hux

Leyndarmál afhjúpað: 35.000 sjálfstæðismenn í október 2005

Í Blaðinu í dag neitar Andri Óttarsson, nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að svara spurningu blaðamanns um fjölda skráðra félaga í flokkinn. Aðrir framkvæmdastjórar stjórnmálaflokka, sem Blaðið leitar til, svara spurningunni fúslega.

Af þessu tilefni birti ég eftirfarandi tilvitnun í frásögn Mbl af ræðu Kjartans Gunnarssonar, forvera Andra, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, föstudaginn 14. október 2005:

Kjartan fór í skýrslu sinni yfir starfsemi flokksins og sagði m.a. að útlit væri fyrir að flokkurinn yrði skuldlaus um næstu áramót. Hann sagði að rúmlega 35 þúsund félagsmenn væru í flokknum og þar af væru rúmlega sautján þúsund í Reykjavík. 

Það er svo forvitnilegt að velta því fyrir sér af hverju Andri kýs að svara ekki spurningu blaðamanns um þetta (og auðvitað líka af hverju Blaðið lætur það stoppa sig í að afla upplýsinga um fjölda skráðra flokksmanna). Einar Mar er með þessa skýringu: 

Stundum hef ég á tilfinningunni að ÞAÐ ER LEYNDÓ séu ósjálfráð viðbrögð Valhallarfólks við svona fyrirspurn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í viðtali við Fréttablaðið 4. október í fyrra, er tilkynnt var um framkvæmdastjóraskiptin, sagði Kjartan við mig í viðtali að félagsmenn væru 45 þúsund en hefðu verið 20 þúsund er hann tók við sem framkvæmdastjóri. Með fréttinni fylgdi frábær fréttaljósmynd Gunnars V. Andréssonar, sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er held ég ekki meðal mögulegra fréttaljósmynda ársins. Sjá hér http://vefblod.visir.is/public/index.php?s=232&p=7453

 Bestu kveðjur Magnús Halldórsson

Magnús Halldórsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband