Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.5.2007 | 10:20
Fyrsta ráðningin
Á morgun rennur út umsóknarfrestur um starf skrifstofustjóra nýrrar skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu. Magnús Stefánsson auglýsti stöðuna fyrir nokkru og eins og hans var von og vísa lét hann umsóknarfrestinn renna út eftir kosningar þannig að það kæmi í hlut næsta ráðherra að veita embættið. Um það leyti sem auglýsingin birtist kom í Mogganum grein eftir Jóhönnu Sigurðardóttur - þá hina sömu og nú er orðin félagsmálaráðherra - þar sem hún gaf til kynna að Magnús ætlaði sér að koma einhverjum gæðingi í djobbið. Það var náttúrlega eins og hvert annað pólitískt kjaftæði í Jóhönnu. Nú er það hins vegar hún sjálf sem fær lista með nöfnum umsækjenda inn á sitt borð annað kvöld og getur tekið ákvörðun um hver fær djobbið. Væntanlega þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Jóhanna mun eingöngu láta málefnaleg sjónarmið þegar hún velur milli umsækjenda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2007 | 10:19
Athyglisvert
Athyglisverðar fréttir berast úr Skagafirði í gegnum svæðisútvarp Norðurlands. Þar segir: "Endurnýjunar er þörf í yfirstjórn Framsóknarflokksins. Þetta segir oddviti flokksins í Sveitarstjórn Skagafjaðrar Hann íhugar að bjóða sig fram í embætti varaformanns flokksins." Ekki á ég von á að Gunnar Bragi Sveinsson ógni framboði Valgerðar Sverrisdóttur, sem nýtur mikils fylgis í öflugasta kjördæmi flokksins, á almennan stuðning á höfuðborgarsvæðinu og hefur væntanlega Landssamband framsóknarkvenna einhuga á sínu bandi. En það verður athyglisvert að fylgjast með þessu, ef af verður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 10:04
Non-denial denial
Ég hef beðið menn að skamma ekki Össur fyrir lygar heldur dást að snilli hans. Það sést þegar pistill hans er lesinn að hann neitar því hvergi að ætla að ráða Einar Karl, þrætir aðeins fyrir að þeir hafi hist í iðnaðarráðuneytinu. Þarna sýnir Össur einu sinni sem oftar hvílíkur yfirburðarmaður hann er í íslenskum stjórnmálum á sviði spunafræða og að í þeim efnum er enginn hérlendur maður þess verður að hnýta skóþveng hans, það er helst að Einar Karl komist með tærnar þar sem hann er með hælana. Þarna nýtti Össur bragð sem kallað er "non-denial denial", þar sem hann nýtir sér ónákvæma frásögn af aukaatriði máls til þess að ýta óþægilegri frétt út af borðinu. Það tókst honum svo vel að flestir töldu að hann væri alls ekkert með Einar Karl í sigti en auðvitað var þetta í pípunum allan tímann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 09:27
Össur ræður aðstoðarmann
Í morgun fékk ég símtal frá manni sem veit allra manna best hvað gerist í iðnaðarráðuneytinu. Hann var að segja mér að búið væri að ganga frá ráðningu aðstöðarmanns Össurar Skarphéðinssonar. Eins og ég vissi og hafði sagt frá hér er það Einar Karl Haraldsson. Þá var ráðningin til umræðu, nú er hún frágengin.
Einar Karl og Össur eru gamlir vopnabræður úr pólitíkinni, líklega voru þeir báðir einhvern tímann ritstjórnar Þjóðviljans. Síðar var Össur ritstjóri á Alþýðublaðinu og DV ef ég man rétt en Einar Karl fyrsti ritstjóri Fréttablaðsins. Líklega eiga þeir eftir að líta saman í blöðin á morgnana félagarnir.
Einar Karl hefur starfað sem almannatengslaráðgjafi árum saman og hefur sem slíkur unnið mikið fyrir stjórnendur Kaupþings. Nú tekur hann að sér að vera Össuri til halds og traust um vanda Vestfirðinga, rammaáætlun um vernd og nýtingu vatnsafls og jarðhita og önnur þau stórmál sem blasa við iðnaðarráðuneytinu næstu misserin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.5.2007 | 09:14
Hvalræði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2007 | 12:48
Gleðibankinn
Björn Bjarnason kemur á framfæri þeirri tillögu að ríkisstjórnin verði kölluð Gleðibankinn í þessum nýja pistli á heimasíðu sinni. Hann hefur sett saman annan pistil sem útskýrir af hverju hann situr við hlið Ingibjargar Sólrúnar á ríkisstjórnarfundum. Það er ekki af því að þau hafi svo margt að spjalla.
Hér er tilvitnun í Björn þar sem hann ræðir nafngift á ríkisstjórnina:
27.5.2007 | 12:43
Eitt og annað, héðan og þaðan
Það er fátt í fréttum á morgni hvítasunnudags en þá sækir maður sér bara fréttir út fyrir landsteinana. Til dæmis þessar hér:
Þýskur læknir sem hvarf sporlaust að heiman frá konu og barni fyrir 22 árum er kominn í leitirnar. Lík hans fannst í bílskúr heimilisins. Meira hér.
Það er oft kvartað yfir íslenska heilbrigðiskerfinu. En þessi kona, sem bjó í Los Angeles væri örugglega enn á lífi ef hún hefði snúið sér til bráðamóttöku Landspítalans. Sagan af síðustu 90 mínútunum ílífi Edith Isabel Rodriguez hér.
Allt að 100.000 dalítar, indverskir stéttleysingjar, hafa tekið sig saman um að kasta hindrúasið og taka búddatrú. Þannig vilja þeir losna undan áþján og öðlast lagaleg réttindi. Meira hér.
Lögreglan í Köln hefur lagt hald á verðmæti milljarðs króna í fölsuðum dollaraseðlum sem glæpamenn á sextugs- og sjötugsaldri ætluðu að setja á markað. Meira hér.
25.5.2007 | 22:19
Endar Króníkan fyrir dómi?
Nýr þingmaður Vinstri grænna og nýr varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins eru sitt hvoru megin borðsins sem lögmenn í athyglisverðri deilu um réttindi og skyldur launafólks, sem gæti komið til kasta dómstóla innan tíðar. Það er réttarstaða blaðamanna Króníkunnar sálugu sem deilt er um og hótanir um málshöfðun ganga á víxl milli aðila.
Útgáfu tímaritsins Króníkunnar var hætt í vetur eftir að sjö tölublöð höfðu verið gefin út. Reyndir blaðamenn, með margra ára reynslu, höfðu ráðið sig á Króníkuna og yfirgefið góð störf á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu til þess að taka þátt í útgáfu nýs fréttatímarits. Blaðamennirnir höfðu veriði fullvissaðir um að fjármögnun til sex mánaða útgáfu hefði verið tryggð áður en lagt var af stað í þennan leiðangur.
En fyrirtækið reyndist byggt á sandi. Eftir útgáfu sjöunda tölublaðsins kom skyndilega í ljós að útgáfufélag Króníkunnar hafði gert samning við útgefendur DV. Sá samningur virtist ganga út á það að leggja niður Króníkuna og bjóða starfsmönnunum að ráða sig til starfa á DV. Útefendur Króníkunnar, hjónin Sigríður Dögg og Valdimar Birgisson, réðu sig sjálf til DV en enginn blaðamannanna sá sér fært að fylgja þeim eftir. Þetta horfir þannig við starfsmönnunum að það eina sem útgefendur Króníkunnar hafi haft að selja hafi verið vinnusamningar við blaðamenn.
Blaðamennirnirr töldu sig eiga rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti frá Króníkunni og hafa reynt að innheimta þær kröfur á hendur hjónunum Sigríði Dögg og Valdimar Birgissyni með fulltingi lögmannsstofu Atla Gíslasonar. Atli hefur árum saman verið lögmaður Blaðamannafélags Íslands en er nú orðinn þingmaður Vinstri grænna.
Lögmaður Sigríðar Daggar og Valdimars er hins vegar Dögg Pálsdóttir, nýr varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Nýlega barst blaðamönnunum bréf frá henni þar sem kröfum þeirra er vísað á bug og því hótað að blaðamennirnir verði sjálfir dregnir fyrir dóm fyrir að hafa rift með ólögmætum hætti samningi sínum við Króníkuna.
Þetta kemur blaðamönnunum mjög í opna skjöldu. Þeir töldu Króníkuna hafa rift samningum með því að lýsa því yfir að útgáfunni væri hætt fyrirvaralaust. Þeir telja að blaðamönnum beri engin skylda til þess að láta selja sig á milli óskyldra miðla án þess að hafa nokkuð um það að segja við hvers konar blað þeir vinna; mikill munur sé á því að starfa fyrir dagblað og vikublað. Allt stefnir því í að þessi deila fari í hart og gæti það komið í hlut dómstóla að ákveða hvort það sé hægt að ráða blaðamann í dag til þess að skrifa í t.d. Fréttablaðið og skipa honum svo að mæta til vinnu á Bleikt og blátt á morgun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.5.2007 | 10:41
Gleðifrétt dagsins
Athylgisverðar fréttir, sem haldið er fram í einni af forsíðufréttaskýringum Moggans í dag. Sagt er að S-hópurinn svokallaði hætti með öllu að skipta sér af flokksstarfi Framsóknarflokksins þar sem þeir hafi þar engin vígi að verja lengur.
Þetta eru sannarlega gleðitíðindi ef rétt reynist. Nú veit ég ekki hvort þessi S-hópur hefur grætt eitthvað á þeim tengslum sem haldið hefur verið á lofti að séu svo mikil milli hans og Framsóknarflokksins en hitt þykist ég vita að Framsóknarflokkurinn hefur ekki hagnast á því samlífi, - öðru nær. Líklega er það lífsspursmál fyrir flokkinn að losna undan þeim ennisstimpli sem hann hefur borið með réttu eða röngu vegna þessa sambands.
Og þarna er því líka haldið fram að téður S-hópur líti ekki lengur á Björn Inga sem framtíðarformann í flokknum. Það er ánægjulegt fyrir vini Björns Inga að fá þarna staðfest að hann hefur ekki reynst þeim leiðitamur sem vilja blanda saman pólitík og viðskiptum. Svo veit ég að það er vitleysa sem S-hópurinn lætur hafa þarna eftir sér að Björn Ingi hafi lýst áhuga á formennsku í Framsóknarflokknum eða öðru forystusæti nú þegar Jón Sigurðsson hefur stigið af sviðinu. Þarna er e.t.v. komin skýring á þeim rógburði, sem farið hefur í gang undanfarið innan flokksins gagnvart Birni, og hefur m.a. ratað inn á einstaka síður hér á blog.is.
Svo fagna ég því sérstaklega að Valgerður vilji verða varaformaður með Guðna, það er ekki vanþörf á að þau Guðni, tveir reyndustu leiðtogar flokksins, taki nú höndum saman og leiði hann á því skeiði sem framundan er.
![]() |
Valgerður gefur kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.5.2007 | 10:25
Blað dagsins
Viðskiptablað dagsins er fullt af athyglisverðu efni. Þar skrifar Andrés Magnússon úttekt á fréttum vikunnar og segir fréttir sem ekki hafa komið fram áður um það að Geir H. Haarde hafi falið Árna M. Mathiesen að sjá svo um að Sjálfstæðisflokkurinn ætti möguleika á viðræðum við alla flokka nema Frjálslynda að loknum kosningum.
Svo er þarna viðtal Örnu Schram við Ingibjörgu Sólrúnu þar sem nýja utanríkisráðherranum gefst færi á að svara flestu því sem fram kemur komið í fjölmiðlum undanfarna daga um myndun stjórnarinnar. Eins og jafnan er Viðskiptablaðið besta helgarlesningin á markaðnum að mínu mati.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 537156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar