hux

Fagra Ísland vill álver á Bakka

Ingibjörg Sólrún var á almennum fundi á Húsavík á á dögunum. Í tilefni af komu formannsins í bæinn hélt stjórn Samfylkingarfélagsins á staðnum fund og samþykkti ályktun þar sem lýst er eindregnum stuðningi við áform um álver á Bakka, sem semja á um við Alcoa. Þessi ályktun var kynnt og lesin upp á fundi formannsins

Vefritið Skarpur, sem er fréttavefur á Húsavík, greinir frá þessu. Í ályktuninni segir:

Stjórnin lýsir fullum stuðningi við fyrirhugaðar álversframkvæmdir á Bakka við Húsavík enda verði orka til versins sótt í háhitasvæði í Þingeyjarsýslum. Framkvæmdir við álver á Bakka munu hafa jákvæð áhrif á búsetuþróun á Norðurlandi og styrkja verulega fjárhag sveitarfélaga á svæðinu. Slíkar framkvæmdir eru nauðsynlegt mótvægi við þá þenslu sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu en hún hefur raskað verulega jafnvægi í búsetu landsins. Stjórnin leggur til að inn í viðræður við Alcoa um byggingu álvers verði teknar hugmyndir um samvinnuverkefni í uppgræðslu og skógrækt sem miði að því að binda að minnsta kosti jafnmikið magn af koltvísýringi og rekstur fyrirhugaðs álvers losar.


mbl.is Beðið um skýr svör um hugsanlega tilfærslu Reykjanesbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er að taka fram að Ingibjörg gaf ekki upp afstöðu sína gagnvart álverum landsins á þessum fundi, frekar en fyrri daginn. Hún hélt sömu ræðuna um að einungis sé pláss fyrir eitt álver á næstu árum sem hún hefur margoft lýst yfir, án þess að taka afstöðu til þess hvaða álver af þeim þremur sem eru í myndinni sé vænlegasti kosturinn. Þessi áliktun kom því einungis frá Samfylkingarfélaginu á Húsavík sem hefur verið einhuga í stuðningi sínum við álversframkvæmdir á Bakka frá upphafi, sem virðist þó hafa lítil sem enginn áhrif á forustu flokksins.

Semsé, ekkert nýtt frá flokksforustu Samfylkingarinnar, einungis sama "hugsanlega", "ef til vill" og "sjáum til" í málefnum álversins á Bakka. Ekki glæsilegur kostur fyrir stuðningsmenn álvers á Bakka í komandi kosningum.

Aðalsteinn J. Halldórsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Því miður þá er þetta hefðbundinn málflutningur Samfylkingarinnar og ekki síst Ingibjargar, það er flótti frá ákvarðanatökum varðandi málefni. Það sama á sér stað í Hafnarfirði þar sem bæjaryfirvöld selja Alcan lóð undir stækkun en taka síðan enga afstöðu til stækkunar. Ef stækkun álversins í Straumsvík verður felld í Hafnarfirði ætlar bærinn þá að kaupa lóðina til baka? Bara smá pæling.

Guðmundur H. Bragason, 17.1.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband