Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
1.2.2007 | 15:06
Sigurrós býðst að flýja undan VG til Vestfjarða
Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, hefur skrifað hljómsveitinni Sigurrós bréf en hljómsveitin stendur nú í stappi við meirihluta VG og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ út af umdeildri vegargerð. Bæjarstjórinn bendir þeim félögum í Sigurrós á að kosti þess að flytja til Vestfjarða. Þar eru víst engir vinstrigrænir vegagerðarmenn að raska ró manna.
Ég sendi Sigur Rósar mönnum bréf þar sem ég benti þeim á möguleikana hér fyrir vestan. Ég minntist ekkert á neikvæðan hagvöxt í bréfinu og að enn þyrfti að keyra á einbreiðum vegi í Mjóafirði á leiðinni til Reykjavíkur. Ég benti hins vegar á náttúruna og mannlífið hér það er einstakt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 14:52
Leyndarmál afhjúpað: 35.000 sjálfstæðismenn í október 2005
Í Blaðinu í dag neitar Andri Óttarsson, nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að svara spurningu blaðamanns um fjölda skráðra félaga í flokkinn. Aðrir framkvæmdastjórar stjórnmálaflokka, sem Blaðið leitar til, svara spurningunni fúslega.
Af þessu tilefni birti ég eftirfarandi tilvitnun í frásögn Mbl af ræðu Kjartans Gunnarssonar, forvera Andra, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, föstudaginn 14. október 2005:
Kjartan fór í skýrslu sinni yfir starfsemi flokksins og sagði m.a. að útlit væri fyrir að flokkurinn yrði skuldlaus um næstu áramót. Hann sagði að rúmlega 35 þúsund félagsmenn væru í flokknum og þar af væru rúmlega sautján þúsund í Reykjavík.
Það er svo forvitnilegt að velta því fyrir sér af hverju Andri kýs að svara ekki spurningu blaðamanns um þetta (og auðvitað líka af hverju Blaðið lætur það stoppa sig í að afla upplýsinga um fjölda skráðra flokksmanna). Einar Mar er með þessa skýringu:
Stundum hef ég á tilfinningunni að ÞAÐ ER LEYNDÓ séu ósjálfráð viðbrögð Valhallarfólks við svona fyrirspurn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536849
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar