Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
25.10.2006 | 14:02
Mæla skal þarft eða þegja
Mér finnst þetta rétt ábending hjá Guðmundi:
Það er í vinnu hjá ríkinu sem stjórnast af lögunum en ekki hjá mönnunum sem fara með ríkisvaldið hverju sinni. Þannig að nú er rétti tíminn fyrir alla litlu Landssímamennina að koma fram ef þeir hafa eitthvað að segja og tali þeir þá hreint út, það vantar ekki hálfkveðnar vísur inn í þessa umræðu. Hún líður hins vegar mjög fyrir skort á upplýsingum og staðreyndum.
25.10.2006 | 13:59
Egill dagsins
25.10.2006 | 12:43
Elín Alberts á Blaðið
Blaðinu hefur bæst góður liðsauki. Elín Albertsdóttir hefur verið ráðin þar til ábyrgðarstarfa á ritstjórninni og kemur til vinnu um næstu mánaðamót. Elín er með reyndustu mönnum í faginu, nýhætt sem ritstjóri Vikunnar og var áður lengi á DV. Væntanlega mun hún taka að sér störf á innblaðinu.
Einnig er komin í fréttir á Blaðinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir, sem áður var aðstoðarritstjóri Vikunnar, og þar áður í fréttum á DV. Ekki er vafi á að það styrkir unga ritstjórn Blaðsins að fjölga þar reynsluboltum í hópi blaðamanna.
25.10.2006 | 10:32
Orð dagsins
Kristján G. Arngrímsson í viðhorfi í Morgunblaðinu:
24.10.2006 | 20:47
Hvenær styður maður mann?
Þorkell Sigurlaugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eimskip og nú stjórnandi hjá Háskólanum í Reykjavík, frétti nefnilega fyrst af því þegar hann var að lesa Moggann á laugardagsmorguninn að hann væri yfirlýstur stuðningsmaður Björns Bjarnasonar. Þorkell hafði ekki hugmynd um það fyrr en hann las það í Mogganum að hann styddi Björn og meira að segja opinberlega. Honum brá sem von var og hringdi í Björn til þess að kalla eftir skýringum og árétta við hann að hann ætlaði ekki að lýsa yfir stuðningi við nokkurn mann í þessu prófkjöri nema Guðfinnu rektor í 3ja sætið.
Birni varð eðlilega ekki vel við að fá þetta símtal og baðst afsökunar. Hann hafði ekki sjálfur ákveðið að auglýsa stuðning Þorkels við sig heldur talið að stuðningsmenn sínir hefðu fengið leyfi hans sjálfs til þess. Svo var ekki.
Hið merkilega er að þetta mun ekki vera einsdæmi í þessari prófkjörsbaráttu. Frést hefur að fleiri sjálfstæðismönnum hafi svelgst á morgunkaffinu þegar þeir hafa lesið og séð sjálfa sig lýsa yfir stuðningi við mann og annan, að þeim sjálfum forspurðum.
24.10.2006 | 18:26
Orð dagsins
Lesið pistlil Guðmundar Magnússonar, sem fer vel yfir kaldastríðsmál og hleranir og kemur að kjarna málsins þegar hann segir:
24.10.2006 | 18:21
Atlaga dagsins
Össur botnar pistil dagsins um slag Björns og Gulla í prófkjöri sjálfstæðismanna með orðum sem ég gæti trúað að einhver líti á sem ósvífna atlögu:Hvernig á alþýða manna að bera traust til stjórnmálanna, þegar stærsti flokkur þjóðarinnar hagar sér einsog mexíkanskur bófaflokkur?
24.10.2006 | 18:06
Er þetta þín sjoppa, Halli?
Haraldur Johannessen segir sjálfsagt að taka ábendingar Ríkisendurskoðunar til skoðunar!! Maðurinn talar eins og þetta sé hans eigin sjoppa. Auðvitað er það dómsmálaráðherra en ekki Haraldur sem er ábyrgur fyrir því að 1. ábendingum Ríkisendurskoðunar um það sem betur má fara í rekstri ríkislögreglustjóra verði sinnt og 2. að stjórnendum embættisins sé treystandi til að hrinda þeim í framkvæmd.
24.10.2006 | 14:28
Ekki frétt dagsins
24.10.2006 | 10:44
Tímabær útrás
Halldór Ásgrímsson verður fínn í þetta:
Íslensk stjórnvöld sækjast eftir því að næsti aðalritari Norrænu ráðherranefndarinnar verði Íslendingur. Íslendingur hefur aldrei gegnt stöðunni.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar