hux

Meira um bullið í Skúla Thoroddsen

Morgunþættir útvarpsstöðvanna tóku ólíkan framhaldsvinkil á bullið í Skúla Thoroddsen, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, á 1. maí fundinum í Húsavík í gær, sem bar það upp á formann Framsóknarflokksins og nýjan stjórnarformann Landsvirkjunar að tala þvert um hug sér þegar þeir vísuðu í ályktanir flokksins og segðu að einkavæðing Landsvirkjunar kæmi ekki til greina af hálfu Framsóknarflokksins.

Ingimar Karl Helgason, fréttamaður RÚV, ræddi við Geir H. Haarde, í tilefni af sölu á 15% eignarhlut ríkisins í Orkuveitu Suðurnesja, og spurði hann í leiðinni út í hugmyndir hans um einkavæðingu Landsvirkjunar. Geir sagðist ekkert liggja á að huga að því hvað sem síðar verður. Áður en Ingimar spurði Geir að þessu hafði hann rakið í óbeinni ræðu bullið í Skúla Thoroddsen og upplýst að í samtali við Útvarpið hefði Skúli neitað að upplýsa um heimildir sínar. Hann sá hins vegar ekki til að halda því til haga með hvaða hætti Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hrakti bullið í Skúla Thoroddsen í sama fréttatíma og bullinu í Skúla Thoroddsen var útvarpað yfir þjóðina.

Ísland í Bítið tók annan vinkil í málið. Þar var sent út viðtal við Skúla Thoroddson og hann spurður út í heimildir sínar, m.a. í ljósi þess að fyrir liggja ályktanir Framsóknarflokksins, yfirlýsing nýs stjórnarformanns Landsvirkjunar, og yfirlýsing formanns Framsóknarflokksins um að flokkurinn sé andvígur hugmyndum um sölu Lansvirkjunar. Þetta viðtal er ekki til á Netinu en þar hraktist Skúli undan spurningum umsjónarmanna og nefndi að hann hefði nú bara kastað þessu svona fram og talaði eitthvað um brandara í því sambandi. Svo hraður var flótti Skúla undan bullinu að stjórnendur þurftu að benda honum á hvað stæði svart hvítt eftir honum á heimasíðu Starfsgreinasambandsins til þess að fá hann til að kannast við bullið. Þegar yfir lauk stóð hann á því einu fastar en fótunum að hann hefði heimildir fyrir því að Kjartan Gunnarsson ætti að vera forstjóri Landsvirkjunar. Þökk sé umsjónarmönnum Íslands í Bítið fyrir að hafa sýnt fram á að bullið í Skúla Thoroddsen var ekkert annað en bullið í Skúla Thoroddsen, sem taldi víst að það væri nægilegt að segja bara eitthvað krassandi um Landsvirkjun til þess að það kæmist vel og skilmerkilega á framfæri við almenning án þess að hann yrði krafinn um að standa við stóru orðin.

Það eina sem er ljóst eftir þess afferu er að það er ágreiningur milli stjórnarflokkanna um spurninguna um einakvæðingu Landsvirkjunar. Það hefur áður komið fram og ætti ekki að koma á óvart. Það sem kemur á óvart er hve greiða leið bullið í Skúla Thoroddsen átti á öldur ljósvakans. Enn er eftir að fá fram viðbrögð stjórnar Starfsgreinasambandsins við þessari framgöngu framkvæmdastjórans.


mbl.is Telur líklegt að fleiri orkufyrirtæki verði einkavædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll  Pétur

Hvers vegna kemur það þér á óvart,  hvernig Ingimar Karl tæklar þessa frétt á RÚV?  Hann er jú aðstoðartalsmaður Sólar í Efstaleiti.

Andrés Ingi

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband