hux

Sigurrós býðst að flýja undan VG til Vestfjarða

Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, hefur skrifað hljómsveitinni Sigurrós bréf en hljómsveitin stendur nú í stappi við meirihluta VG og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ út af umdeildri vegargerð. Bæjarstjórinn bendir þeim félögum í Sigurrós á að kosti þess að flytja til Vestfjarða. Þar eru víst engir vinstrigrænir vegagerðarmenn að raska ró manna.

Á bloggi bæjarstjórans segir:

Ég sendi Sigur Rósar mönnum bréf þar sem ég benti þeim á möguleikana hér fyrir vestan. Ég minntist ekkert á neikvæðan hagvöxt í bréfinu og að enn þyrfti að keyra á einbreiðum vegi í Mjóafirði á leiðinni til Reykjavíkur. Ég benti hins vegar á náttúruna og mannlífið hér – það er einstakt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband