Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
15.3.2007 | 14:52
Brynjólfur og Orri að hætta hjá Símanum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2007 | 20:32
Steingrímur J. flutti áramótaávarp forsætisráðherra í kvöld
Ég var að horfa á Steingrím Jóhann Sigfússon máta sig við færsætisráðherrahlutverkið í fyrsta skipti á almannafæri. Það var í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann kom með skrifaðan heimastíl í fyrsta skipti árum saman við þetta tækifæri, fór með ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, talaði landsföðurlega um gæfusama þjóð, sem kveður veturinn og gengur saman út í vorið. Þetta var einhvers konar áramótaávarp forsætisráðherra, gjörólíkt öllu því sem ég hef áður séð til Steingríms í ræðustól Alþingis.
Það liggur fyrir að ég er ekki helsti aðdáandi Steingríms en mér fannst hann ekki ná sér á strik í ábyrga landsföðurhlutverkinu. Hingað til hefur Steingrímur J. verið pottþétt skemmtiatriði í eldhúsdagsumræðum, talað það sem andinn blés honum í brjóst þar og þá, fljúgandi mælskur, rauður af reiði.
Það var rétt svo að það glitti í þann kappa sem maður kannast við í nokkrar sekúndur eða kannski hálfa mínútu í kvöld þegar hann skammaðist rétt aðeins út í ríkisstjórnina fyrir Írak, málefni RÚV og svikna vegaáætlun, kveinkaði sér undan ósanngjarnri gagnrýni og talaði um spunameistara.
Þá sleppti hönd hans aðeins taki á pontunni og hóf vísifingurinn reiðilega á loft. En það var bara í andartak, svo var eins og það rifjaðist upp fyrir Steingrími að hann var þarna kominn til að sýna þjóðinni hvernig hann tæki sig út sem forsætisráðherra. Höndin seig, greip um pontuna og Steingrímur J. Sigfússon fór að tala um gæfusama þjóð, veturinn og vorið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.3.2007 | 12:03
Athyglisvert
Samtök herstöðvarandstæðinga (VG ) gengust í gær fyrir kvikmyndasýningu þar sem tekjur af veitingasölu runnu í sjóð fyrir lögfræðikostnaði "anarkista sem mótmælt hafa lokum Ungdomshuset í Kaupmannahöfn." Skyldu hafa safnast háar fjárhæðir?
ps. 17.3. Mér er bent á í kommenti í nafni sanngirni og nákvæmni að þau heita Samtök hernaðarandstæðinga og eru ekki deild í VG þótt mikil skörun sé milli félagaskráa safnaðanna tveggja. Það voru félagar í Anarkistabókasafninu Andspyrnu sem seldu hernaðarandstæðingum matinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2007 kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.3.2007 | 21:01
Skýrsla Evrópunefndar: VG vill bakka út úr EES
Eins og fram hefur komið hér áður skiluðu fulltrúar sjálfstæðismanna og VG sameiginlegri bókun í Evrópunefnd undir stjórn Björns Bjarnasonar. En að auki gera fulltrúar flokkanna tveggja sérbókun, hvor fyrir sig.
Sérálit Ragnars Arnalds og Katrínar Jakobsdóttur felur í sér grímulausa einangrunarhyggju þar sem kemur fram sú stefnumörkun að það geti þjónað hagsmunum Íslands til framtíðar að þróa samstarf við Evrópu í átt frá EES-samningum og að einfaldara tvíhliða samstarfi.
Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar -græns framboðs leggja áherslu á að hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja séu í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans en miðstýring og skrifræði samfara skorti á lýðræði einkenni stofnanir þess um of. Þótt EES-samningurinn sé langt í frá gallalaus og byggist um of á forræði ESB teljum við reginmun á því fyrir Íslendinga að byggja samskipti sín við ESB á EES-samningnum fremur en með inngöngu í Evrópusambandið með þeim stórfelldu ókostum sem ESB-aðild fylgja eins og fyrr er rakið. Á komandi árum gæti það þjónað hagsmunum Íslands betur en ESB-aðild að þróa EES samninginn í átt til einfaldari tvíhliða ramma um viðskipti og samvinnu.
Skýrslan er stórmerkileg lesning og greinilegt að vandað hefur verið vel til starfsins og miklar upplýsingar dregnar saman.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.3.2007 | 14:00
Nyhedsavisen lokar vegna sumarleyfa
Nyhedsavisen, danski Baugsmiðillinn, mun loka vegna sumarleyfa og ekki koma út í 2-5 vikur meðan sumarleyfi standa sem hæst í Danmörku. Ég hélt að sumarlokanir fjölmiðla heyrðu sögunni til eftir að Ríkissjónvarpið hætti að taka sér frí í júlímánuði. Nú ætlar þessi íslenski útrásarmiðill að endurvekja þjóðlegar hefðir og flytja út íslenskt sumarleyfi á danskan fjölmiðlamarkað.
Svenn Dam, forstjóri Nyhedsavisen, staðfestir sumarlokun í samtali við viðskiptaritstjórn Berlingske en segir lengd tímabilsins ekki fastákveðna: "Det kan være alt fra to til fem uger. Men vi neddrosler nok på en eller anden måde. Det kunne også være, at vi vælger at forsætte i enkelte områder, hvor kunderne efterspørger annoncerne mere end andre steder," segir Svenn Dam.
Fram kemur að fríblaðið 24timer muni einnig loka vegna sumarfría og að hjá fríblaðinu Dato séu menn einnig að íhuga þetta. Spurningin er auðvitað hvort menn komi til baka úr sumarfríinu, það er ljóst að tapið á Nyhedsavisen og öllum dönsku fríblöðunum er langt umfram það sem menn áætluðu og áætlanir Nyhedsavisen um lesendafjölda hafa ekki gengið eftir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.3.2007 kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.3.2007 | 11:12
Samfylkingin á staðfastri leið fram af bjargbrúninni
Brjóstumkennanleg aðstaða Samfylkingarinnar í pólitíkinni um þessar mundir kom vel í ljós við umræður um störf þingsins í upphafi þingfundar í dag. Þar var Steingrímur J. Sigfússon krafinn svara um þau sinnaskipti sem komið hafa fram í málflutningi hans um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Guðjón Ólafur Jónsson rifjaði upp að í nóvember 2005 hefði Steingrímur verið krafinn svara um hvort hann væri yfirleitt meðmæltur einhverju máli eða hvort hann væri á móti öllu Hann kom upp í ræðustól þingsins og nefndi að hann væri t.d. á því að virkjanir í neðri hluta Þjórsár væru ágætur kostur. Það stóð stutt og var sennilega einhvers konar misskilningur því nú er Steingrímur á móti því máli eins og öðrum. Hann hefur einfaldan smekk: hann er á móti. Vísbendingar sem komið hafa fram um annað ber að hafa að engu.
En í þessari hálftíma umræðu hafði Samfylkingin aðeins eitt fram að færa, Mörður Árnason kvaddi sér hljóðs til þess að bera blak af Steingrími og VG, flokknum sem er búinn að koma Samfylkingunni ofan í léttvínsfylgi. (Í þessu samhengi má vitaskuld rifja upp að Mörður sjálfur hefur áður talað um virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem vænlegan virkjanakost þótt hann kannist ekki við það lengur.)
Aðstaða Samfylkingarinnar er brjóstumkennanleg af því að óttinn við glundroðakenninguna um innbyrðis sundirlyndi vinstri flokkanna leiðir til þess að talsmenn hennar á þingi þora ekki að deila á Steingrím J. Sigfússon eða Vinstri græn. Á sama tíma sýna skoðanakannanir að VG stækkar á kostnað Samfylkingarinnar og að óbreyttu er augljóst að Steingrímur verður forsætisráðherra fari svo ólíklega að stjórnarandstaðan nái þingmeirihluta í komandi kosningum og málefnalegri samstöðu um ríkisstjórnarsamstarf í framhaldi af því. Jafnframt er ýmislegt í hinum pólitísku spilum sem bendir til þess að mikil pólitísk samstaða sé nú orðin milli Sjálfstæðisflokksins og VG í ýmsum málum og að líklegast sé að næsta ríkisstjórn verði mynduð af VG og Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingarinnar bíði enn eitt kjörtímabil í stjórnarandstöðu.
En Samfylkingunni eru allar bjargir bannaðar, henni er um megn að skipta um kúrs frá því sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins af Össuri Skarphéðinssyni og Birgi Hermannssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni hans. Samfylkingin kann ekki annað en að skammast út í Framsóknarflokkinn jafnvel þótt augljóst sé að sú aðferðafræði ýti undir vöxt og viðgang öfgaflokka og bitni ekki síst á Samfylkingunni sjálfri.
ps. mér hefur verið bent á það af miklum vínsérfræðingi að það er rangt að Samfylkingin sé komin ofan í léttvínsfylgi, hún stefnir þangað hraðbyri en hangir enn í sérrí- eða púrtvínsfylgi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.3.2007 | 10:55
Framsóknarrútan
Heiða telur að Ingibjörg Sólrún sakni Davíðs og segir: Þegar skoðaðar eru fylgistölur Samfylkingarinnar eru bein tengsl á milli þess tíma sem liðinn er frá því að Davíð hætti í ríkisstjórn og minnkandi fylgi Samfylkingar. Í raun og sanni var pólitísk staða Ingibjargar aldrei sterkari en þegar Davíð var í forsætisráðuneytinu.
Hallur Magnússon er byrjaður að blogga og segir um stjórnarskrármálið: Það kann að vera að lögfræðilegt álitamál hvort hugtakið sameign þjóðarinnar eitt og sér hafi beint lögfræðilegt gildi. Það skiptir bara engu máli. Hugtakið sameign þjóðarinnar hefur ótvírætt gildi sem pólitísk yfirlýsing sem alþjóð skilur og sem slíkt mun ákvæði um sameign íslensku þjóðarinnar á auðlindum Íslands hafa bein áhrif á lagasetningu eftir að það tekur gildi í stjórnarskrá.
Ragnar Bjarnason segir um sama mál í tilefni af könnun Fréttablaðsins: Af þessari skoðanakönnun er ljóst að mikill meirihluti fólksins í landinu er hlynntur því að ákvæðið fari inn í stjórnarskrá þó svo að menn telji að ekki sé tími til þess nú. Þannig er nú málum farið að ef ekki verður af þessu nú tefst gildistakan um ein fjögur ár og ég held að það sé ekki rétt að láta það gerast heldur eigi að ganga frá þessu nú. Stjórnarandstaðan bauð lengra þinghald til að koma þessu í gegn um þingið og þá er um að gera að nýta það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.3.2007 | 21:25
Meira eggjahljóð: Vildu flytja Evrópumál undir forsætisráðuneyti
Lengi vel virtist stefna í að í skýrslu Evrópunefndar Björns Bjarnasonar yrði gerð tillaga um að taka Evrópumál undan forræði utanríkisráðuneytisins og hinnar Evrópusinnuðu utanríkisþjónustu og fela sérstakri Evrópuskrifstofu í forsætisráðuneytinu að annast samskipti Íslands við Evrópusambandið.
Heimildir mínar herma að á fundum nefndarinnar um síðustu helgi hafi þessi róttæka hugmynd hins vegar slegin út af borðinu, þrátt fyrir að hún ætti talsverðan hljómgrunn í nefndinni meðal fulltrúa VG og Sjálfstæðisflokksins, sem fundu þarna pólitískan samhljóm, eins og í þessu máli og þessu hér.
12.3.2007 | 15:39
Glundroðakenningin lifir en það er eggjahljóð í VG og xD
Glundroðakenningin um það að vinstri flokkarnir á Íslandi geti ekki stjórnað landinu vegna innbyrðis sundurlyndis lifir góðu lífi. Það kom vel fram í Silfri Egils í gær þar sem Ögmundur Jónasson og Árni Páll Árnason, þingmannsefni Samfylkingarinnar, rifust eins og hundur og köttur. Hafliði Jónsteinsson frá Húsavík benti á þann glundroða sem hlyti að ríkja þegar VG og Samfylkingin reyndu að ná málaefnalegri samstöðu.
Hins vegar var athyglisvert að það ríkti góður friður í umræðunum milli Illuga Gunnarssonar, sjálfstæðismanns, og Ögmundar Jónassonar, báðir voru hins vegar að etja kappi við Árna Pál. Með hverjum deginum sem líður finnst manni trúlegri sú kenning að VG og Sjálfstæðsiflokkurinn hyggi á samstarf eftir kosningar, þeir eiga samleið í Evrópunefnd Björns Bjarnasonar, og eru sammála um þá reglugerð sem fjármálaráðherra setti til þess þess að torvelda bönkunum að gera upp í erlendum myntum.
Og mér finnst þessar spurningar nokkuð góðar hjá Marsibil.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.3.2007 | 15:18
Agureyri
Frá Akureyri að ég tel
er ekki margs að sakna
jú-þar er fagurt þangað til
þorpsbúarnir vakna
Þessa vísu orti Flosi Ólafsson þegar hann yfirgaf Akureyri eftir að hafa verið rekinn úr Menntaksólanum þar á miðjum námsferli, ef ég man rétt. Þetta er ómerkileg níðvísa, þótt hún sé snyrtilega ort. Akureyri er fínn bær og þorpsbúarnir algjörlega til fyrirmyndar. Ég átti ánægjulega helgi á Akureyri og ekki spillti fyrir að fjögur lið Þróttara komust á pall í Goðamóti Þórs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536849
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar