aðrir möguleikar verði skoðaðir.
Þannig að þetta eru nú ávextirnir á trénu hans Steingríms J. Sigfússonar, eins og mál líta út nú. Verði niðurstaðan sú að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking nái saman, verður hans minnst sem guðföður þeirrar stjórnar. Höfuðandstæðingur VG er hitt félagshyggjufólkið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2007 | 10:26
Bloggrúntur
Í gærkvöldi kom fram í Íslandi í dag að heimildir séu fyrir því að einhvers konar viðræður milli VG og Sjálfstæðisflokks séu í gangi. Í tilefni af því tók ég smá bloggrúnt og fann þetta:
Paul Nikolov, nýr varaþingmaður VG, segir: Þjóðin er búin að tjá sig um málinu - tveir flokkanir sem hún hefur sýnt það mesta uppsveiflan í stuðning eru Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri-Grænn. Enginn hefur bætt við sig eins mikið og VG. Hinir hafði annaðhvort missti smá stuðning (Samfylking) hélt sitt stuðning (Frjálslyndir) eða misst næstum því helmingur stuðningsmanna og hefur aldrei fékk eins minnsta stuðning í síðasta 90 ára og hann á í dag (Framsókn). Það væri skynsamlegt ef ríkistjórnin myndi endurspegla rödd landsins með þessi staðreyndum í huga.
Anna Ólafsdóttir Björnsson var einu sinni á þingi fyrir Kvennalistann en er nú í VG. Hún segir þetta: "Nú er sú staða komin upp að ef Vinstri græn fara í ríkisstjórn (og þar sé ég eins og sakir standa ekki annan kost en DV stjórnina og hef fært fyrir því rök) þá væri hreyfingin í allt annarri aðstöðu en Kvennalistinn var á sínum tíma. Helsti munurinn, og sá sem mestu máli skiptir, er að VG færi í stjórn á þeim forsendum að geta haft veruleg áhrif í stjórnarsamstarfi." Áður var hún búin að skipta ráðuneytum milli VG og Sjálfstæðisflokksins í þessum pistli hér.
Jenný er virkur bloggari og í VG. Hún horfði á Ísland í dag í gærkvöldi og veltir fréttunum fyrir sér. Segir þetta um könnun Fréttablaðsins í dag: "14% vilja VG og íhaldið. Ég er ein af þeim. Úr því að draumar um vinstri stjórn virðast brostnir þá sýnist mér þetta ágætur kostur."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2007 | 10:25
Krísa?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2007 | 10:41
Séð og heyrt
Einar Sveinbjörnsson skrifar grein í Moggann í dag og segir:
Kosningaúrslitin hvað varðar Framsóknarflokkinn eru skýr. Hann missir 5 af 12 þingmönnum sínum og nærfellt annað hvert atkvæði tapast í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi. [...] Allar hugmyndir þess efnis að Framsóknarflokkurinn haldi áfram ríkisstjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokknum við þessi skilyrði eru fráleitar. Að sama skapi er tal um annars konar stjórnarþátttöku út í hött. Allra síst á Framsóknarflokkurinn að leiða VG til valda, þann flokk sem með ófyrirleitni og á stundum hreinum níðingsskap hefur hamast á Framsóknarflokknum um langa hríð. Forysta flokksins verður að skilja skilaboð kjósenda og Framsóknarflokkurinn með lægsta fylgi í sinni 90 ára sögu getur fátt annað gert en að sleikja sárin í stjórnarandstöðu. Hann taki sér nú góðan tíma til að skipuleggja
pólitíska viðspyrnu og endurmeti stefnu sína og starfshætti. Þannig hefji menn nýja sókn til fyrri stöðu flokksins þar sem stefnan verði sett á 20% fylgi í næstu kosningum. Í mínum huga væri framhald núverandi stjórnarsamstarfs vanhugsað feigðarflan fyrir Framsóknarflokkinn. Það fer ekkert á milli mála að fjölmargir framsóknamenn úr grasrótinni eru á þessari sömu skoðun.
Auðbjörg Ólafsdóttir, skrifar í Viðskiptablaðið og segir:
Flest framsóknarfólk er nú sammála um að nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að taka ekki þátt í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Ljóst er að ef forysta flokksins hlustar ekki á grasrótina og heldur áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn mun flokkurinn sennilega þurrkast út á næsta kjörtímabili.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 537232
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar