hux

Meira um veisluna

Rekið hefur á fjörur mínar úrklippu úr DV frá 3. mars 1989 þar sem fjallað er um veisluna sem Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi formaður Alþýðubandalagsins hélt nokkrum dögum áður fyrir samflokksmenn sína. Veisluna sátu 24 Alþýðubandalagsmenn en heiðursgestu var Lúðvík Jósepsson, löngu hættur ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins.

Um veisluna segir Ólafur Ragnar í viðtali við DV: "Þessi veisla var haldin til heiðurs Lúðvík Jósepssyni og vegna 30 ára afmælis úrfæslu landhelginnar, en hann átti sem kunnugt er mikinn þátt í þeim málum. Ég hef ætlað að gera þetta dálítið lengi en vegna ýmissa ástæðna hefur þetta dregist. Það var að vísu óvenjulegt að ég kaus að halda þessa veislu í ráðherrabústaðnum en mér þótti það nú bara vera við hæfi því fáir menn hafa gert jafnmikið fyrir efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar."

Ólafur Ragnar hafði Svanfríði Jónasdóttur fyrir aðstoðarmann í sinni ráðherratíð, hann hafði Má Guðmundsson sem efnahagsráðgjafa og svo bættist Mörður Árnason í starfsliðið sem upplýsingafulltrúi fljótlega eftir veisluna og var eitt hans fyrsta verk að svara opinberlega gagnrýni á hana. Ég er enn að vonast eftir að úrklippur með svörum Marðar reki á þær fjörur þar sem þessi úrklippa fannst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband