Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
4.5.2007 | 10:05
Allt annað líf
Allt annað líf. Þetta er slagorð VG, í blöðunum í dag er mynd Steingrími J. undir þessu slagorði. Mér finnst þetta fínt slagorð hjá VG, svona fyrir þeirra hatt. Ég held að þetta sé að virka fyrir þá. Ég held að með þessu sé einmitt verið að höfða til þeirra sem eru óánægðir með lífið og eru að bíða eftir því að eitthvað gerist. Að stjórnvöld taki nú á málinu. Ali t.d. fyrir þau upp börnin með því að herða útivistarreglurnar og koma á netlöggu í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á því hvað krakkarnir manns eru að gera á netinu. Þá yrði nú allt annað líf. Ef ríkið gerði nú bara eitthvað í þessu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.5.2007 | 10:00
Var hefndin sæt?
Ég hef fengið staðfest að Finnur Ingólfsson rak Skúla Thoroddsen, núverandi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, úr starfi framkvæmdastjóra Félagsstofnunar stúdenta einhvern tímann í kringum 1980, þegar Finnur var leiðtogi Umbótasinnaðra stúdenta. Ætli það skýri bullið í Skúla Thoroddsen á Húsavík 1. maí?
Hvenær ætli stjórn Starfsgreinasambandsins biðjist afsökunar á því frumhlaupi framkvæmdastjóra síns?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 15:21
VG: Inn með börnin?
Ég held að ég skilji þessa færslu hennar Sóleyjar Tómasdóttur, ritara VG, rétt: Hún er að tala um að það sé nauðsynlegt að endurskoða og þrengja útivistarreglur barna á Íslandi. Ætli það sé stemmning fyrir því í þjóðfélaginu nú á þessum tíma þegar börnin eru farin út í sumar og sól?
3.5.2007 | 15:12
Reiðilestur
Ósk Vilhjálmsdóttir, sem skipar 2. sæti Íslandshreyfingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, hellti sér yfir Egil Helgason og aðra starfsmenn Stöðvar 2 eftir kosningafundinn í Reykjavík norður í gærkvöldi. Egill lýsir þessu svo í pistli þar sem hann talar um að Íslandshreyfingin sé að fara á taugum og hafi það helst fram að færa að skamma fjölmiðlamenn.
Á eftir kosningafundi á Stöð 2 í kvöld réðst á okkur reið kona úr Íslandshreyfingunni. Hún vildi meina að kosningaþættirnir væru svo leiðinlegir að þeir væru að eyðileggja kosningarnar. Vildi meina að þetta væri miklu betra til dæmis í Þýskalandi.
Egill nafngreinir ekki konuna en hann er að vísa til Óskar að sögn heimildarmanns sem varð vitni að uppákomunni. Það þótti mér undarlegt að heyra, Ósk Vilhjálmsdóttir varð eiginlega til sem álitsgjafi og og nafn í pólitískri umræðu af því að hún var fastagestur í Silfri Egils. Mér finnast reyndar kosningaþættir ekki alltaf skemmtilegir, sumir ömurlegir, eins og skattaþátturinn á RÚV þar sem klapplið hló niðursoðnum hlátri eins og í amerískri sápuóperu og Steingrímur J missti sig yfir góðan dreng sem spurði saklausrar og sjálfsagðrar spurningar um yfirlýsingar Ögmundar um bankana. En ég horfi alltaf á þessa þætti á Stöð 2 og bíð eftir lokakaflanum þegar Egill kveikir á grillinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2007 | 15:12
Sagði upp
3.5.2007 | 00:19
Var þetta 1. maí eða 1. apríl?
Það vakti athygli mína að fyrsta frétt kl. 18 á RÚV var viðtal Brodda Broddasonar við Geir H. Haarde um að aldrei hefði verið rætt milli stjórnarflokkanna um að selja Landsvirkjun og að hann sæi ekki að það gerðist á næsta kjörtímabili. Af hverju að taka tvö viðtöl við Geir um sama málið á sama degi, Ingimar Karl hafði jú kynnt og spilað viðtal við Geir um sama mál í fréttum kl. 8 í morgun? Ég sá ekki hvert tilefnið gæti verið til tveggja viðtala við Geir á einum degi um sama málið en vissulega talaði Geir afdráttarlausar í kvöld en í morgun og kláraði væntanlega allar hugsanlegar spekúlasjónir í framhaldi af samsærisbullinu í Skúla Thoroddsen, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins.
En nú sé ég þessa færslu á síðu Denna, þar sem hann heldur því fram að Ingimar Karl hafi endurnýtt gamalt viðtal við Geir í morgunfréttunum og sett í samhengi við bullið í Skúla Thoroddsen. Þetta hafi orðið tilefni krísufunda á fréttastofu RÚV. Fréttastofan sé búin að biðja Geir H. Haarde afsökunar á þessum vinnubrögðum.
Hvenær skyldi stjórn Starfsgreinasambandsins biðjast afsökunar á þáttöku framkvæmdastjóra síns í þessu leikriti?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2007 | 18:57
Afruglari dagsins
Ég fór ekki rétt með að Ísland í Bítið væri ekki á netinu, það er það víst. Og viðtalið í morgun þar sem Heimir og Kolbrún afrugla bullið í Skúla Thoroddsen. Hér er uppritun að meginluta viðtalsins, lesið og sjáið eigin augum á hvaða fótum maðurinn stendur í dylgjum sínum, sem hann notar viðtalið til að leggja á flótta í málinu og saka RÚV um að oftúlka orð sín.
Heimir: Leyfðu mér nú að lesa af heimasíðu Starfsgreinasambandsins. Hér segir bara til þess að taka af allan vafa með þetta: Skúli sagðist hafa fyrir því heimildir að farið væri að undirbúa sölu Landsvirkjunar og búið væri að ákveða hver yrði næsti forstjóri Landsvirkjunar.
Skúli: Lestu það sem ég sagði og það stendur líka hérna á heimasíðu
Heimir: Já, en þetta stendur á heimasíðu Starfsgreinasambandsins orðrétt. En það er annað sem líka vekur athygli. Þú segir að jafnvel sé búið að tryggja Finni Ingólfssyni og S-hópnum hluta af kökunni
Skúli: Ég, ég hérna, það er líka rangtúlkun sko þegar maður fjallar um mikilvæg mál eins og t.d. auðlindamál eða orkumál eins og ég var að gera þarna og þá segi ég orðrétt ég skal bara segja, lesa það fyrir þjóðina og þá sem eru að hlusta á Bylgjuna hvað ég sagði. Ég sagði: Í gær hófst einkavæðing orkufyrirtækja í eigu ríkisins, ríkið ákvað að selja FL Group og Glitni hlut sinn í Orkuveitu Suðurnesja fyrir rúma 7 milljarða og ég fullyrði að undirbúningur sölu Landsvirkjunar er hafinn og ég sagði líka: haldi ríkisstjórnin velli í kosningunum 12. maí verður það gert. Sko
Kolbrún: Af hverju heldur þú að það verði gert, eru flokkarnir búnir að gera eitthvert samkomulag með sér?
Skúli: Ég var að hlusta á Geir Haarde í Ríkisútvarpinu áðan, ekki neitaði hann þessu. Hann sagði að það væri kannski ekki tímabært. Ég meina sko þjóðin fékk líka að fylgjast með hérna landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var nýlega og þeirri umfjöllun sem átti sér stað um sölu hérna orkufyrirtækjanna þannig að það er náttúrulega bara kjánaskapur að halda því ekki fram að það sé fullt af fólki í þessu þjóðfélagi sem gjarnan vill gera þetta og það sem ég er fyrst og fremst að gera er að vekja athygli á þessari umræðu. Það skiptir máli að það komi skýr svör fram um það, bæði fyrir þá 50 þúsund einstaklinga sem eru í Starfsgreinasambandinu hvaða stefnu stjórnvöld hafi í þessum málum. Ég heyrði að Jón Sigurðsson hann andmælti mér harðlega og sagði að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt á sínum fundi að þetta kæmi ekki til greina og það er gott. Ég er ánægður að heyra það
Kolbrún: En getur það þá ekki skýrt kannski það að Framsóknarflokkurinn er að skipa Pál Magnússon stjórnarformann, kannski til að stoppa þá að þetta gerist?
Skúli: Nei, bíddu nú við, bíddu nú við þá segi ég síðan, ég segi hér af hverju held ég þessu fram að hérna að undirbúningur sölu Landsvirkjunar sé á döfinni það er jú vegna þessa landsfundar Sjálfstæðisflokksins, það er vegna þess að þeir eru byrjaðir að semja, þetta er stefna sjálfstæðismanna. Nú Landsvirkjun hún ætlar, það liggur fyrir, Landsvirkjun ætlar að gera upp reikninga sína í dollurum það er ljóst vegna þess að íslenska krónan hún er ónýtur gjaldmiðill ef þú ætlar að fara að presentera einhverja söluvöru fyrir erlendum fjárfestum þá þýðir ekki að gera það í einhverri íslenskri krónu sem hoppar og skoppar það gengur ekki
..
Heimir: Nei
en
.
Skúli: Þannig að sko það sem ég er að gera, ég er reyndar að draga ályktanir. Þetta með hérna S-hópinn það átti nú svona kannski frekar að vera hérna brandari en öllu gamni fylgir alvara.
Heimir: Já, en þú spyrð engu að síður: viljum við þetta er ekkert stopp á spillingunni spyrðu.
Skúli: Ég spyr, ég varpa fram þeirri spurningu minnugur þess að ástæðan fyrir því að ég dreg hér upp nafn Finns Ingólfssonar og S-hópsins það er bara vegna þeirrar umræðu að þegar Búnaðarbankinn var seldur á sínum tíma þá lá það ljóst fyrir að hann var seldur á einhverja 18 milljarða og þessi S-hópur hagnaðist um aðra 18 milljarða og það var talað um það að þetta hefði verið gjöf.
Heimir: Já, já en það er rétt þú segir að
..
Skúli: Ég varpa þessu fram
..
Heimir: Já, já þú ert ekkert að fullyrða um það neitt það er alveg rétt.
Skúli: Ég er ekkert að fullyrða eitt né neitt.
Heimir: Það kemur líka fram á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að þú svona segir líklega gæti það verið liður í því að tryggja S-hópnum hluta af kökunni þ.e.a.s að skipa Pál Magnússon sem stjórnarformann fyrirtækisins Landsvirkjunar en þú segist hafa heimildir fyrir því að það væri búið að undirbúa sölu Landsvirkjunar og búið að ákveða hver yrði næsti forstjóri, hvaða heimildir eru það?
Skúli: Ég segi ekki að ég hafi heimildir fyrir því
Heimir: Ja, ég veit ekki meir því þetta kemur fram á síðu Starfsgreinasambandsins og þú ert þar framkvæmastjóri.
Skúli: Já, ég hérna setti þetta ekki upp sjálfur, ég sagðist í ræðu minni hafa heimildir fyrir því að Kjartan Gunnarsson yrði forstjóri Landsvirkjunar það er það eina sem ég sagðist hafa heimildir fyrir
Heimir: Hvaða heimildir hefur þú fyrir þér í því?
Skúli: Þið blaðamenn eruð nú ekki vanir að gefa upp ykkar heimildamenn. Þið standið vörð um þá
Heimir: Já, en þú ert ekki blaðamaður.
Skúli: Nei, nei ég er það ekki.
Kolbrún: Heldur þú að það yrði vont fyrir Landsvirkjun ef Kjartan Gunnarsson yrði, færi þar fyrir?
Skúli: Kjartan. Sko ég hef þekkt Kjartan frá því við vorum hér saman í Háskóla og reyndar kannski lengur. Hann er hinn mætasti maður og hérna vandur að virðingu sinni og ég hef ekkert upp á Kjartan Gunnarsson að klaga
.
[...]
Skúli: Þetta dæmi um Finn Ingólfsson og S-hópinn það var bara verið að rifja upp gamla sögu sem var mjög umdeild á sínum tíma. Ég vil ekki að slíkt endurtaki sig.
Heimir: Nei, nei Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins takk kærlega fyrir spjallið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 13:00
Meira um bullið í Skúla Thoroddsen
Morgunþættir útvarpsstöðvanna tóku ólíkan framhaldsvinkil á bullið í Skúla Thoroddsen, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, á 1. maí fundinum í Húsavík í gær, sem bar það upp á formann Framsóknarflokksins og nýjan stjórnarformann Landsvirkjunar að tala þvert um hug sér þegar þeir vísuðu í ályktanir flokksins og segðu að einkavæðing Landsvirkjunar kæmi ekki til greina af hálfu Framsóknarflokksins.
Ingimar Karl Helgason, fréttamaður RÚV, ræddi við Geir H. Haarde, í tilefni af sölu á 15% eignarhlut ríkisins í Orkuveitu Suðurnesja, og spurði hann í leiðinni út í hugmyndir hans um einkavæðingu Landsvirkjunar. Geir sagðist ekkert liggja á að huga að því hvað sem síðar verður. Áður en Ingimar spurði Geir að þessu hafði hann rakið í óbeinni ræðu bullið í Skúla Thoroddsen og upplýst að í samtali við Útvarpið hefði Skúli neitað að upplýsa um heimildir sínar. Hann sá hins vegar ekki til að halda því til haga með hvaða hætti Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hrakti bullið í Skúla Thoroddsen í sama fréttatíma og bullinu í Skúla Thoroddsen var útvarpað yfir þjóðina.
Ísland í Bítið tók annan vinkil í málið. Þar var sent út viðtal við Skúla Thoroddson og hann spurður út í heimildir sínar, m.a. í ljósi þess að fyrir liggja ályktanir Framsóknarflokksins, yfirlýsing nýs stjórnarformanns Landsvirkjunar, og yfirlýsing formanns Framsóknarflokksins um að flokkurinn sé andvígur hugmyndum um sölu Lansvirkjunar. Þetta viðtal er ekki til á Netinu en þar hraktist Skúli undan spurningum umsjónarmanna og nefndi að hann hefði nú bara kastað þessu svona fram og talaði eitthvað um brandara í því sambandi. Svo hraður var flótti Skúla undan bullinu að stjórnendur þurftu að benda honum á hvað stæði svart hvítt eftir honum á heimasíðu Starfsgreinasambandsins til þess að fá hann til að kannast við bullið. Þegar yfir lauk stóð hann á því einu fastar en fótunum að hann hefði heimildir fyrir því að Kjartan Gunnarsson ætti að vera forstjóri Landsvirkjunar. Þökk sé umsjónarmönnum Íslands í Bítið fyrir að hafa sýnt fram á að bullið í Skúla Thoroddsen var ekkert annað en bullið í Skúla Thoroddsen, sem taldi víst að það væri nægilegt að segja bara eitthvað krassandi um Landsvirkjun til þess að það kæmist vel og skilmerkilega á framfæri við almenning án þess að hann yrði krafinn um að standa við stóru orðin.
Það eina sem er ljóst eftir þess afferu er að það er ágreiningur milli stjórnarflokkanna um spurninguna um einakvæðingu Landsvirkjunar. Það hefur áður komið fram og ætti ekki að koma á óvart. Það sem kemur á óvart er hve greiða leið bullið í Skúla Thoroddsen átti á öldur ljósvakans. Enn er eftir að fá fram viðbrögð stjórnar Starfsgreinasambandsins við þessari framgöngu framkvæmdastjórans.
Telur líklegt að fleiri orkufyrirtæki verði einkavædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 11:05
Steingrímur J. hellti sér yfir fyrirspyrjanda eftir Kastljósið
Í þætti Sjónvarpsins í gær sá ég Svein Hjört, Moggabloggara og framsóknarmann, standa upp og spyrja Steingrím J. út í ummæli Ögmundar um að það mætti senda bankana úr landi til þess að standa vörð um jöfnuð í landinu. Steingrímur brást reiður við og hjólaði í Svenna, sem er allra manna þægilegastur og ljúfastur í umgengni. En Svenni hefur nú sett frásögn á bloggið sitt af samskiptum þeirra Steingríms eftir þáttinn. Þar stendur þetta:
Ég sagði þar næst við Steingrím að hann hafi gert lítið úr mér í beinni útsendingu og Framsóknarflokknum. Það næsta sem ég veit var að ég sá að hann varð enn æstari og áfram hélt hann áfram að buna á mig skömmum og sagði m.a.; Blessaður komdu þér bara niður á Laugaveg, þarna Kind.is, þar ertu best geymdur. Ég hefði átt að taka þig betur í gegn þarna inni áðan.
1.5.2007 | 18:25
Hvað segir Starfsgreinasambandið?
Hvað segir stjórn Starfsgreinasambandsins um framgöngu og fullyrðingar framkvæmdastjóra síns, Skúla Thoroddsen, í 1. maí ræðu á Húsavík þar sem hann las skáldskap sinn um fyrirhugaða einkavæðingu Landsvirkjunar, dylgjaði um það að fyrirtækið væri ætlað einhverjum einstökum mönnum og að Kjartan Gunnarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætti að vera forstjóri. Er þessi gamli alþýðubandalagsmaður ekki með öllum mjalla?
Hvernig ætlar Starfsgreinasambandið að bregðast við? Er það sátt við að Skúli framkvæmdastjóri lesi úr þessari væntanlegu jólabók sinni húsvískri alþýðu á 1. maí til þess að blanda sér í kosningabaráttu vegna yfirvofandi alþingiskosninga með lygum og dylgjum um tiltekna stjórnmálaflokka og einstaklinga?
Þetta er auðvitað ósvífin flokkspólitísk misnotkun á aðstöðu af hálfu manns sem er er starfsmaður samtaka sem launþegar í tilteknum starfsgreinum eru þvingaðir með lögum til aðildar að. Verst er að maðurinn talar gegn betri vitund þegar hann fullyrðir að vilji Framsóknarflokksins standi til að einkavæða Landsvirkjun.
Gegn þeirri staðhæfingu stóðu þá þegar ályktun síðasta flokksþing, yfirlýsingar nýs stjórnarformanns þegar hann tók við stjórnarformennsku og nú eftir yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar í útvarpsfréttum þarf ekki frekari vitnanna við um að framsókn mun ekki standa að einkavæðingu Landsvirkjunar. Hafi Skúli ekki haft fyrir því að afla sér þessara upplýsinga áður en hann flutti ræðu sína er hann að væna menn um lygar og óheilindi og er það honum auðvitað til minnkunar.
Ekki er þetta þó Skúla til jafnmikillar minnkunar og þeim samtökum sem hafa hann sem forsvarsmenn og hljóta að treysta því að menn vilji hlusta og taka alvarlega opinberar yfirlýsingar framkvæmdastjórans enda séu þær ígrundaðar og málefnalegar. Eða er það svo að verkalýðshreyfingin hefur helst til málanna að leggja þjóðfélagsumræðunni 1. maí að ráðast með lygum, dylgjum og svívirðingum 10 dögum fyrir þingkosningar?
Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar