Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
9.3.2007 | 08:26
Persónur og leikendur
Umfjöllun Moggans og Fréttablaðsins um lyktir auðlindamálsins ber sterkan keim af því að ritstjórar beggja blaðanna hafa verið miklar aðalpersónur í pólitískum deilum um þetta mál hér á landi um langt skeið og fram á þennan dag og að þeir eru umfram allt áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum. Ólík nálgun þeirra á málið sýnir hve djúpt deilur sjálfstæðismanna um þetta mál rista og hafa lengi gert.
Auðvitað get ég ekki sagt að ég hafi orðið hissa að lesa þá fáránlegu framsetningu Moggans að þetta hafi snúist um einhverjar deilur innan Framsóknarflokksins og að Geir hafi lagt fram tillögu eftir tillögu þegar sleppt er að minnast á að allar voru þær tillögur viðbrögð við frumvarpi sem Jón Sigurðsson lagði upphaflega fram. Og nú er eins og ritstjóri Moggans kannist ekki lengur við leiðarann frá 20. janúar og Reykjavíkurbréfið frá 11. febrúar. Ég er að fara að keyra norður á Akureyri og á leiðinni ætla ég að velta því fyrir mér, einu sinni enn, af hverju ég er að borga eitthvað um 2.400 kr. á mánuði til að kosta kosningaáróður og spuna Sjálfstæðisflokksins.
Og Fréttablaðið gagnrýnir aðferðafræðina, rétt eins og ritstjóri þess blaðs hafði gert sem nefndarmaður í auðlindanefndinni. Enginn fréttapunktur um að áratugadeilumál sé til lykta leitt. Ekki heldur um að formenn stjórnarflokkanna leggi fram þingmannafrumvarp, sem hefur varla gerst síðan Ólafslögin voru sett, að ég held, og svo mætti áfram telja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.3.2007 | 21:33
Til hamingju Moggi
Það er ástæða til að fagna þeirri niðurstöðu sem er fengin um í stjórnarskrána ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum og ekki aðeins auðlindum sjávar, eins og kveðið var á um í stjórnarsáttmála, heldur öllum auðlindum, sem ekki eru háð einkaeignarrétti, í samræmi við niðurstöðu auðlindanefndar. Að vísu var orðalagi hnikað þannig að í stað vísunar í eignir sem ekki eru háðar eignarrétti er vísað í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, sem einmitt kveður á um vernd eigna sem háðar eru eignarrétti. Um þetta var mikið þvargað í þjóðfélaginu á árum áður en umræðan hefur legið í láginni frá því að samið var um stjórnarskrárákvæðið í stjórnarsáttmálanum.
Alveg er sérstök ástæða til þess að óska Morgunblaðinu til hamingju með þessa niðurstöðu sem er í samræmi við það sem blaðið hefur barist fyrir um 20 ára skeið og lýkur nú með fullum sigri blaðsins, - þökk sé framsóknarmönnum. Það verður gaman að lesa fagnaðarlætin á síðum blaðsins í fyrramálið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2007 | 21:11
Liggur Straumur úr landi?
Ég undraðist það hér um daginn hve litla umræðu hún hefði vakið reglugerðin sem Árni M. Mathiesen, fjármálaráðhrera, setti eftir pöntun frá seðlabankastjóra til þess að hindra fjármálastofnanir í að gera upp bækur sínar í erlendri mynd. Vegna þess að jafnt fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa leitt málið hjá sér kemur hún eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í umræðuna sú yfirlýsing sem Björgólfur Thor gaf hluthöfum Straums Burðaráss í dag um að bankinn mundi nú kanna hvort rétt væri að hann flytti úr landi, - beinlínis vegna þessarar reglugerðar. Með setningu hennar væru stjórnvöld að snúa af þeirri braut viðskiptafrelsis og alþjóðavæðingar sem þau hafa fylgt undanfarin sextán ár.
Eina framlag fjölmiðla til þessar umræðu sem ég hef séð fram að þessu er leiðari Hafliða Helgasonar í Fréttablaðinu og blaðagrein Árna Páls Árnasonar lögmanns. Árni Páll er strax búinn að bregðast við yfirlýsingu BTB á heimasíðu sinni og segir:
8.3.2007 | 14:36
Samfylking í borg og sveit
Staðreyndin er sú að það er ekki einn einasti þingflokkur á alþingi sem ekki hefur skiling á því að landbúnaður er undirstöðuatvinnuvegur og engum þingmanni dettur í hug að vega að hagsmunum bænda. Þetta sagði Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi um sauðfjársamninginn rétt í þessu. Samfylkingin vill auka stuðning við sauðfjárbændur og dreifbýli sagði hún ennfremur. Mér skilst á henni að hún telji að samningurinn sé óhagstæður bændum. Samningurinn hefur góð markmið, í hann eru settir miklir fjármunir en hann tryggir ekki afkomu bænda, eitthvað í þá veru sagði hún.
Bíddu, er það þá þannig hjá Samfylkingunni að í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu keppist hún um að kenna framsóknarmönnum um landbúnaðarkerfi, sem Samfylkingin hefur talið óvinsælt, og tali um það sem framsóknarmennsku en að þegar verið er að tala við fólk úti á landi sem á afkomu sína undir þessu kerfi þá keppist Samfylkingin við að þakka sér sjálfri að standa að heilum hug á bak við þetta sama kerfi. Hvað segir t.d. Ágúst Ólafur um þetta, hann hefur ekki svo lítið verið að gagnrýna þennan samning og telja að það sé verið að bruðla með fé.
Eða er það þannig að ný skoðanakönnun sem sýnir að stuðningur við bændur er gríðarlega mikill í þjóðfélaginu hafi leitt til þess að Samfylkingin er að leita að nýrri línu í landbúnaðarmálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 22:00
Eign ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til sölu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 21:45
Ha?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.3.2007 | 14:27
Norðan hvassviðri
Samfylkingarfólki á Akureyri er mikið niðri fyrir í framhaldi af fréttum sem rötuðu héðan á forsíðu Fbl í dag og greina frá samstöðu VG og Sjálfstæðisflokksins í Evrópunefnd Björns Bjarnasonar. Norðlensku Samfylkingarmennirnir tala hreint út og segja:
VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa náð saman um einangrun landsins til framtíðar þó svo ég trúi því að það sé á ólíkum forsendum. Sjálfstæðismenn af því pólitískt ofurvald flokksins á þjóðfélagið mundi rýrna en VG bara af því eru þröngsýnn og óraunsær sócalistaflokkur með torfkofavinkil á Íslenskt samfélag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 10:08
Æpandi þögn
Þögn Morgunblaðsins um deilur ríkisstjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskránni hefur verið æpandi. Blaðið þegir dag eftir dag meðan tekist er á um hvort mál sem það hefur borið fyrir brjósti í aldarfjórðung kemst í heila höfn eða ekki. Ritstjórinn veit hvað um er að vera en hann hefur haldið fréttum fyrir sig en ekki deilt þeim með lesendum sínum, trúnaðurinn við Sjálfstæðisflokkinn vegur þyngra á metunum.
Samt er þetta málið sem sögur segja að hafi orðið til þess að það varð vík milli flokks og blaðs fyrir meira en 20 árum. En nú er eins og ekkert sé breytt, það verður tekið eftir því með hvaða hætti blaðið talar þegar lyktir málsins liggja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.3.2007 | 22:56
Tveir fyrir einn
Góðfús lesandi hefur bent mér á að þjóðin fær tvo fyrir einn fari svo að Valgerður Sverrisdóttir geri það fyrir þrábeiðni Sjálfstæðisflokksins að skipa Sigríði Önnu Þórðardóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, sendiherra Íslands í Noregi.
Kaupaukinn verður sá að eiginmaður sendiherrans getur þjónað sem sóknarprestur íslenska safnaðarins í Noregi.
6.3.2007 | 21:05
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin II
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 11. febrúar 2007:
Eftir stendur hitt að auðlindagjaldið hefur verið samþykkt í grundvallaratriðum. Nú blasa við tvenns konar verkefni á þessum vígstöðvum. Í fyrsta lagi að knýja fram efndir á gefnum loforðum núverandi stjórnarflokka um að ákvæði verði tekið upp í stjórnarskár um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum. Eins og nú horfir eru stjórnarflokkarnir að svíkja þetta loforð. Hvers vegna? Hvaða öfl eru þar að verki? Eru það þau öfl innan Sjálfstæðisflokksins, sem eru staðráðin í að ná fram einkaeignarrétti á fiskimiðunum? Þennan draugagang verður að stöðva.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536849
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar