hux

Getraun dagsins

Hvaða einkavinur George W. Bush bandaríkjaforseta sagði þessi eftirminnilegu orð:

[Hann] sagði m.a. að af 800 byggðarlögum í Írak væri friður í 795 byggðarlögum. "Það er óróleiki mikill í fjórum til fimm byggðarlögum," sagði hann. "Óttanum hefur verið bægt burtu úr þessum 795 byggðarlögum." Í þeim byggðarlögum, sagði hann, ætti fólk von, vegna þess að einum versta harðstjóra aldarinnar, Saddam Hussein, hefði nú verið bægt í burtu. "Þess vegna er þar áfram von. Þess vegna hljótum við að vera stolt yfir því að hafa haft atbeina að því að þessi þróun yrði."

Hver var hann sem fór svona huggulega með súrrealíska talpunkta Hvíta hússins um ástandið í Írak, hvar lét hann þessi ummæli falla og hvenær? Svör berist í athugasemdakerfið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta ekki Seðlabankastjóri Davíð Oddson í umræðum á Alþingi?

G. Vald (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Rétt var það, og það gerði hann í þessari ræðu hér.

Pétur Gunnarsson, 24.1.2007 kl. 12:27

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Athyglisvert Davíð Logi, DO segir þetta á Alþingi 4. október 2004 en Rumsfeld viðhefur þessi ummæli 8. nóvember 2004. 

Pétur Gunnarsson, 24.1.2007 kl. 13:40

5 identicon

Það var Davíð Oddsson sem viðhafði þessi ummæli. Utanríkisráðherra hans, og hans helsti ráðgjafi um málefni Íraks, var Halldór Ásgrímsson. Sá hafði í kringum sig hjörð hvíslara. Allir þessir menn eru horfnir af póstum sínum. Kannast víst fæstir við verk sín frá þessum tíma.

HJ (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 13:46

6 Smámynd: Davíð Logi Sigurðsson

Þeir gætu nú hafa verið komnir í umferð fyrr þó að Rumsfeld sjálfur notaði þá ekki fyrr en í nóvember, t.d. ef þeir voru búnir til í Hvíta húsinu (fremur en í Pentagon). Tímasetning ummæla DO finnst mér benda til að hann hafi raunverulega fengið þessa punkta að vestan.

Davíð Logi Sigurðsson, 24.1.2007 kl. 13:54

7 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Einmitt, gætu líka verið komnir frá einhverjum þankatanki á vegum Perle, Feith og félaga.

Pétur Gunnarsson, 24.1.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband