17.1.2007 | 16:41
Hvar ber Sleggjan niður næst?
Fréttavefirnir Skessuhorn á Vesturlandi og Bæjarins Besta á Vestfjörðum birtu fyrstir fjölmiðla þá frétt, sem kemur svo sem ekki á óvart, að Kristinn H. Gunnarsson hyggst ekki taka 3ja sætið sem hann hreppti í prófkjöri framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi og mun ekki sækja kjördæmisþing flokksins sem haldið verður um helgina. Kristinn gefur ekkert upp um hvernig stjórnmálaþátttöku hans verði háttað í framtíðinni en segir það munu skýrast fljótlega.
Frétt Skessuhorns er svohljóðandi:
Væntanlega lætur Kristinn ekki bíða lengi eftir því að hann tilkynni sín næstu skref. Það hafa verið ýmsar kenningar um fyrirætlanir Kristins, sú útbreiddasta er sú að hann muni setjast í 2. sæti á framboðslista frjálslyndra í NV-kjördæmi á eftir Guðjóni Arnari. Önnur kenning er sú að honum bjóðist 2. sæti VG í kjördæminu á eftir Jóni Bjarnasyni. Einnig liggur fyrir að Kristinn hefur m.a. fundað með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til þess að kanna hvort eftirspurn sé eftir kröftum hans innan Samfylkingarinnar. Minnir þessi aðdragandi allur mjög á aðdraganda þess að Kristinn gekk til liðs við Framsóknarflokkinn frá Alþýðubandalaginu fyrir um það bil 7 árum.
Kristinn H. ekki í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fer að losna staða forstjóra Tryggingastofnunar hvað úr hverju
Framsókn sér um sína þó óþægir séu.
Fylgjumst með.
G (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 17:02
Það vantar eina samsæriskenninguna í viðbót. Það er búiið að múta Kristni, og hann verður næsti forstjóri Tryggingastofnunar. Er Karl Steinar ekki að hætta???
Sigurður H. Einarson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 17:29
Kristinn fer nú ekki alltaf auðveldustu leiðina og á (þess vegna) marga aðdáendur sem styðja hann í kjördæminu - og þeir eru hreint ekki allir í Framsókn. Samt elta menn hann ekki hvert sem hann fer, t.d. yfir í Frjálslynda (þó hann tali eins um sjávarútveg og kvótakerfi og þeir) eða Vinstri græna (þó hann tali eins um byggðamál og ýmislegt annað og þeir).
Ég hef enga trú á því að Kristinn stimpli sig inn í önnur pólitísk trúarsamtök eða taki einhverja stærðfræðingsstöðu hjá Tryggingarstofnun sem dúsu. Sérframboð er málið trúi ég. Það er fullt af góðu fólk sem vill gjarnan vera með honum á lista og tímasetningin núna nokkrum dögum fyrir kjördæmisþingið er valin með það fyrir augum að einhverjir aðrir geti fengið tóm til að hugsa sig um og hafnað sæti sem þeim hefur verið boðið á lista Framsóknar.
Nú er gaman.
Jón í Norðvestur.
Jón (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 19:36
Jón, ég held að þetta séu góðar pælingar hjá þér miðað við stöðuna núna. Ég gæti best trúað því að sérframboð sé málið og vel athugað að hann sé að gefa fólki sem hann vill fá með sér tíma til að setja í bakkgírinn fyrir kjördæmisþingið. Um leið setur hann uppstillingarnefndina í mikla tímapressu. Hvað sem verður er ég viss um það að Kristinn er að vinna þetta samkvæmt útreiknaðri strategíu og að hann er búinn að teikna upp öll sín skref af nákvæmni. Hann er með klárari mönnum, engin spurning, þótt hann hafi oft átt í erfiðleikum í samstarfi.
Það er ekki orði eyðandi á þetta með Tryggingastofnun, það er svo fáránlegt.
Pétur Gunnarsson, 17.1.2007 kl. 19:51
Verður ekki talað við Einar Kristján eða Gísla Gíslason til að taka sæti Kristins?
Þórir (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 10:29
Þú segir það, ég spái því að þeir láti Valdimar Sigurjónsson færast upp í þriðja sætið en reyni kannski að finna vestfirðing í 4. sætið.
Pétur Gunnarsson, 18.1.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.