Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
1.3.2007 | 17:45
Svavar sagði upp
1.3.2007 | 12:12
Rósa Björk og Svavar hætta á Stöð2 - Kristján Már varafréttastjóri
Það er umrót á fjölmiðlunum. Í morgun var starfsmönnum fréttastofu Stöðvar 2 tilkynnt um starfslok fréttamannanna Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Svavars Halldórssonar. Ennfremur ráðningu Kristján Más Unnarssonar, nestors fréttastofunnar, í starf varafréttastjóra. Þórir Guðmundsson, hefur haft þann titil undanfarið en snýr sér alfarið að því að endurbæta V'isi.is og mun ekki af veita.
Það þynnist enn bekkurinn hjá Stöð 2, stutt er síðan Þór Jónsson, stólpi í innra starfi þar, hætti og Hjördís Rut Sigurjónsdóttir hætti um síðastliðin mánaðamót og fór að vinna hjá pabba sínum, ritstjóra DV.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007 | 11:22
Einn maður - eitt atkvæði
Einn maður - eitt atkvæði. Áhugamenn um stjórnmálasögu hljóta að vera sammála mér um að það eru söguleg tíðindi að slík tillaga sé gerð í ályktunardrögum sem lögð verða fyrir flokksþing Framsóknaflokksins sem hefst á morgun. Lögð er til nákvæm útfærsla á kosningakerfi sem mér skilst að eigi fyrirmynd í Þýskalandi.
Í þessum ályktunardrögum segir að markmiðið sé að tryggja við kosningar til Alþingis persónukjör og vægi kjósenda við röðun á lista til að skapa meiri nálægð milli kjörinna fulltrúa og kjósenda. Leiðirnar að markmiðinu séu þær ða hluti þingmanna verði kjörinn af landslista og hluti í kjördæmum. Kjósendur raði fulltrúum á landslista og kjósi síðan flokk íþví kjördæmi þar sem þeir hafa búsetu. landslisti verði notaður til að velja uppbótarþíngmenn til að tryggja að samræmi sé milli kjörfylgis og fulltrúa á þingi.
Sami einstaklingur getur setið á kjördæmalista og landslista og kemur þannig til álykta sem uppbótarmaður nái hann ekki kjöri í viðkomandi
Orðrétt segir:
Kjördæmum verður fjölgað í til að mynda 11 kjördæmi þar sem 3 eru í kjöri í hverju kjördæmi. Kjördæmamörk breytist í samræmi við breytingar á búsetu og tryggt verði að 1 maður þýðir 1 atkvæði. Sett verði krafa um lágmarksfylgi á landsvísu til að flokkur, sem ekki kemur að kjördæmakjörnum þingmanni, komi til álykta við úthlutun uppbótarþingsæta. [...] Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir því við stjórnarmyndun að nýr meirihluti á Alþingi setji af stað vinnu við að breyta kosningalögunum sem hafi þessi markmið ð leiðarljósi.
Þeir sem ekki átta sig á því að þessi tillaga sæti tíðindum á flokksþingi Framsóknarflokksins ættu að ná í gömlu sögubókina og fletta upp á þingrofsmálinu, hræðslubandalaginu og umræðum sem eru nær í tíma um vægi atkvæða í landinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar