Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 21:45
Eimskip á nú Pósthúsið - sameinast dreifing Mbl og Fbl?
Eimskipafélagið hefur tekið yfir starfsemi Pósthússins, sem m.a. annast dreifingu Fréttablaðsins og annars efnis sem flæðir inn á heimili landsmanna. Einar Þorsteinsson, sem sóttur var til fyrirtækisins frá Íslandspósti árið 2004, lét af störfum fyrir nokkru.
Pósthúsið hefur verið rekið með miklu tapi tvö undanfarin ár. 365 hefur átt tæpan helming í félaginu en meðal annarra eigenda var lengi FL Group. Nú er það breytt og Eimskip er komið með þessa starfsemi undir sinn hatt. Hverjir eiga aftur Eimskip? Jú það eru meðal annars sömu aðilar og eiga nú með beinum og óbeinum hætti 66% hlutafjár í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, þ.e.a.s. Björgólfur Guðmundsson og tengdir aðilar.
Sú staðreynd gefur tilefni til þess að spurt sé hvort framundan sé sameining á dreifikerfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins? Vilji eigenda Fréttablaðsins hefur lengi staðið til þess að ná samningum við Morgunblaðið um sameiginlega dreifingu enda er almennt ekki talið mikið vit í því að blöðin tvö séu að láta blaðbera sína elta hverja aðra hér um götur að næturlagi. Augljós hagkvæmnisrök mæli með sameiningu dreifingar og þannig geti blöðin betur einbeitt sér að því að keppa í blaðamennsku. Fréttablaðsmenn hafa árum saman reynt að ná saman um nýtt fyrirkomulag við Morgunblaðsmenn en ávallt talað fyrir daufum eyrum. Nú gæti nýtt hljóð verið komið í strokkinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2007 | 09:36
Gandhi og Steingrímur
VG er stjórnmálahreyfing í anda Gandhi ef marka má skrif Andreu Ólafsdóttur, sem skipar 5. sætið á lista VG í Kraganum og er ein okkar Velvakendanna hér á spjallþræði Moggans. Það eru sannarlega athyglisverðar upplýsingar, þykja mér, hingað til hef ég ekki tengt þá mikið saman í andanum Steingrím J. Sigfússon og Mohandas (Mahatma) Gandhi, en ég held að Andrea sé örugglega að vísa til hins heimsþekkta andlega og pólitíska leiðtoga.
Að vísu veit ég að þeir eru með sömu andlegu klippinguna Steingrímur og Gandhi en lengra hef ég nú ekki komist í að sjá samlíkinguna með þeirra pólitík hingað til. En það er kannski ekki að marka það, það eru komin allmörg ár síðan ég las sjálfsævisögu Gandhis, The Story of My Experiments with the Truth og ég hef enn ekki komið því í verk að lesa bókina sem Steingrímur J. gaf út nú fyrir jólin. Kannski ég geri það, ég hef lengi verið mjög svag fyrir andlegum meisturum af austræna skólanum, þ.e. austræna í merkingunni Indland og bæirnir þar í grennd en ekki Austur-Evrópa.
En nóg um það, ég ber mikla virðingu fyrir leit fólks að andlegum meisturum og í tilefni af þessum upplýsingum, sem mér finnast í fullri hreinskilni einhverjar merkastu upplýsingar um pólitíska ímynd og hugmyndafræði á Íslandi sem ég hef lengi fengið, hef ég ákveðið að gleðja sjálfan mig og vonandi aðra með lítilli getraun fyrir þá sem kunna að eiga í erfiðleikum með að átta sig á hvað greinir að hugmyndafræðingana Steingrím og Gandhi en Steingrímur er sá á myndinni hér að ofan og til vinstri.
1. Hver sagði: Anger and intolerance are the twin enemies of correct understanding?
a. Gandhi
b. Steingrímur
2. Hver sagði: Er þetta þá allt okkur að kenna? Það er ekki nóg með að við þurfum að þola þig eins og þú ert, helvítis fíflið þitt?
a. Gandhi
b. Steingrímur
3. Hver sagði: Adaptability is not imitation. It means power of resistance and assimilation?
a. Gandhi
b. Steingrímur
4. Hver sagði stundarhátt "djöfulsins!" áður en hann strunsaði á dyr undir ræðu Björns Bjarnasonar á Alþingi fyrir réttri viku?
a. Gandhi
b. Steingrímur
5. Hver sagði: If I had no sense of humor, I would long ago have committed suicide?
a. Gandhi
b. Steingrímur
Rétt svör verða birt síðar í dag.
Uppfært kl. 21.30. Rétt svör eru vitaskuld þau að meistari Gandhi á það sem er ritað á ensku en meistari Steingrímur það sem er á kjarnyrtri íslensku. Þetta vissi fyrstur manna hér í athugasemdakerfinu Hlynur Hallsson, varaþingmaður Steingríms og er honum þökkuð þátttakan sem og öðrum. Einnig komu margar ábendingar um að hér hefði ekki verið rifjuð upp ummæli Steingríms um gungur og druslur, gjarnan voru það pólitískir andstæðingar Gríms sem ekki vildu kommentera en komu því með öðru móti á framfæri. Því er til að svara að versið um gungur og druslur er úr öðrum húslestri sem verður fluttur næst þegar tilefni gefst til, sem áreiðanlega verður innan skamms.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.1.2007 | 22:01
Frábær leikur - súr úrslit
Þetta var einhver magnaðasti handboltaleikur sem ég hef séð, ótrúleg skemmtun, en það var ótrúlega vont á bragðið að tapa svona fyrir Dönum.
Það er eitt að tapa með einu marki á síðustu sekúndu í framlengingu fyrir Frökkum, Rússum, Spánverjum, Pólverjum, Þjóðverjum, Svíum en gegn Dönum er það extra súrt og situr lengi í munni.
Samt, frábær sóknarleikur, Snorri Steinn var algjörlega magnaður. Liðið er búið að standa sig frábærlega á þessu móti en það er alltaf þessi herslumunur.
Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2007 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 21:03
Ögmundur vill bankana burt
Hagnaður viðskiptabankanna þriggja og Straums-Burðaráss mundi nægja til þess að reka ríkissjóð í átta mánuði. Í tilefni af því langar mig að rifja upp nýleg ummæli Ögmundar Jónassonar í samtali við Fréttablaðið 4. nóvember.
Ég geri ekki ágreining við þá sem kvarta undan vaxtamun og þjónustugjöldum bankanna en höldum því líka til haga að gríðarlegur vöxtur þeirra og hagnaður undanfarin ár hefur skilað þessu samfélagi öllu gríðarlegum hagnaði og m.a. átt þátt í því að hér hefur verið hægt að auka framlög til ýmissa velferðarmála. En líklega er Ögmundur ekki alveg sáttur, hann er á móti, og mér skilst að hann vilji frekar að samfélagið komist af án þessa hagnaðar bankakerfisins. Eða er Ögmundur ekki enn þeirrar skoðunar að það sé til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuðinn í samfélaginu niður á við? Honum er velkomið að svara spurningunni í athugasemdakerfinu.
45,2 milljarða hagnaður Straums-Burðaráss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2007 | 20:56
Svanfríður kennir daðri við D um fylgistap
Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar, skrifaði í liðinni viku athyglisverðan pistil á heimasíðu sína um ástæður lélegrar útkomu Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Hún er sammála þeim sem telja að daður forystu flokksins við Sjálfstæðisflokkinn sé meginskýring á hruni flokkksins í skoðanakönnunum. Svanfríður segir:
Það er alveg ljóst að ef Samfylkingin er hugsuð i samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefur hún misst uppruna hlutverk sitt sem var að mynda mótvægi við þann flokk; að bjóða uppá annan valkost í íslenskri pólitík en þann að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni með einhvern hinna sem hækju. Þetta hækjuhlutverk hefur jafnan reynst flokkum illa eins og menn sjá ef litið er yfir feril þeirra flokka sem hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum í undangengnum ríkisstjórnum. [...] Skoðun mín er sú að bara umræðan um samstarf Samfylkingar við Sjálfstæðisflokkinn sé banvæn fyrir Samfylkinguna. Hún getur hinsvegar verið frjósöm fyrir Sjálfstæðisflokkinn...
Svanfríður fer líka háðulegum orðum um kaffibandalagið og segir m.a.:
Það er svo sér kapítuli hvort fólk sem vill taka ábyrga afstöðu í pólitík getur stutt flokk sem gerir sig líklegan til að fara í samstarf við Frjálslyndaflokkinn.
Stefán Jón: Kaffibandalagið mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2007 | 20:39
Föðurbróðir Margrétar kveður frjálslynda
Halldór Hermannsson, landskunnur kjaftaskur af Vestfjörðum, bróður Sverris Hermannssonar og einn stofenda Frjálslynda flokksins gerði upp við Guðjón Arnar og félaga í viðtali við Jóhann Hauksson, morgunhana Útvarps Sögu í morgun og segist ekki ætla að kjósa flokkinn.
Ég reyni að kjósa aðra flokka sem gætu fellt ríkisstjórnina, vinstri græna eða Samfylkinguna, segir Halldór í viðtalinu. Hann lýsir efasemdum um að unnt verði að vinna með frjálslyndum í ríkisstjórn í ljósi þess hverjir þar hafa nú tögl og hagldir, þ.e. Jón Magnússon og félagar úr Nýju afli. Nánar hér.
28.1.2007 | 21:33
Mannvinurinn frá Íslandi
Nú stendur yfir í Davos í Sviss árleg samkoma áhrifamanna hvaðanæva úr heiminum eins og mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarna daga. Meðal þeirra sem sótt hafa þessa samkomu er Björgólfur Thor Björgólfsson. Það er athyglisvert að lesa kynninguna á hinum unga íslenska auðjöfri á heimasíðu samkomunnar. Þar stendur:
Degree in Finance, New York University. Entrepreneur and philanthropist with investments focus on financial services, telecommunications, pharmaceuticals; Founder: Bravo Brewery, St Petersburg, Russia; Novator, London; leading owner: Novator; Straumur-Burdaras Investment Bank, Iceland; Bulgarian Telecommunication Company; Czeske Radiokommunicace; Landsbanki Islands (National Bank of Iceland), Actavis. Chairman: Novator; Straumur-Burdaras Investment Bank; Samson Holdings; Actavis.
Ég stóðst ekki mátið að feitletra orðið philanthropist sem þýðir bókstaflega mannvinur eða sá sem elskar mannkynið, og er nafnbót gefin þeim sem leggja mikið af mörkum til mannúðarmála og starfa í þágu mannkyns og að því að bæta hag náunga síns. Nú dreg ég í sjálfu sér ekki í efa að BTB standi undir þessari nafnbót en varð samt huxi þegar ég sá þetta enda hafa mannúðarstörf hans ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Fyrst kemur í hugann stuðningur hans við leiklistarhópinn Vesturport og það ágæta framtak að skila Háskólasjóði Eimskipafélagsins aftur til Háskóla Íslands. Kannski er eitthvað stórt í vændum frá BTB sem varpar skugga á nýjan sjóð þeirra Samskipshjóna. Og kannski starfar BTB bara að mannúðarmálum utan kastljóss fjölmiðla, ólíkt öðrum íslenskum ólígörkum? Amk þori ég að fullyrða að hann sé hér með orðinn fyrstur Íslendinga til þess að fá nafnbótina mannvinur á alþjóðlegum vettvangi og það í hópi manna á borð við Bill Gates og aðra slíka.
Gates er raunar ekki kynntur sem mannvinur á Davos-síðunni, þótt hann sé nú orðinn víðfrægur fyrir umfangsmestu mannúðarstörf sem sögur kunna frá að greina með stofnun sjóðsins sem kennd er hið hann sjálfan og eiginkonu hans, Melindu. Um Bill Gates segir þetta á Davos-síðunni:
Began career in personal computer software at age of 13 and started programming. 1973, while undergraduate at Harvard University developed BASIC for first microcomputer; 1975, formed Microsoft with Paul Allen to develop software for personal computers. Chairman and Chief Software Architect, Microsoft Corporation; Co-Founder, Bill and Melinda Gates Foundation. Author of: The Road Ahead (1995); Business @ the Speed of Thought (1999).
Kannski vantar Bill Gates bara íslenskan PR-mann til að skrifa CV-ið sitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2007 | 21:13
Stjörnuleikur Björgvins
Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og ráðherraefni, hefur undanfarnar vikur átt hvern stjörnuleikinn á fætur öðrum í pólitíkinni. Meðan Össur Skarphéðinsson stýrir þingflokknum inn í málþóf á þingi og felur Merði Árnasyni forystu um það, meðan vaxandi örvænting vegna lítils fylgis í skoðanakönnunum er sýnileg í öllum yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar á opinberum vettvangi andar Björgvin með nefinu og heldur uppi trúverðugum málflutningi sem vekur athygli út fyrir raðir flokksins. M.a. vakti á dögunum athygli þegar Björgvin brást markvisst við gegn umræðunni um ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og talaði um mögulega sameiningu framsóknarmanna og krata í Samfylkingunni.
Í dag birtist á Vefritinu viðtal við Björgvin í tilefni af afmælishátíð Grósku og er þar komið víða við, m.a. heldur Björgvin áfram að kveða þetta stef. Hann segir:
Við eigum aldrei að hætta að samfylkja fólki vinstra megin við miðju, eða frá miðju til vinstri. Það er ekki fullreynt með það og langt í frá. Ég tel að stór hluti VG og þorri kjósenda Framsóknar séu frjálslyndir jafnaðarmenn í grunninn. Þeir eiga heima hjá okkur í stórri hreyfingu jafnaðarmanna. Hreyfingu á borð við breska Verkamannaflokkinn. Sundrungin tryggir hægri mönnum og Sjálfstæðisflokki endalaus völd. [...]Glæstustu sigrar okkar jafnaðarmanna eru tengdir sameiningu á borð við þessa; Reykjavíkurlistinn og Röskva. Ég ætla áfram að vinna að því. Verkefninu er ekki lokið.
Ég tel ljóst að ef niðurstöður kosninganna í vor gefa tilefni til samræðna Samfylkingar og Framsóknarflokks um ríkisstjórnarmyndun muni Björgvin G. Sigurðsson leika þar lykilhlutverk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 21:05
Þungur dómur
Jón Baldvin sparkaði milli fóta félaga sinna í Samfylkingunni í Silfri Egils í dag og felldi þungan dóm yfir flokknum í upphafi kosningabaráttunnar. Samfylkingin mun heyja þá baráttu með þau orð hins gamla yfir höfðum sér að við uppstillingu flokksins hafi mistekist að finna frambjóðendur sem njóta trausts. Hann er búinn að afskrifa Samfylkinguna sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn og farinn að tala um nauðsyn þess að stofna nýjan flokk.
28.1.2007 | 21:02
Óstjórntækur
Ég hef hvergi séð stjórnmálaályktun landsfundar frjálslyndra og hef þó leitað að henni á heimasíðu flokksins og helstu fréttasíðum. Ég hef hvergi heldur heldur heyrt í fréttatímum sagt frá málefnalegum samþykktum þingsins, allur fréttaflutningur hefur einblínt á hjaðningarvígin.
En kannski skiptir það ekki öllu máli. Það er augljóslega rétt sem einn nýjasti bloggarinn hér á blog.is, Eiríkur Bergmann, segir:
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536845
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar