22.1.2007 | 16:01
Afleiðing skoðanakönnunar Fbl.
Það er ekki að efa að vonbrigði Samfylkingarinnar vegna skoðanakönnunar Fbl hafa valdið miklu um að ákveðið var að horfast í augu við að málþóf þeirra undir stjórn Marðar Árnasonar um RÚV hefði skaðað flokkinn en ekki unnið honum gagn.
Hin meginskýringin á falli Samfylkingarinnar í könnun Fbl er sennilega þau mistök sem Ingibjörg Sólrún gerði í viðtali við Moggann að gefa undir fótinn hugmyndum um tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að loknum kosningum.
Raunar hlýtur það að vera Samfylkingunni mikið umhugsunarefni hvílíkt skipbrot sú herfræði sem flokkurinn hefur fylgt allt þetta kjörtímabil er að bíða. Höfundar þeirrar herfræði er dr. Birgir Hermannsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, og að baki bjó hugmyndin um það að meginverkefni Samfylkingarinnar ætti að vera að einbeita sér að árásum og gagnrýni á Framsóknarflokkinn.
Þetta hefur Samfylkingin gert svikalaust á öllum vígstöðvum allt þetta kjörtímabil og ekki uppskorið annað en það að skaða málefnalega umræðu um pólitík í landinu og svo að efla Vinstri græna annars vegar og Sjálfstæðisflokkana tvo hins vegar. Ein athyglisverðasta niðurstaða könnunar Fbl er vitaskuld sú að nú virðist það raunhæfur möguleiki að hér verði hreinn meirihluti sjálfstæðismanna að loknum kosningum með tveggja flokka stjórn Sjálfstæðiflokksins og Frjálslyndra
Umfjöllun um RÚV-frumvarp lauk skyndilega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vinstri grænir hafa líka einbeitt sér að árásum á Framsókn og ekki er að sjá að það skaði þá neitt. Það er líka athyglisvert að Framsókn er að tapa stórt en Sjálfstæðisflokkur ekki.
Það mynstur sem hægt er að sjá er það að núna sé tími öfganna, það blæs ekki byrlega fyrir miðjuflokkum í augnablikinu.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.1.2007 kl. 20:27
En það virðist vera að virka því framsókn er nú minnsti flokkur landsins.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2007 kl. 22:04
nei magnús það er ekki hægt að segja að þetta sé að virka nema markmiðið með því hafi verið að efla vg og íhaldið, samfylkingin tapar því meira fylgi því lengur sem hún heldur sig við þetta.
Pétur Gunnarsson, 22.1.2007 kl. 22:20
Það eru margar kenningar á lofti um fylgisleysi Samfylkingarinnar. Mér sýnist að eftir því sem þær verða fleirri þeim mun vittlausari verðar þær.
Siggi (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 23:23
Mér finnast kenningar þínar um fylgishrun SF ekki trúverðugar nema þessi um daðrið við sjallana sem er þó alfarið uppdiktað og kokkað á Mogganum.
En svo er það Framsóknarhjartað þitt sem fær aðeins styrkingu með því að gera því skóna að SF fái flengingu fyrir að vera vond við Frammara. Ekki mjög líklegt og ekki heldur sú kenning að fylgisleysi Frammara sé SF að kenna. Ég held að Framsóknarflokkurinn hafi verið einfær um að grafa sína gröf einn og hjálparlaust
En um þessa grein þín má segja að "sælt er sameiginlegt skipbrot" þ.e. að þú ert sáttari við hrun hjá B af því að S hrundi líka.
Vidar Steinarsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 00:32
Athyglisverðar upplýsingar um að árásir Samfylkingar á Framsókn séu runnar undan rifjum Birgis Hermannssonar. Hef enga ástæðu til að draga þá frásögn PG í efa. Hins vegar er sárgrætilegt að framsóknarmenn hafi ekki bitið í skjaldarrendur og snúist til gagnsóknar, flokkurinn hefur góðan málstað að verja og ágæta kandidata til að taka þátt í umræðunni - menn sem gætu haft í fullu tré við þá agenta sem Samfylkingin teflir oftast fram.
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 08:00
Hmm stóra vonda Samfylkingin verður lítil af því hún er að ráðast á Framsóknarflokkinn sem verður þar af leiðandi lítill líka. Skrýtið...
IJ (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:57
Ég held að á meðan stefnumótunarvinna Samfylkingarinnar fer fram í beinni útsendingu á ljósvakamiðlunum þá eigi flokkurinn ekki séns.
Arnór Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.