18.2.2007 | 18:08
Vertu úti, hr. forseti, það er komið að Nágrönnum!
Það var athyglisvert að fylgjast með hinu ágæta viðtali Egils Helgasonar við Ólaf Ragnar Grímsson í Silfri dagsins á Stöð 2. Þegar klukkan var orðin tvö, (kannski einhverjar sekúndur yfir) og tilsettur tími liðinn, virtist Egill ekkert á þeim buxunum að fella talið. Fer þá ekki útsendingastjórinn að spila kynningarstef þáttarins undir orðum forsetans, og má ætla að það hafi hann ekki gert nema vera búinn að minna Egil á það í eyrað að slíta viðtalinu og ljúka þættinum.
Egill lét á engu bera og hélt viðtalinu áfram. Þess vegna voru síðustu mínútur viðtalsins þannig að kynningarstefnið hljómaði undir meðan forsetinn og Egill ræddu saman og greinilega hafði Ólafur Ragnar ekki hugmynd um hvað var í gangi. Afar sérstakt, svo ekki sé meira sagt.
Þetta var fyrsta flokks "almannaþjónustusjónvarpsefni"- þar til útsendingarstjórinn skarst í leikinn. Þarna var forseti Íslands í viðtali í beinni útsendingu, sem gerist sjaldan, svaraði af fullri hreinskilni um mörg af umdeildustu deilumál í samfélaginu, þar á meðal virkjanamál, varði embætti sitt af einurð gegn atlögum sjálfstæðismanna (og naut þess greinilega að skjóta því á Halldór Blöndal að hann hefði talið Bandaríkin til þingræðisríkja í ádrepu sinni á forsetann við þingsetninguna haustið 2004!).
En þeir á Stöð 2 máttu ekki til þess hugsa að viðtalið færi fram yfir auglýstan tíma af því að það þurfti að koma að tveggja klukkutíma endursýningu af áströlsku sápuóperunni Nágrönnum (!!!).
Ég ítreka að ég spái því að senn sjái fyrir endann á vist Egils á Stöð 2 og að hann flytji sig yfir til RÚV ohf. með haustinu. Held að þetta umhverfi svali illa metnaði Egils fyrir hönd þáttarins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kallið útsendingarstjórann á teppið og biðjið um skýringar á þessum asnaskap.
Gunnlaugur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 21:33
Get ekki alveg skilið hvers vegna er verið að hengja útsendingastjóran fyrir þetta. Þátturinn fær bara vist tímaslot og ekki er meira í boði ... Útsendingastjórinn var einfaldlega í þeirri stöðu að verða að slíta þættinum ellegar seinka allri dagsrká. Egill ætti að vera farinn að læra þetta á því að vera í sjónvarpi, þetta er ástæðan fyrir því að menn eru beðnir um að vera skipulagðir í þessum iðnaði.
Því er hisnvegar ekki að neita að þetta er leiðinlegt og í raun svolitið dónalegt en Egill hefur alltaf verið konungur í eigin þætti og er harður á því og þess vegna ekki við neinn annan að sakast fyrir þetta en Egil sjálfan.
Atli Þór Fanndal (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 01:49
Já, þetta er í fyrsta skipti sem dagskráin raskast á Stöð 2. Annars hefur hún alltaf verið á réttum tíma síðastliðin 20 ár. Big Ben er stillt eftir henni.
Eiríkur Kjögx, tímavörður í Lífsins melódí (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.