hux

Egill hættur á Stöð 2 - Silfrið verður á RÚV í vetur

Egill Helgason er hættur á Stöð 2, frá því var endanlega gengið í dag. Hann flyst yfir til RÚV, þaðan  verður Silfur Egils sent út næsta vetur, auk þess sem Egill mun hafa umsjón með þætti um bækur í vetrardagskrá RÚV.

Nú er að hefjast þriðja kjörtímabilið frá því að Egill fór að stjórna Silfrinu. Fyrsta kjörtímabilið var hann á Skjá einum, það næsta á Stöð 2 og nú er framundan þriðja kjörtímabilið á þriðju sjónvarpsstöðinni. Ég samgleðst Agli með það að vera kominn yfir til RÚV, sem ég er viss um að býr þættinum umgjörð við hæfi, en á því þótti mér stundum misbrestur á Stöð 2 og spáði því í febrúar að hann mundi ekki una sér lengur hjá 365.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Bara alltaf fyrstur með fréttirnar !) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.6.2007 kl. 15:49

2 identicon

Tek undir með síðasta ræðumanni. Það virðist vera bara nóg að lesa bloggið þitt.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:59

3 identicon

....hold your horses Mr.Skúbbari......365 segja áðan að 2 ár séu eftir af samningi hans við 365...og Ari Edwald segir lögmenn sína komna í málið...

May the best man win....!!!

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband