11.6.2007 | 22:28
Fyrrverandi prófastur kærir biskup
Séra Flosi Magnússon, fyrrverandi prófastur á Bíldudal, hefur falið lögmanni sínum að kæra biskup Íslands fyrir brot á stjórnsýslulögum.
Flosi, sem er öryrki vegna geðsjúkdóms, hugðist sækja um Tjarnaprestakall í Kjalarnesprófastsdæmi sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Þar hefur séra Carlos Ferrer verið prestur en samkvæmt ákvörðun sóknarnefndar var brauðið auglýst laust þegar ráðningartíma Carlosar var að ljúka.
Þegar biskupsstofa auglýsti embættið laust var umsóknarfrestur látinn renna út sunnudaginn 10. júní. Flosi segir í tölvupósti - sem hann hefur sent mér, fréttastofu RÚV, og Birni Þór Sigbjörnssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, og ætlar til birtingar, - að starfsfólk biskupsstofu hafi neitað að taka við umsókninni sem Flosi reyndi að skila inn í dag, á mánudegi. Sif Thorlacius, lögmaður hans, muni senda inn kæru á hendur biskupi fyrir að hafa látið umsóknarfrestinn renna út á hvíldardegi í trássi við stjórnsýslulög og -venjur.
Af bréfi Flosa má ráða að hann telur biskup ítrekað hafa brotið gegn sér í samskiptum þeirra og að hann íhugi úrsögn úr þjóðkirkjunni. Í samtali sem ég átti við Flosa í kvöld sagðist hann hafa upplýsingar um að öðrum presti hefði verið vísað frá þegar sá hugðist framvísa umsókn á sunnudaginn.
Ég spyr: Er það ekki í anda stjórnsýslulaga og góðra stjórnsýsluhátta að ívilna frekar en þrengja frest þegar umsóknarfrestur rennur út á sunnudegi? Er nokkur vafi á því að Þjóðkirkjan er sett undir stjórnsýslulög? Ef löglærður maður les þessa færslu má sá gjarnan láta í ljós álit á þessum spurningum hér í athugasemdakerfinu.
Uppfært 12. júní, 11.05: Sif Thorlacius hefur sent línu og segir rangt að Flosi hafi haft samband við hana vegna málsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2007 kl. 11:05 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartans þakkir Pétur minn. Ég verð fyrrverandi prófastur með úrsögn minni. Ég er prófastur emeritus, þ.e. fv. þénari mikilvægs embættis (skv. minni litlu latínukunnáttu)
Flosi. :)
Flosi Magnússon (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 23:12
Það er furðulegt með þessa Þjóðkirkju hvernig hún virðist haga sér gangvart sínum klerkum.Maður hefur séð að nokkri klerkar sem hafa ekkert brauð eru bara aðgerðalausir,ef þeir eru ekki biskupi þóknaleigir.Er nú ekki komin tími til að ransaka embættisfærslur biskupstofu og vinnubrögð þar.Ég er bara að spá!!
Bövar Jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 00:02
En ef maður er ekki löglærður?
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 12.6.2007 kl. 09:39
Velkomin og kommentaðu að lyst, mér finnst bara áhugavert að fá einhvers konar sérfræðiálit á þessum spurningum en það var nú ekki ætlunin að takmarka annað, nema síður sé.
Pétur Gunnarsson, 12.6.2007 kl. 09:49
Hún er rekin á fjárlögum og á að fylgja lögum... réð biskup ekki tengdason sinn í eitthvað embætti og sniðgekk aðra... mig minnir það
Allir ættu að ihuga það alvarlega að segja sig úr þjóðkirkjunni því hún þjónar bara mammon að mér sýnist.
Notum þessa peninga til þess að styðja betur við aldraða og sjúka, það er hinn eini sanni kærleikur og það eina rétta.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 09:50
Sif Thorlacius hefur rétt fyrir sér. Á leið minni niður Laugaveginn frá Kirkjuhúsinu til nr. 7 mætti ég Ragnari Aðalsteinssyni, hrl, og bað hann um "second opinion". Ég fullyrti f.h. Sifjar, sem er að sjálfsögðu óafsakanlegt. Ég hef ekkert mér til réttlætingar nema hugaræsing.
Flosi Magnússon (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:18
Elsku vinurinn minn, það er alveg skiljanlegt að menn lendi í hugaræsing þegar að manni er vegið, tala nú ekki um þegar það er af hendi þeirra sem vilja meina að þeir séu umboðsmenn guðs.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:59
Er ekki betra að prestar séu góðir á geði?
Már Högnason (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.