hux

Kálið og ausan

Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið hjá Vinstri grænum. Eru þeir ekki í svipaðri stöðu og Borgaraflokkurinn og Þjóðvaki voru tveimur mánuðum fyrir skoðanakannanir á sínum tíma? Ég man ekki betur. Það var nú ekki mjúk lendingin hjá þeim flokkum, sem "fóru með himinskautum" og ég spái því að það gangi illa að opna Vinstri grænu fallhlífina næstu vikur. Óskhyggja? Kemur í ljós en ég mun éta hattinn hennar Salóme Þorkelsdóttur ef VG fær 24% 12. maí. Úthringingum var lokið þegar landsfundurinn hófst með netlöggunni og því öllu. Það verður athyglisvert að sjá Gallup könnunina í næstu viku

En núna- þegar Gallup/Capacent er búið að reikna út þjóðarpúlsinn - eru Margrét Sverrisdóttir, Jón Baldvin, Ómar Ragnarsson og félagar búin að fá niðurstöðurnar úr könnuninni þar sem spurt var hvort fólk vildi kjósa umhverfisverndarframboð með þau í forsvari. Hvenær ætla þau að birta þær niðurstöður? 

Það er sterk vísbending um erfiða tíma hjá Mogganum að blaðið hafi nú hætt áratugalöngu samstarfi sínu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um skoðanakannanir og sé þess í stað orðið aftursætisfarþegi hjá RÚV um nýtingu á upplýsingum úr könnunum Gallup/Capacent. Það kom fram í útvarpinu að fram að kosningum muni Capacent gera vikulegar skoðanakannanir fyrir RÚV, sem fær að skúbba, og Moggann, sem fær að borga hluta af reikningnum og birta gröf  og jórtra bakgrunnsbreytur og aukaspurningar daginn eftir. Staðfest samvist hjá Græna postulínsfálkanum og Bláskjá ohf.

ps. kl. 22. segi að ofan að hringingum hafi lokið fyrir landsfund en venjulega er gallup að klára úrtakið ca. 26 hvers mánaðar. Í frétt RÚV segir að könnunin hafi verið gerð allan febrúar. Kemur í ljós í Mbl í fyrramálið hvaða dagsetningar afmarka hana.


mbl.is VG með meira fylgi en Samfylking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Var úthringingum lokið fyrir landsfundinn? Þá eiga Vinstri græn eftir að hækka enn því þetta var glæsilegur landsfundur. Netlögguútúrsnúningurinn ykkar er ekki alveg að virka. Þannig að þú verður sennilega að fara að velja þér hatt hjá Salóme til að éta :) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.3.2007 kl. 21:51

2 identicon

Ég veit ekki hvort er sorglegra, það að Vinstri hreyfingin grænt framboð mælist með 24% fylgi eða það að  menn reyna að halda því fram að snúið hafi verið út úr orðum Skallagríms. Maðurinn sagði þetta! Líka ótrúlegt að meistari útúrsnúninga og kjaftforasti stjórnmálamaður landsins skuli væla eins og smákrakki þegar einhver dirfist að gagnrýna orð hans. Þetta er hreint út sagt barnalegt.

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Stefán Stefánsson

Nei Hlynur minn, leið VG mun aðeins liggja niður á við héðan af.
Trúverðugleikinn er enginn eins og sést á formanninum sem þorir ekki að svara óþægilegum fyrirspurnum á Alþingi.  

Það eina sem hann hefur lagt til í atvinnumálum í sínu kjördæmi er helst að gera eitthvað annað og svo fagnaði hann því þegar Kísiliðjan við Mývatn var lögð niður og fjöldi fólks missti atvinnuna.
Það er ekki hægt að finna heilbrigða skynsemi í þessu bulli hjá ykkur.

Stefán Stefánsson, 1.3.2007 kl. 23:08

4 identicon

Framsókn á inni tvo kjósendur, því það gengur alltaf illa að ná sambandi við Eyvind og Höllu. Lögðu Vinstri grænir niður Kísiliðjuna við Mývatn 1. desember 2004? Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarmaður var iðnaðarráðherra frá 15. september 2004 til 15. júní 2006. Fann hún önnur störf fyrir þá 45 sem unnu í Kísiliðjunni? Hún var stofnuð 13. ágúst 1966, áður en náttúruverndarvakning í kjölfar Laxárdeilunnar átti sér stað. Ríkið skellti niður þessari verksmiðju í einni mestu náttúruperlu landsins og hún var sú eina í heiminum sem vann gúr af vatnsbotni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 00:38

5 identicon

Á Netinu er að finna 167 þúsund síður um Netlöggur (internet police) og hér er síða um Netlöggur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu sem upprættu barnaklámhring nýlega:

http://technology.guardian.co.uk/news/story/0,,2018547,00.html

Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt að Neðri-Þjórsá væri skárri virkjunarkostur en ýmsir aðrir ef virkja ætti á annað borð. Það er ekki í verkahring flokksformanna að skipa sveitarstjórnarmeðlimum fyrir verkum, sama í hvaða flokki þeir standa. Þeir greiða atkvæði eftir sinni eigin sannfæringu, eða eiga að minnsta kosti að gera það. Ég efast til dæmis um að Gunnar Birgisson í Kópavogi sé strengjabrúða formanns Sjálfstæðisflokksins í vatnsveitumálinu. En í þingsal er að sjálfsögðu skynsamlegt að vera ekki að gapa mikið í ræðustól þegar randaflugur fara þar með ófriði.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 03:00

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Spennandi tímar framundan, allt fram að fyrstu tölum kl. 22:00 þann 12. maí.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2007 kl. 09:17

7 identicon

Kemur í ljós en ég mun éta hattinn hennar Salóme Þorkelsdóttur ef VG fær 24% 12. maí. Pétur með hverju ætlaru að renna honum niður? Það eru allir á móti stjórninni núna og fylgi stjórnarandstöðu mín aðeins rísa fram að 12. Mai.

Bjarni Hólm (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband