Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
27.10.2006 | 11:34
Ljóð dagsins
Það hefur líklega verið á degi eins og þessum sem Stefán Jónsson orti:
Hrollkaldri rigningu hann hellti yfir landið
svo hrikti í hriplekum torfkofaskriflunum
en andstkotinn má vera óspar á hlandið
ef hann ætlar að drekkja öllum helvítis fíflunum.
26.10.2006 | 22:05
Allt í klandri
Ég sagði hér að neðan að borgarstjórinn styddi Gulla og dró þá ályktun af heilsíðuauglýsingunni góðu. Eftir að hafa horft á gamla, góða Villa í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ljóst að ekki er allt sem sýnist. Borgarstjóri veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hvað getur hafa breyst í dag?
Formaður og borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins eru greinilega ekki mjög miklir kappar þegar á hólminn er komið. Þeir létu hafa sig í það að efna til átaka við Kjartan og Björn en reyna svo að hlaupa í felur þegar mest gengur á. Kannski er þeim einhver vorkunn, það er örugglega hægara sagt en gert að eiga við þá innvígðu og innmúruðu í bardagaham.
En óneitanlega hefði verið gaman að vera fluga á vegg þegar Guðlaugur Þór horfði á þetta, nýbúinn að eyða tæplega hálfri milljón í heilsíðuauglýsingu með Villa í Fréttablaðinu. Og nú sé ég frétt á heimasíðu Gulla þar sem fagnað er "afgerandi stuðningi" borgarstjórans. Ertu ekki að grínast?
26.10.2006 | 19:18
Mannauðsstjórnun
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vill tryggja aðgengi útlendinga að íslenskunámi. Gott hjá honum.
Ég þekki kennara sem er með tvo 15 ára gamla drengi í bekknum sínum, nýflutta til landsins. Hann gerir sitt besta en hvorugur skilur orð í íslensku og móðurmál þeirra er annarrar gerðar og ættar en okkar. Þeir mæta í skólann og sitja kyrrir á sínum stað í bekknum frá klukkan 8-14 fimm daga í viku, skilja ekki orð og fá nánast enga aðstoð til þess að læra tungumálið eða læra eitthvað á sínu eigin.
Ég er viss um að með hverjum tímanum vex innra með þeim sú tilfinning að þeir séu utangarðs, öðruvísi, eigi ekkert sameiginlegt með hópnum og þeir gætu eins verið á tunglinu. Það er bókstaflega verið að reka þá út úr samfélaginu með því að sóa tíma þeirra á þennan hátt.
Þú reddar þessu Maggi, það er bara verið að rækta þarna reiða, unga menn. Við eigum nóg af þeim fyrir.
26.10.2006 | 18:14
Koddahjal dagsins
Sveitarstjórnarmenn halda áfram að lýsa yfir stuðningi við frambjóðendur. Borgarstjórinn í Reykjavík styður Gulla og nú blandar þessi bæjarstjóri sér í leikinn í öðru prófkjöri. Yfirlýsing hans er álíka óvænt og stuðningur Villa við Gulla, eða svona um það bil.
26.10.2006 | 12:59
Ertu að hlusta, Einar Kristinn?
Í viðtali við Jóhann Hauksson segir Illugi Gunnarsson m.a. þetta:
Ég vona að Illugi verði ekki undir og klemmist á milli í yfirstandandi borgarastyrjöld sjálfstæðismanna í Reykjavík. Öflugur og frjór náungi, sem hefur mikið fram að færa í pólitíkinni. Mensch, held ég að megi segja.26.10.2006 | 10:05
Vandræði
Mér er sagt að vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík séu nú á þrotum allar birgðir af vöfflumixi í verslunum í borginni.
26.10.2006 | 08:46
Hvenær styður maður mann III
Gulli og Villi svara fyrir sig á bls. 9 í Fréttablaðinu í dag. Heilsíðuauglýsing, þeir standa hlið við hlið, skælbrosandi og Vilhjálmur handskrifar stuðningsyfirlýsinguna sína til þess að það fari nú ekki á milli mála að hann standi með Gulla og að Björn hafi ekki haft leyfi til þess að tala um stuðning borgarstjórans við sig.
25.10.2006 | 21:44
Talsmaður neytenda
Gísli Tryggvason hefur sýnt að hann er prinsíppmaður og er kominn í fjölmiðlabindindi fram yfir prófkjör til þess að verja embætti sitt ásökunum um pólitíska misnotkun. Með þessari ákvörðun komst hann reyndar í fréttirnar en gott hjá honum og til háborinnar fyrirmyndar.
Nú er skarð fyrir skildi. Hver á að gæta hagsmuna neytenda og vera talsmaður þeirra? Eiga íslenskir neytendur nú engan vin? Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar leysi vandann. Ég hef því ákveðið að axla þessa ábyrgð í forföllum Gísla, eða fram til 4. nóvember. Ég mun ekki krefjast launa fyrir starfið ekki fremur en Kjartan Gunnarsson krafði Sjálfstæðisflokkinn um laun fyrir erfiði sitt. Maður verður að gera skyldu sína, eins og kallinn sagði. Hefst nú lesturinn:
Meðalverð á slægðri ýsu á fiskmörkuðum í síðustu viku var 167 kr./kg og framboðið gríðarlegt. Í dag borguðum við hjónin 1.300 krónur fyrir kílóið af ýsuflökum í búð. Það er eitthvað að.
Ég er að velta þessu fyrir mér í sambandi við verðlagið hér á landi. Nú eru ekki tollar eða vörugjöld að sprengja upp verðlagið á ýsunni. Landbúnaðarkerfið er mér engan veginn að skapi. Ég væri til í að hafa á því endaskipti og geta keypt osta hvaðanæva að en ég er hræddur um að það yrði ekki til þess að lækka verðið á ýsunni.
Íslenskir neytendur eru hafðir að fíflum á öllum sviðum, ekki bara í bensínsölu, bankaviðskiptum og verði á landbúnaðarvörum.
Góðar stundir.
25.10.2006 | 15:56
Hvenær styður maður mann II?
Í dag er dreift í hús í borginni bæklingum frá bæði Guðlaugi Þór og Birni Bjarnasyni. Báðir flagga því að þeir njóti stuðnings Vilhjálms borgarstjóra. Engum kemur á óvart að Vilhjálmur styðji Gulla, hann á honum sennilega öðrum fremur að þakka sigurinn í prófkjörinu sl. haust og þar með borgarstjórastólinn. Hins vegar hafa margir rekið upp stór augu við að sjá Vilhjálm á forsíðu stuðningsmannablaðs Björns. Vilhjálmur sjálfur er víst einn þeirra sem varð hissa, og hreint ekki glaður.
Það sem þarna mun hafa gerst er að Vilhjálmur flutti stutta tölu við opnun kosningaskrifstofu Björns og fór viðurkenningarorðum um frambjóðandann við það tækifæri, eins og tilheyrir. En mínar heimildir úr herbúðum Gulla herma að Vilhjálmur hafi verið alls óviðbúinn því að stuðningsmenn Björns tækju setningar úr þeirri tölu og settu með mynd á bæklings Björns til þess að gefa til kynna sérstakan stuðning borgarstjórans við Björn og þar með andstöðu við Gulla. Gamli, góði Villi hafi ekki gefið leyfi til þess að þetta efni væri notað á þennan hátt. Hann er sagður vera að velta fyrir sér viðbrögðum.
Það verður spennandi að sjá hvernig þeir fóstbræður Vilhjálmur borgarstjóri og Guðlaugur Þór bregðast við. Hvaða mótleik eiga þeir?
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536847
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar