Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
18.10.2006 | 11:21
Framtíðarhorfur hvalveiðiráðuneytisins
Athyglisvert mál. Ríkisstjórnin er búin að setja í gang vinnu vegna þessa og var Birni Bjarnasyni og Árna Magnússyni falið að annast hana. Það var einhvern tímann rætt um þetta í fjölmiðlum við Björn en aldrei við Árna svo ég minnist. Hvar ætli málið standi, ætli sú vinna sem farin var í gang hafi verið lögð til hliðar þegar hann hvarf úr ríkisstjórninni eða er kannski enn verið að vinna að þessu?
18.10.2006 | 10:16
Orð dagsins II
Leiðari Moggans um hvalveiðar:
"Þeir menn, sem taka svona vanhugsaða ákvörðun, eru ekki með heildarhagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Þeir eru þvert á móti að þjóna þröngum sérhagsmunum, sem eru svo þröngir að það er ekki nokkur ástæða til fyrir stjórnmálamenn að hlaupa eftir þeim."
18.10.2006 | 10:12
Orð dagsins I
Staksteinar: Nýjar kynslóðir Íslendinga þurfa að hafa aðgang að upplýsingum um þessa sögu. Það verður erfitt fyrir þær að skilja sumt af því sem þá gerðist. Það er erfitt ef ekki ómögulegt að koma tíðaranda þeirra ára til skila, en það er sjálfsagt að reyna og tryggja greiðan aðgang að upplýsingum.
18.10.2006 | 10:05
Alltaf er auglýsingadeildin að koma á óvart
Birgir Ármannsson á forsíðu Blaðsins og líka á baksíðunni, síðu 2 og næstöftustu síðunni. Ég get ímyndað mér stemmninguna á ritstjórn Blaðsins þegar það fær svona sendingar frá auglýsingadeildinni, tveimur dögum eftir lesendakönnun sem staðfestir að það er í gífurlegri sókn.
Það verður athyglisvert að sjá hvað Valdimar segir um þessi vinnubrögð. En ég vona að Birgi gangi vel og að sjálfstæðismenn í Reykjavík lesi kálfinn frá upphafi til enda og styðji Birgi svo í 3.-5. sætið. Hann er toppmaður.
17.10.2006 | 19:22
Fréttayfirlit
Það bar til tíðinda í prófkjörsfréttum í dag að Ágúst Ólafur Ágústsson fór viðurkenningarorðum um dómsmálaráðherra í frétt um fangelsismál. Gott hjá Ágústi Ólafi að viðurkenna það sem vel hefur verið gert, það gerir stjórnmálamenn miklu foringjalegri og traustari að vera sanngjarnir í garð andstæðinganna og þora að viðurkenna staðreyndir, ekki bara vera fúll á móti. Gagnast honnum kannski í prófkjörinu.
Það bar ennfremur til tíðinda að Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem lýsti yfir framboði í 2. sæti hjá framsókn í Kraganum um helgina, komst í fréttirnar og talaði um mjólkuriðnað og neytendur. Góð byrjun á kosningabaráttunni hjá honum.
Loks er þess að geta að Gylfi Arnbjörnsson hefur dregið sig til baka úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík en þar hafði hann lýst yfir framboði í 3.-4. sæti. Gylfi er framkvæmdastjóri ASÍ. Hann sætti gagnrýni víða (t.d. hér) fyrir viðbrögð sín við matarskattsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þau þóttu of prófkjörskandídatsleg fyrir mann í hans stöðu og í kjölfarið gaf ASÍ m.a. út yfirlýsingu. Gylfi klikkaði á því að viðurkenna ekki það sem vel er gert. Meinið var að hann gerði ekki skýran greinarmun á hlutverki pólitíkuss og forystumanns fjöldasamtaka sem byggja á nauðungaraðild. Nú hefur Gylfi ákveðið að halda sig við ASÍ og láta drauminn um Alþingi bíða betri tíma.
17.10.2006 | 13:58
Rannsóknarhagsmunir og aðrir hagsmunir
Ríkissaksóknari er náttúrlega að gera skyldu sína með því að hefja opinbera rannsókn á hleranamálinu og eðli málsins samkvæmt beinist sú rannsókn að því að leita sakborninga og draga þá fyrir dóm. Þannig er þetta lögfræðikerfi og gott og vel. Ríkissaksóknari er svo sjálfstæður að hann er einn handhafi ákæruvalds, við erum sem betur fer ekki á tímanum fyrir 1961 þegar dómsmálaráðherra sjálfur var handhafi ákæruvaldsins.
En ríkissaksóknari býr ekki við mjög lýðræðislegan ramma. Hann er ekki ábyrgur gagnvart neinum og enginn hefur möguleika á að kæra t.d. ákvörðun hans að sækja mann ekki til saka á grundvelli rannsóknar. Og enginn á heimtingu á að fá aðgang að neinum upplýsingum frá ríkissaksóknara nema þá dómari og verjendur í þeim tilvikum þegar rannsókn leiðir til þess að ákæra er útgefin og þá aðeins þeim gögnum sem lúta að því sakarefni sem saksóknari hefur ákveðið að leggja fyrir dóm. Ef ákæra er ekki gefin út hefur enginn möguleika á að krefja saksóknara um skýringar og rökstuðning fyrir opnum tjöldum. Það er enginn að gæta varðanna og spurningin í þessu máli er einmitt sú: hvað hafa verðirnir verið að gera.
Það er mjög mikið af lögfræðingum í íslenskum stjórnmálum og stundum er eins og þeir vilji taka sig saman um að smætta bara stjórnmálin niður í lögfræðileg viðfangsefni. Þannig er það ekki, traust og trúnaður eru til dæmis ekki bara einhver lögfræðileg hugtök. Þess vegna þarf þingið að taka þetta mál af framkvæmdavaldinu, kannski ekki þann þáttinn sem snýr að glæp og refsingu heldur hinn sem snýr að grundvallartrausti á stofnunum samfélagsins. A.m.k. eiga rannsóknarhagsmunir ekki að þurfa að þvælast fyrir því að opinber umræða haldi áfram um málið.
16.10.2006 | 15:18
Gott hjá Þorgerði Katrínu
Menntamálaráðherra ætlar ekki að þvælast fyrir því að Kjartan Ólafsson fái að sjá gögnin um hleranir sem dómsmálaráðherra bað þjóðskjalavörð að geyma fyrir sig. Hún ógildir synjunarúrskurðinn.
16.10.2006 | 14:02
Mogginn var með 8,8% frídreifingu
Þegar nánar er rýnt í könnun á dagblaðalestri kemur í ljós að Blaðið er orðið stærra en Mogginn á höfuðborgarsvæðinu, en að vísu munar þar innan við prósenti. Svo er að því að hyggja að Mogginn jók frídreifingu milli kannana, nú var frídreifing Moggans hvorki meiri né minni en 8,8% en síðast 8%. Þrátt fyrir þetta tókst ekki að halda lestrinum yfir 50%. Annað athyglisvert er að Blaðið meira en tvöfaldar lestur sinn í aldurshópnum 20-29 ára. Í maí var lesturinn 17,9% í þeim hópi en er nú kominn í 39,1%. Þannig að blaðalestur ungs fólks er að aukast. Það má telja vel af sér vikið hjá Fréttablaðinu að halda sínu og bæta við sig örlitlu miðað við þá siglingu sem Blaðið hefur verið á.
16.10.2006 | 12:41
Fleiri lesa Fréttablaðið, Blaðið í stórsókn, Mbl dalar
Það er kátt á hjalla í Skaftahlíðinni í dag og líka á ritstjórn Blaðsins. Niðurstöður úr lestrarkönnun dagblaða voru að koma í hús. Fréttablaðið er með 68,9% lestur og eykst hlutdeildin um 0,6% frá því í maí. Mogginn tapar hins vegar 4,7% lesenda og fer í 49,6% lestur. Sme og Janus eru sjálfsagt býsna kátir með útkomu Blaðsins því það bætir við sig hvorki meira né minna en 12,7% og hefur nú 45,6% lestur. Þeir feðgar eru því farnir að anda ofan í hálsmálið á stóra bróður, hinum megin við vegginn í Hádegismóum. Og ætli það sé ekki sókn Blaðsins sem veldur mestu um minnkandi lestur Moggans?
15.10.2006 | 23:00
Kæri Jón
Kæri Jón. Ég sá þig í Silfrinu í dag og ákvað svo að skrifa þér línu vegna hlerananna. Mér finnst ekki hægt að gera þá kröfu til Jóns Baldvins og Árna Páls að þeir fari til dómsmálaráðherra eða umboðsmanns og láti rannsaka hvort þeir voru hleraðir í utanríkisráðuneytinu. Við erum að tala um grun, sem því miður virðist rökstuddur, um að hér hafi verið stundaðar hleranir án dómsúrskurða. Slík starfsemi skilur ekki eftir sig gögn í stjórnsýslunni með venjulegum hætti.
Ég hlustaði á viðtal við Geir H. Haarde í ríkissjónvarpinu á laugardagskvöld. Hann vill láta rannsaka þann árangur sem hleranir byggðar á dómsúrskurðum fyrir 1991 báru og miðla kaldastríðsgumsinu svo út í þjóðfélagið. Ég held að það sé ekki ekki málið heldur hitt hvort þessi starfsemi var stunduð innan ramma laga og réttar eða ekki. Því miður er mörgum erfiðum en nauðsynlegum spurningum ósvarað. Það nægir ekki að rannsaka gögn, það þarf að tala við fólk.
Kæri Jón, ég vona að þú hlustir frekar á Guðna en Geir í þessu máli. Guðni skynjar eins og oft áður hvernig þjóðarsálin metur þetta mál. Framkvæmdavaldinu er bara ekki treystandi til að rannsaka sig sjálft í þessu efni. Settu þetta nú í rannsókn í þingnefnd, kæri Jón, ekki láta Framsóknarflokkinn elta íhaldið út í þetta fúafen. Þú ræður því á endanum, við vitum það öll.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536849
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar