Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
20.10.2006 | 12:40
Beint til Boga
Forvitnilegastu spurningarnar í hleranamálum nú finnast mér þessar: Mun ríkissaksóknari víkka út rannsókn sýslumannsins á Akranesi þannig að hún nái einnig yfir fullyrðingar um að Jón Baldvin og Steingrímur hafi látið utanríkisþjónustuna rannsaka Svavar Gestsson? Hvers vegna/hvers vegna ekki? Ef saksóknari tekur þessi mál yfir mun Jón Baldvin þá hafa réttarstöðu sakbornings eða vitnis í yfirheyrslum hjá löggunni á Akranesi? Verður Svavar kvaddur til vitnis? Og Róbert Trausti, verður hann vitni eða sakborningur? Sakborningur vegna þagnarskyldu opinbers starfsmanns og/eða vegna þess að njósnir um Svavar hafi verið ólöglegar?
Eða getur landsdómur einn rannsakað og dæmt um meint lögbrot ráðherra? Þá væri ljóst að löggurannsóknarleiðin dugar ekki eins og ýmsir hafa talað fyrir og málið fyrnt? Ef svo er, er þá ekki ljóst að það þarf sérstakan farveg á borð við þingnefnd til þess að leiða hið sanna í málinu í ljós og bjarga því úr þeirri herkví smjörklípuaðferðarinnar sem það er komið í?
20.10.2006 | 11:47
Ritstjórablogg
Sme er byrjaður að blogga. Setur inn leiðarana sína og vonandi meira.
20.10.2006 | 10:24
Hvar er Valli?
Styður Mogginn Gulla gegn Birni í prófkjörinu? Aðsend mynd á bls. 2 af Guðlaugi Þór með Róman Abramóvitsj, báðir gleiðbrosandi og fínir, Gulli svona eins og að máta sig í utanríkisráðherrahlutverkið. Í bakgrunni má, ef vel er að gáð, sjá Ólafi Ragnari Grímssyni bregða fyrir.
20.10.2006 | 10:15
Orð dagsins
Allar þær símhleranir og persónunjósnir sem sannarlega voru stundaðar hér eiga það sammerkt að hafa engu skilað, enga sekt sannað og aðeins verið byggðar á ótta ráðandi afla hverju sinni.
20.10.2006 | 10:03
Góður punktur
Góður punktur í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag um Róbert Trausta Árnason, sem hefur komið fram og upplýst að Jón Baldvin og Steingrímur hafi beðið sig að grennslast fyrir um starfsemi STASI á Íslandi. Róbert segir að þessu hafi verið beint gegn Svavari en Jón Baldvin kannast ekki við það.
Allt um það, Þorsteinn Pálsson bendir á að með því að gerast heimildarmaður Þórs Whitehead hafi Róbert rofið þagnarskyldu opinbers starfsmanns en að það muni væntanlega engin eftirmál hafa fyrir hann því að ef hann hafi fengið fyrirmæli um að njósna um Svavar hafi þau verið ólögleg og þagnarskylda opinberra starfsmanna gildi ekki um ólögleg fyrirmæli. Þetta er náttúrlega lykillinn að því að fá fram á borðið allar upplýsingar um þessi mál, að opinberir starfsmenn sem hugsanlega hafa unnið einhver verk af þessu tagi að fyrirmælum yfirboðara sinna stígi fram, tjái sig og geri sér grein fyrir því að sú þögn sem þeir töldu að þeir ættu að viðhafa um starfsemina var og er ólögleg.
Sennilega vinnur ekkert jafnmikið gegn því að upplýsingar komi fram og sú rótgróna hugmynd opinberra starfsmanna í löggu- og fjarskiptageiranum og utanríkisþjónustunni að þeir séu bundnir algjörri þagnarskyldu um allt sem þeir gera í vinnunni. En eins og Þorsteinn bendir á, þá á það bara við um lögleg fyrirmæli yfirmanna. Kannski stíga nú fleiri fram.
19.10.2006 | 11:08
Þú segir nokkuð
Hverjir ætli tapi mestu vegna hvalveiðanna? Ef ég væri breskur græningi mundi ég strax skipuleggja bojkott á Nonnabúð í Oxford-stræti og allar hinar búðirnar hans Baugs, sem er búinn að ná til sín stórri sneið af smásölumarkaðnum í Bretlandi. Láta þá finna fyrir því. Ég væri sannfærður um að það væri rétta leiðin til þess að telja ríkisstjórninni hughvarf að efna til mótmæla gegn Baugi og auðvitað sendiráðinu, kannski líka Bakkavararbræðrum.
19.10.2006 | 10:40
Þegar stórt er spurt...
19.10.2006 | 10:10
Allir vinna
Það var ekki lengi gert að kalla fram svör við hvalræðinu hér að neðan. Vinningshafi er Svanborg Sigmarsdóttir. Í verðlaun fær hún (og reyndar allir aðrir) aðgang að opinni vefsíðu þar sem lesa má Moby Dick frá upphafi til enda.
18.10.2006 | 22:08
Hvalræði dagsins
Sá sem spurt er um lagði áratugi af ævi sinni undir tryllta leit að hval án þess að skeyta um hverju var til kostað. Hvað heitir hann? Nefnið líka hvalskipið hans og segið frá því hvor hafði betur, hvalurinn eða maðurinn með þráhyggjuna. Svör skráist í kommentakerfið. Verðlaun í boði.
18.10.2006 | 12:37
Gott hjá þeim
SUS mótmælir leyniþjónustuhugmyndum og vill rannsókn á hlerunum. Skil þá reyndar þannig að þeir telji að rannsókn ríkissaksóknara eigi að nægja og er ósammála því. Guðmundur er eljusamur í málinu, vekur nýjar spurningar. Mér sýnist allt sem fram kemur styðja hugmyndir um að þingið láti að sér kveða í hleranamálum. Þetta á ekki að vera flokkspólitíkst mál. Það er vísasti vegurinn til þess að klúðra því og koma í veg fyrir að sannleikurinn komi í ljós.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536849
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar