Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
4.3.2007 | 18:10
Orð dagsins
Björn Bjarnason í síðasta pistli:
Í mínum huga er tiltölulega auðvelt að átta sig á því, hvers vegna virðing alþingis minnkar. Það er ekki endilega vegna þess, að ræður séu langar, heldur vegna þess að í löngum ræðum er í raun ekki sagt neitt sem máli skiptir. Bragurinn á þinghaldinu er einnig þannig vegna framgöngu þingmanna sjálfra og þess sem þykir fréttnæmast af störfum þeirra, að ekki er til þess fallið að vekja virðingu meðal þeirra, sem utan standa. Ef menn sýna ekki hver öðrum virðingu, eða eigin vinnustað virðingu, hvernig er þá unnt að vænta þess, að aðrir beri virðingu fyrir þessum stað?
3.3.2007 | 15:00
Þjóðlendur verði endurskoðaðar
Harðorð ályktun um þjóðlendur liggur fyrir flokksþingi framsóknar. Þar segir:
- Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn fresti frekari framgangi þjóðlendumála á Íslandi og taki lög um þjóðlendur til endurskoðunar.
- Með frestun er átt við að ekki verði lýst kröfum í ný svæði.
- Fjármálaráðuneyti og kröfunefnd þess endurskoði kröfugerð sína þar sem mál standa yfir og leiti þar sem fyrst sátta við jarðeigendur.
- Þá leggja Framsóknarmenn áherslu á að ríkisvaldið uni úrskurðum Óbyggðanefndar enda nefndin skipuð af ríkisstjórn landsins.
Flokksþingið leggur áherslu á að forysta flokksins tryggi máli þessu þinglega meðferð fyrir þinglausnir.
3.3.2007 | 11:08
Hvað með samráð banka og verðbréfafyrirtækja?
Í tilefni af því að Samkeppniseftirlitið réðist í gær til atlögu gegn samráði fyrirtækja í ferðaþjónustu langar mig að koma á framfæri við stofnunina þeim upplýsingum að hér í landinu er starfandi félagsskapur sem heitir Samráð banka og verðbréfafyrirtækja, ef ég man rétt, sem hefur það að markmiði að samræma aðgerðir bankanna gegn neytendum.
Minni svo á þessi ódauðlegu orð Adam Smith:
People of the same trade seldom meet together, even for merriment and diversion, but the conversation ends in a conspiracy against the public, or in some contrivance to raise prices. It is im-possible indeed to prevent such meetings, by any law which either could be executed, or would be consistent with liberty and jus-tice. But though the law cannot hinder people of the same trade from sometimes assembling together, it ought to do nothing to facilitate such assemblies; much less to render them necessary.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2007 | 10:39
Enga pólitíska seðlabankastjóra
Flokksþing Framsóknarflokksins er í þann veginn að fara að afgreiða ályktanir sínar og er verið að dreifa þeim eftir meðferð í nefndum. Einn moli í ályktun um efnahagsmál vakti athygli mína. Hann er svona:
· Afnema pólitískar ráðningar seðlabankastjóra.
Minni á að þegar Jón Sigurðsson lét af starfi Seðlabankastjóra hafnaði framsókn því að skipa eftirmann hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 21:38
"Understatement" ársins - er 365 komið niður í 265?
Tap 365 tæpir sjö milljarðar á síðasta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.3.2007 | 17:46
Siv hótar stjórnarslitum
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði ríkisstjórnarsamstarfið hugsanlega í hættu fáist sjálfstæðismenn ekki til að efna ákvæði stjórnarsáttmálans og setja ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Fáeinir dagar eru eftir af starfstíma Alþingis áður en því verður slitið þann 15. mars vegna kosninga.
Eins og ég sagði hér að neðan er gríðarlegur hiti á flokksþinginu vegna brota sjálfstæðismanna undir forystu Þorsteins Pálssonar á ákvæði stjórnarsáttmálans um þetta efni. Yfirlýsing Sivjar mælist vel fyrir meðal þingfulltrúa sem gerðu góðan róm að máli hennar. Vísir hefur þegar flutt fréttir af þessu en ekki aðrir miðlar, enn sem komið er. Vísir lýsir ummælum Sivjar með þessum orðum:
Siv sagði að ef ekki næðist niðurstaða í málinu væri hugsanlegt að mikil gjá myndaðist milli flokkana þannig að samstarfið lifði það ekki af. Samstarfið heyrði því sögunni til og þá yrði annaðhvort minnihlutastjórn eða einhvers konar starfsstjórn í landinu til kosninga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.3.2007 | 15:44
Átök og auðlindir
Ég heyrði það á máli manna á göngunum á flokksþingi framsóknar, sem ég kíkti á í morgun, að það er gríðarleg ólga í flokknum vegna þess að sjálfstæðismenn eru að svíkjast um að efna ákvæði stjórnarsáttmálans um að setja ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar í stjórnarskrá.
Það stendur þarna upp úr öðrum hverjum manni óánægja með þetta enda liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn einn stöðvar framgang málsins í stjórnarskrárnefnd. Það er fullyrt að Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins, sem situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd, hafi með andstöðu sinni komið í veg fyrir að nefndin legði fram þverpólitískt frumvarp um málið fyrir þingslit í vor. Það er skondin sérstaða þessa auðlindamáls að í því eru ritstjórar tveggja dagblaða miklir gerendur, Styrmir sat í auðlindanefndinni á sínum tíma og vildi þar stjórnarskrárákvæði. Nú kemur Þorsteinn í veg fyrir að sú niðurstaða nái fram að ganga nokkrum árum síðar.
Mér heyrist að það séu allar líkur á að þetta mál muni setja svip sinn á flokksþingið um helgina. Miðað við það hvernig ég les stöðuna yrði ég hissa ef ekki kæmi harðorð ályktun um þetta efni og jafnvel krafa um að flokkurinn taki höndum saman við stjórnarandstöðuna um að ná málinu í gegn standi Sjálfstæðisflokkurinn í vegi fyrir því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 09:54
Týnd eða falin?
Lýst er eftir niðurstöðum skoðanakönnunar sem Capacent/Gallup var að gera meðfram spurningavagni sínum í vikunni 19.-23. febrúar. Spurt var: Mundir þú kjósa umhverfisverndarframboð leitt af Margréti Sverrisdóttur, Ómari Ragnarssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni?
Nú er búið að skila þjóðarpúlsinum og augljóslega líka skýrslunni um þessa spurningu. En ég finn hvergi niðurstöðurnar, þær eru ekki í blöðunum í dag, ekki í útvarpinu og ekki á bloggi Margrétar og Ómars.
Væntanlega hefur skýrslan týnst einhvers staðar: skilvís finnandi komi henni til skila. Eða getur verið að Margrét og félagar hafi einfaldlega orðið fyrir vonbrigðum og ákveðið að flagga ekki niðurstöðunni?
1.3.2007 | 19:13
Kálið og ausan
Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið hjá Vinstri grænum. Eru þeir ekki í svipaðri stöðu og Borgaraflokkurinn og Þjóðvaki voru tveimur mánuðum fyrir skoðanakannanir á sínum tíma? Ég man ekki betur. Það var nú ekki mjúk lendingin hjá þeim flokkum, sem "fóru með himinskautum" og ég spái því að það gangi illa að opna Vinstri grænu fallhlífina næstu vikur. Óskhyggja? Kemur í ljós en ég mun éta hattinn hennar Salóme Þorkelsdóttur ef VG fær 24% 12. maí. Úthringingum var lokið þegar landsfundurinn hófst með netlöggunni og því öllu. Það verður athyglisvert að sjá Gallup könnunina í næstu viku
En núna- þegar Gallup/Capacent er búið að reikna út þjóðarpúlsinn - eru Margrét Sverrisdóttir, Jón Baldvin, Ómar Ragnarsson og félagar búin að fá niðurstöðurnar úr könnuninni þar sem spurt var hvort fólk vildi kjósa umhverfisverndarframboð með þau í forsvari. Hvenær ætla þau að birta þær niðurstöður?
Það er sterk vísbending um erfiða tíma hjá Mogganum að blaðið hafi nú hætt áratugalöngu samstarfi sínu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um skoðanakannanir og sé þess í stað orðið aftursætisfarþegi hjá RÚV um nýtingu á upplýsingum úr könnunum Gallup/Capacent. Það kom fram í útvarpinu að fram að kosningum muni Capacent gera vikulegar skoðanakannanir fyrir RÚV, sem fær að skúbba, og Moggann, sem fær að borga hluta af reikningnum og birta gröf og jórtra bakgrunnsbreytur og aukaspurningar daginn eftir. Staðfest samvist hjá Græna postulínsfálkanum og Bláskjá ohf.
ps. kl. 22. segi að ofan að hringingum hafi lokið fyrir landsfund en venjulega er gallup að klára úrtakið ca. 26 hvers mánaðar. Í frétt RÚV segir að könnunin hafi verið gerð allan febrúar. Kemur í ljós í Mbl í fyrramálið hvaða dagsetningar afmarka hana.
VG með meira fylgi en Samfylking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.3.2007 | 17:47
Skattfrjáls framfærsla - norrænn einstaklingsafsláttur
Ég er búinn að lesa yfir pakkann með drögum að ályktunum sem lagður verður fyrir flokksþing framsóknarmanna í fyrramálið og er býsna ánægður með margt. Til dæmis um skatta einstaklinga, þar er lagt til að tekjur til lágmarksframfærslu séu ekki skattlagðar og tekinn upp einstaklingsbundinn persónuafsláttur að norrænni fyrirmynd. Hugmyndir um leiðir í skattamálum eru þessar:
Einfalda skattkerfið og auka eftirlit með undanskotum. Skilgreina lágmarksframfærslu miðað við aðstöðu hvers einstaklings og miða frítekjumark við að ekki sé greiddur skattur af þeirri fjárhæð. Kannaðir verði kostir þess að taka upp einstaklingsmiðaðan persónuafslátt og fella inn í hann bætur vegna húsnæðis, barna, örorku og annarra aðstæðna. Jafnframt verði kannaðir kostir þess að færa tekjujöfnun skattkerfisins meira inn í tekjuskattkerfið. Draga úr jaðarsköttum. Afnema skal stimpilgjöld.
Fyrstu skref verði að afnema stimpilgjöld nú þegar og vinna vandaðan framfærslugrunn sem notaður verði til grundvallar þegar frítekjumark verður ákveðið. Ég bendi mönnum og konum á að lesa nú og bera saman vinnubrögðin við ályktanagerð hjá okkur frömmurum annars vegar og VG hins vegar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar