hux

Baldur og Konni?

Reglugerðin sem Árni M. Mathiesen setti upp á sitt einsdæmi fyrir nokkrum dögum til þess að hindra bankana í því að gera upp bókhald sitt í erlendri mynt, líkt og Straumur-Burðarás gerir, hefur vakið furðulega litla umræðu í þjóðfélaginu og til að mynda ekki komið til umræðu í sölum Alþingis, svo ég viti. 

Hafliði Helgason skrifaði ágætan leiðara um málið í Fréttablaðið í gær og einnig hefur Árni Páll Árnason, lögmaður látið málið til sín taka á heimasíðu sinni. Hann telur lagastoð reglugerðarinnar hæpna og er ekki í vafa um að með reglugerðinni séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að fara að vilja formanns bankastjórnar Seðlabankans og segir m.a.:

Samband Geirs Haarde og forvera hans er svipað og samband Baldurs og Konna og það fer ekkert á milli mála hvor er hugsuðurinn og hvor er spýtudúkkan í því sambandi. Þegar Davíð hvarf af vettvangi jókst fylgi Sjálfstæðisflokksins, því þjóðin vildi trúa því að nú væri lokið heiftúðugri hefndarherferð flokksins á hendur þeim forystumönnum í atvinnulífinu sem höfðu neitað að lúta flokkslegri forskrift. Endurkoma dúettsins Baldurs og Konna á svið stjórnmálanna sýnir að það var röng ályktun.

Ennfremur:

Í öllu þessu brambolti og óðagoti felast skýr skilaboð Sjálfstæðisflokksins til fyrirtækjanna í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að viðhalda ofþenslu og verðbólguþrýstingi og forðast stöðugleika eins og heitan eldinn. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar síðan að standa í vegi fyrirtækjanna þegar þau reyna að forðast þær búsifjar, sem þessi efnahagsóstjórn leiðir til, með því að gera upp í evrum. Til þess verða allir lagaklækir nýttir og nýjar reglur uppdiktaðar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valbjörn Steingrímsson

Skil ekki hvernig þú getur "vitnað" í þessa kumpána  og hælt skrifum þeirra. 

Hafliði Helgason skrifaði ágætan leiðara um málið í Fréttablaðið í gær og einnig hefur Árni Páll Árnason, lögmaður látið málið til sín taka á heimasíðu sinni. Hann telur lagastoð reglugerðarinnar hæpna og er ekki í vafa um að með reglugerðinni séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að fara að vilja formanns bankastjórnar Seðlabankans og segir m.a.:

Eru ekki lög í landinu og ber ekki að fara eftir þeim.  Hafliði er málpípa bankanna og viðskiptablokka og gerir lítið annað en endurflytja bókanir úr  fundargerðabókum þeirra.  Peningamennirnir eru alfarið á móti því að ríkið setji leikreglur en það virðist hafa farið fram hjá þér minn kæri. Vaxtaokrið og vaxtamunur eru óræk sönnun þess.   Árni er í framboði fyrir samfylkinguna ef það skyldi hafa farið fram hjá þér  kæri Pétur og það eru beinir hagsmunir hans að rægja Sjálfstæðisflokkinn.  .  Bullið hans um hleranir gera hann ómarktækan með öllu.  

Valbjörn Steingrímsson, 19.2.2007 kl. 16:31

2 identicon

Þessi reglugerðarbreyting er algjör þvæla. Málið er að ef þú ræðir við þá sem sklja efnahagsmál þá halda þeir því fram að það skipti ekki öllu máli í hvaða gjaldmiðli fyriræki birta ársreikninga sína. Það er sjálfsagt frelsi að fyrirtæki fái að gera upp í þeirri uppgjörsmynt sem þau telja henta sér best. Þetta hefur í sjálfu sér ekki nein svakaleg efnahagsleg áhrif...

Þetta er dæmigert fyrir fíflaganginn í núverandi seðlabankastjóra. Það er í sjálfu sér alveg ótrúlega kjánalegt að t.d. fyrirtæki sem sem er með allar sínar tekjur í erlendum gjaldmiðlum, allar eignir og allar skuldir en engan einn gjaldmiðil yfir 50% að þá neyðist það til að gera upp í krónum eins og þessi reglugerð á eftir að leiða til... Þetta er ekkert annað en fíflagangur...

IG

IG (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 18:56

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

IG, aka sobwalter@gmail.com, ég birti netföng þeirra sem gefa upp skammstafanir eða dulnefni og gera athugasemdir án skráningar.

Pétur Gunnarsson, 19.2.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband