hux

Egill að hætta á Stöð 2?

Það er athyglisvert að þessa daga, rétt áður en sjö vikna aðalmeðferð Baugsmálsins hefst í Héraðsdómi, gengur á með mikilli auglýsingaherferð til þess að plögga nýjan síðdegisþátt Jóhanns Haukssonar á Útvarpi Sögu á sunnudögum, á sama tíma og Silfur Egils er á Stöð 2.

Nýi síðdegisþátturinn hans Jóa Hauks verður í boði DV og því er greinilegt að Baugsveldið telur nauðsynlegt að tefla fram nýjum þætti gegn Silfri Egils, og virðist hugsaður til að fá það fólk sem er að horfa á Silfur Egils milli kl. 12.30 og 14.00 á sunnudögum til þess að gera eitthvað annað, nánar tiltekið að hlusta á Jóa Hauks.

Ég tók eftir því um daginn að Kastjósið hélt upp á samþykkt nýrra laga um Ríkisútvarpið með því að fá Egil Helgason til þess að tala um fréttir vikunnar og þá fór ég að velta því fyrir mér hvort það geti verið að Silfur Egils heyri senn sögunni til á Stöð 2? Ég held ég láti mig bara hafa það að spá því að  svo sé og að næsta haust muni Egill fara í loftið með nýjan þátt hjá Páli Magnússyni og félögum á RÚV. Ég held að báðum líði illa í sambúðinni núna, Agli hjá 365, og þeim Baugsmönnum, sem treysta Agli ekki almennilega til þess að virða húsaga og hafa ástæðu til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki einn um að sjá í gegnum þetta. Ekki gleyma hlutverki Hjálmars Blöndal við ráðningu Jóhanns Haukssonar. Jóhann sagði það sjálfur að Hjálmar Blöndal hefði boðið að greiða honum launin á Útvarpi Sögu. Hjálmar þessi kemur mjög mikið við sögu í tölvupóstmálinu mínu. Hann er hægri hönd Jóns Ásgeirs í dag. Það hefur ekki borgað sig fyrir Egil að gagnrýna Baug frekar en aðra sem vogað hafa sér út á þann hættulega ís. Ekki hjálpar það Agli að þora að bjóða mér og Jóni Geraldi í þáttinn. Það er klár brottrekstrarsök. Gaman væri að hitta Hjálmar Blöndal í Silfrinu og ræða málin. Spurning hvort hann treystir sér til þess að birtast fyrir framan alþjóð? Hvað vakir fyrir þeim manni með ráðningu Jóhanns er hinsvegar augljós öllum sem hlusta á þáttinn hjá Jóhanni.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Já, það væri skemmtilegt Silfur, þú og Hjálmar Blöndal, ég mundi horfa.

Pétur Gunnarsson, 11.2.2007 kl. 18:34

3 identicon

Ég er nú fegnust því að þurfa ekki að hitta þann mann. Tókstu eftir viðtalinu við gamlan vin minn Kára Jónasson í Fréttablaðinu í dag? Karl ræfillinn átti bágt eftir að Sigurjón M Egilsson neyddi hann út í þennan viðbjóð. Sérkennilegt að þeir sáu ekki þörf á því að birta þá tölvupósta sem virkilega áttu erindi til almennings. Nefnilega tölvusamskipti Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds. Nei það þjónaði ekki launaumslagi Sigurjóns M. Ótrúverðugt lið!! Merkilegt samt hvað þeir ná að gera vegna fjölmiðlarisans sem þeir eiga og tapa á.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 19:07

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Ég tók eftir því að Kári segist ekki vita haðan sme fékk póstana, það þóttu mér mikil firn að ábyrgðarmaður blaðsins hefði ekki krafist þess að fá að vita hvernig því var háttað.

Pétur Gunnarsson, 11.2.2007 kl. 19:50

5 identicon

Cactus vonar að JB birti sem flesta pósta.

Cactus sér ekki hverju JB hefur að tapa.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 20:40

6 identicon

Þeir sögðu líka ósatt í réttarhöldunum um að fleiri hefðu ekki fengið að lesa póstana. Hjálmar Blöndal las þá í síma fyrir vini sína, Eiríkur Jónsson vitnar í þá og þannig má lengi telja. Það var fullt af fólki sem sýndi sitt rétta eðli og tók þátt í þessu. Sigurjón M hefur sögu af því að fyrirlíta konur. Ég gat átt von á þessu frá honum en ekki Kára. Kári fell niður um mörg þrep í augum margra sem með honum hafa unnið á RÚV. Þetta var honum greinilega ekki auðvelt og auðvitað fékk hann ekki að vita hver kom með þessi stolnu gögn því hann fékk aldrei að ráða neinu á blaðinu. Þetta var pólitísk ráðning og átti að ná völdum inní Framsóknarflokkinn. Hann féll fyrir tálbeitunni líkt og Ari og Þorsteinn gera á 365 í dag. Það er verið að nota einfalda menn í þessu stríði. Egill lætur ekki nota sig!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 22:01

7 identicon

Cactus vill vita tvennt;

1. Getur JB sannað eitthvað af þessu?

2. Hvenær kemur bókin fræga út? 

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband