Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
29.10.2006 | 10:30
Eftir storminn
Sigurjón og Guðmundur eru búnir að melta prófkjörið, hvor með sínum hætti. Úrslitin hljóta að vera Birni og nánustu starfsmönnum Davíðs mikil vonbrigði, það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast. Athyglisvert að tveir nýliðar skella þorra þingflokksins aftur fyrir sig en Guðfinna og Illugi voru auðvitað mjög sterkir frambjóðendur.
Kona í 4., 7. og 10. sæti, Ásta Möller segir í Fréttablaðinu að staða kvenna á listanum sé sterk. Það var og.
Kjörsóknin finnst mér lítil miðað allt sem var undir lagt, rétt rúmlega 50%.
28.10.2006 | 22:36
Lúðvík og léttadrengirnir
Lúðvík Bergvinsson er eini frambjóðandinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem hefur nægilega reynslu til þess að verða ráðherra. Eina von Samfylkingarfólks um að kjördæmið fái "sinn ráðherra" liggur í því að Lúðvík verði í efsta sætinu. Aðrir frambjóðendur hafa ekki þá reynslu sem til þarf. Þetta eru svolítið krassandi staðhæfingar. Hver er heimildin? Jú, það er Lúðvík Bergvinsson sjálfur. Hann lætur hafa þetta eftir sér í Eyjablaðinu Vaktinni.
28.10.2006 | 14:19
Aftur á hleri
Var að skoða gögnin á skjalasafn.is , - það sem varðar 1949. Sé ekki betur en eina gagn dómsins hafi verið forsíða Þjóðviljans. Af henni er ekki auðvelt að álykta um annað en að fólk hafi ætlað að færa sér í nyt fundafrelsið og mótmæla. Það er krafist þjóðaratkvæðis og sagt að þingmönnum verði hafnað í næstu kosningum. Þetta er hlaðið þjóðernishyggju fremur en byltingarhyggju. Markmiðið virðist að framleiða pólitískan þrýsting, ekki byltingu, svona ef lesið er það sem stendur í línunum.
Svo er eins og dómurinn krefjist einskis rökstuðnings fyrir því að viðkomandi einstaklingar eigi að vera við þetta ætlaða valdarán riðnir. Ekki einu sinni augljóst að dómarinn viti hverja á að hlera. Það er ekkert próf lagt fyrir lögregluna, engir þröskuldar settir upp. Áttu þessir einstaklingar ekki í grófum dráttum sömu stjórnarskrárvörðu réttindi þá og þeir ættu nú? Minni á að á þessum tíma var þrígreining ríkisvaldsins ófullkomin í meira lagi, rannsóknarlögregla undir sakadómara og ráðherra fór með ákæruvaldið. Hvað var gert til að tryggja meðalhóf í aðgerðunum? Voru ekki lýðræðisöflin að verjast? Trúðu þau ekki í verki á það sem þau sögðu í orði?
Það kemur fram í greinargerð dómsmálaráðuneytisins að það eigi að hindra Alþingi í störfum sínum, sama orðalag og iðulega hefur verið síðan viðhaft um það sem gerðist á Austurvelli. Voru aðrar heimildir um það en forsíða Þjóðviljans? Mér sýnist sú ályktun síður en svo blasa við af því sem stendur í blaðinu. Mér sýnist þessi gögn vera heimild um paranoju stjórnvalda, fyrst og fremst, og til þess fallin að maður vilji túlka það sem gerðist dagana á eftir í því ljósi.
28.10.2006 | 13:38
Enn á hleri
Þá er Guðni Jóhannesson búinn að greina frá því að hann hafi séð gögn sem bendi til þess að Ólafur Jóhannesson hafi vitað um flesta þætti í starfsemi öryggisþjónustu lögreglunnar og gefur afdráttarlausa yfirlýsingu um að það sé rangnefni að tala um leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins. Fínt að þetta liggi fyrir og ég hlakka til að sjá Guðna greina nánar frá þessum gögnum. Mér finnst líka gott hjá Guðna að árétta að Björn hafi greitt honum leið í hans störfum að þessu máli enda hef ég alltaf skilið Björn þannig að hann vildi að sem mest og best yrði um þessi mál öll fjallað.
28.10.2006 | 12:12
Klukkan er rúmlega tólf
Hvernig fer þetta hjá sjálfstæðismönnum? Hef ekki hugmynd og held þetta sé tvísýnt. Miðað við að það eru 21.000 á kjörskrá og óflokksbundnir stuðningsmenn mega kjósa finnst mér kjörsóknin fara hægt af stað. Gæti unnið með Gulla, hann hefur mikið batterí í gangi, sem er að handlanga þúsundir á kjörstað. En hvað veit maður svosem hérna í sófanum.
Björnsmenn segja að andstæðingar flokksins voni að Björn tapi. Ekki held ég að það sé rétt. Ég held að það verði meira pláss á hinni pólitísku miðju ef Björn vinnur. Þess vegna hljóta andstæðingar flokksins að telja hann vænlegri keppinaut í kosningabaráttu í vor og svo hefur hann náttúrlega verið virkur gerandi í mörgum umdeildum málum.
27.10.2006 | 22:13
Hvað segir Samkeppniseftirlitið?
Valdimar er misboðið enda stendur málið honum nærri. Er ekki verið að lýsa hér ólögmætum viðskiptaháttum?
"Fréttablaðinu er tryggt fjármagn svo lengi sem það tilheyrir samsteypu Baugs en hins vegar kunna ókostir þessa eignarhalds að vera þeir að blaðið fái mun minna fyrir hverja auglýsingu fyrirtækja Baugs en ef það tengdist ekki Baugi," segir Guðbjörg en hún telur að óneitanlega veki slík slagsíða í birtingum á auglýsingum upp þá tilgátu að Fréttablaðið bjóði systurfyrirtækjum sínum verulegan afslátt af auglýsingaverði sem önnur dagblöð geta ekki keppt við.
Ég sé ekki af þessum fréttum að fjölmiðlafræðingurinn sé í snertingu við hugtakið snertiverð og þann möguleika að það sé best að auglýsa þar sem flestir lesa, þannig fái maður bara mest fyrir peninginn. En um sérstaka afslætti til systurfyrirtækja: mundi það standast samkeppnislög?
27.10.2006 | 21:29
Það er fjör í Eyjum
Utakjörfundaratkvæðagreiðsla í prófkjöri Samfylkingarinnar er hafin á skrifstofu flokksins í Eyjum, einmitt í sama húsi og Lúðvík Bergvinsson hefur opnað kosningaskrifstofu sína og líka hinir Eyjamennirnir í prófkjörinu, Guðrún Erlingsdóttir og Bergvin Oddsson.
Bíddu við, Eyjamennirnir í prófkjörinu? Hvað með Róbert Marshall, fær hann ekki líka að vera með kosningaskrifstofu á kjörstaðnum, sjálfur Brekkusöngvarinn? Nei, nýjustu fréttir herma að Róbert teljist ekki með Eyjamönnum af því að hann er ekki skráður í Samfylkingarfélagið í Eyjum, heldur í Reykjanesbæ.
27.10.2006 | 21:24
Forsíðustúlkan
Unnur Birna verður forsíðustúlka fyrsta tölublaðs Ísafoldar, nýja tímaritsins hans Reynis Trautasonar. Það kemur út í næstu viku er mér sagt en fyrirmynd þess er glanstímaritið Vanity Fair.
27.10.2006 | 11:41
Getraun dagsins
Það eru víðar prófkjör en hér á átakasvæðunum í Reykjavík. Til dæmis í Norðvesturkjördæmi. Þar er Samfylkingin að kjósa sér fólk. Getraunin er þessi: Hvernig fer? Hér er atrenna að spá en setjið endilega meira í komment.
1. Guðbjartur Hannesson.
2. Anna Kristín Gunnarsdóttir.
3. Helga Vala Helgadóttir.
4. Karl V. Matthíasson.
27.10.2006 | 11:41
Pistill dagsins
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536845
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar