hux

Upprisa dagsins

Með þeirri ákvörðun að slíta eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga og skipta eignum félagsins milli tryggingataka fær samvinnurekstur mikla uppreisn æru. Þugir þúsunda Íslendinga eiga í vændum vænan hlut í þeim arði sem orðið hefur til í þessu félagi, stór hluti af þessu fólki er búsett í dreifbýlinu, m.a. í þeim byggðum sem höllum fæti standa. Ég er sannfærður um að samvinnurekstrarformið á mikla framtíð fyrir sér og vonandi gefur þetta mál mönnum kjark í nýja leiðangra undir merkjum hans. Það eru enn til glæsileg fyrirtæki sem rekin eru með samvinnurekstrarformi á Íslandi, m.a. Kaupfélag Skagfirðinga. Ég þekki ekki glöggt til sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi en hef komið mér upp þeirri skoðun að ófarir ýmissa kaupfélaga hafi fremur tengst þeim þjóðfélagsbreytingum sem hér gengu yfir með breyttum atvinnuháttum, búferlaflutningum og miðstýrðu efnahagslífi en rekstrarforminu sjálfu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....sammála þessu - nú vantar bara upplýsingar um lánakjör þeirra sem tóku féð úr þessum ágætu sjóðum og keyptu sér 1 stk Búnaðarbanka og Icelandair, VÍS o.fl......og svo smá skýringu á því hverjir máttu fá lán þarna og hverjir ekki....asskoti gott að hafa svona fjármuni milli handanna árum saman og láta engan vita af því og borga engar arðgreiðslur osvfrv....:-)

Snilld....

Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 13:23

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

obbobbobb, skil ég ekki rétt að þetta fé er einmitt arðurinn af þeim fjárfestingum sem stórnendur sjóðanna réðust í ma í því sem þú nefnir, sá arður er núna að skila sér með þessum hætti til eigenda félagsins, þ.e. viðskiptavinanna.

Pétur Gunnarsson, 16.6.2007 kl. 16:55

3 identicon

ef svo er, þá hef ég misskilið fréttir stöðvar 2.....þeir sögðu að fjármunirnir höfðu verið notaðir til að kaupa í gegnum S hópinn þessi fyrirtæki og einhvern veginn taldi ég sbr stanslausar fréttir undanfarin ár að S hópurinn væri finnur ingólfs og Oli Samskipakongur....en ef það er rangt then sorry.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 19:13

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

ég held það sé rétt að þessi sjóður hafi verið með þeim í þessum fjárfestingum en hþýðir þetta ekki að hagnaðurinn sé að skila sér til tryggingatakanna en ekki þessara manna sem hafa verið þjófkenndir vegna þessa árum saman? Spyr sá sem ekki veit.

Pétur Gunnarsson, 16.6.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Hafa nöfn hinna 24 vísu manna verið birt?

Hver kaus þá  til þessara miklu trúnaðarstarfa?

Nú  spyr sá sem hreint ekki veit.

Eiður Svanberg Guðnason, 17.6.2007 kl. 14:23

6 identicon

Ég reikna þetta svona: Einn fjórði fer til Samvinnusjóðsins, sem stjórnað er af þessum 24 S-mönnum. Helmingur fer til stærstu fyrirtækja sem eru í eigu og/eða rekin af þessum 24 S-mönnum, s.s. Samskipa, Kers, SÍF, MS, VÍS, Kaupfélaga sem eftir lifa. Afgangurinn dreifist á fjölmarga tryggingartaka sem vill svo til að hafi tryggt á þessum tíma, eða þúsund kall á mann eða svo.

Þessi fjórðungur "til spillis" er gjaldið fyrir að fá þrjá fjórðu til fullrar ráðstöfunar og eignar.

Sigvaldi (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband