11.6.2007 | 11:17
Engin gúrka
Það er allt á fullu í pólitíkinni miðað við það sem maður les í Mogganum. Þar eru innri mál nýrrar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde efst á blaði. Einhvern tímann hefði maður látið segja sér það tvisvar, tvisvar að Mogginn héldi uppi fjörinu og færi fremstur í flokki þeirra sem eru að leita að fleygum til þess að reka inn í stjórnarliðið svona á miðjum hveitibrauðsdögunum. En lesið bara Moggann í dag.
Um helgina var Mogginn með viðtal við Svandísi Svavarsdóttur þar sem hún kom sökinni af því að hafa spillt Reykjavíkurlistanum af VG og yfir á Samfylkinguna. Það var framboð Ingibjargar Sólrúnar til þings og flótti hennar úr Ráðhúsinu sem gekk af R-listanum dauðum og ábyrgðin er Samfylkingarinnar, segir Svandís. Staksteinar taka boltann á lofti og kasta honum í höfuð Össurar, hann hafi plottað Ingibjörgu út úr Ráðhúsinu til að veikja hana.
Og svo eru hvalveiðarnar, Mogginn er að leiða það mál, Þórunn Sveinbjarnardóttir lýsti harðri andstöðu við hvalveiðar í viðtali við blaðið um helgina og það verður tilefni leiðara þar sem Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra er bent á að hann sé kominn í nýja ríkisstjórn og þurfi að hætta því að eltast við þessar níu langreyðar, hann geti ekki lengur treyst á að hann styðjist við meirihluta þingsins í því ævintýri.
Þannig að pólitíska gúrkan er langt í frá byrjuð og Mogginn er í stuði enda eru þar reyndir menn í að hanna atburðarásir sem gefa af sér fréttir og leiðara, eins og viðtölin við Svandísi og Þórunni eru til marks um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536781
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það ekki "gúrka" þegar ekkert er að gerast og þá brugðið á það ráð að búa til efni um löngu liðna hluti eins og t.d. fall R-listans og skoðanir eru togaðar upp úr fólki til að skapa fóður fyrir hugsanlegan núning á milli fólks með von um spennandi framhald? Spyr sú er ekkert veit um blaðamennsku. :-)
Bryndís Helgadóttir, 11.6.2007 kl. 13:03
Mér finnst allar„fréttir“ af meintri „sök“ Ingibjargar Sólrúnar í falli R-listans svona með því þreyttara sem ég heyri í pólitískri umræðu.
En annað mál: Segir Mogginn satt og rétt frá þegar hann fullyrðir að þú ætlir að stofna veffréttamiðil? Ef svo þá vona ég samt að þú haldir áfram að blogga hér og færa okkur skúbb svona af og til :)
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:06
Ég get ekki verið sammála athugasemdum hér að ofan.
Í fyrsta lagi er þetta viðtal sem vísað er í, um fall R-listans ekki ýkja gamalt efni. Í öðru lagi kemur margt fram í þessu viðtali sem ekki hefur komið fram áður. Það er því ekki verið að búa til efni um löngu liðna hluti. Það er hluti af pólitískri samtímasögu og eðlilegt að þau sjónarmið og skýringar sem fram komu líti dagsins ljós.
Athugasemd Önnu bendir hins vegar til þess að hún hafi ekki lesið viðtalið sem vísað var í og ekki heldur færslu Péturs hér að ofan.
Ábyrgðin á falli R-listans var Samfylkingarinnar sem stjórnmálasamtaka - og þá ábyrgð á hún auðvitað að axla.
Það er líka skemmtilegt hvernig umræðan um framsóknarflokkinn er í þessu sama viðtali. Í sjálfu sér eðlilegt að til þeirra sé ekki vitnað af síðuhöfundi.
Gestur Svavarsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 16:46
Sammála Gesti um að þetta var ágætt viðtal að mörgu leyti og einhvers staðar sá ég að þarna kæmi Svandís fram sem væntanlegt leiðtogaefni VG, það þætti mér óvitlaust.
Komment Bryndísar mjög áhugavert, hvað er gúrka og hvenær er eitthvað að gerast og hvar gerist það sem gerist? Sígilt stöff.
Anna: No comment, kemur allt í ljós en það er heill heimur á alnetinu góða, utan við moggabloggið, gætir þú ekki líka kíkt í heimsókn til mín? Eina yfirlýsingin sem ég ætla að gefa er sú að ég mun halda áfram að kíkja á bloggið þitt, hvernig sem þetta fer og linka á það eins og áður þegar mér finnst tilefni til.
Pétur Gunnarsson, 11.6.2007 kl. 21:19
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það færi þó aldrei svo að Svandís Svavarsdóttir Gestssonar yrði ekki orðin formaður VG fljótlega.
Á einhverju bloggi sem ég las var einmitt verið að velta vöngum yfir því hvort Steingrímur væri að hætta. Hann væri orðinn þreyttur og úrillur, hefði tapað ríkisstjórnarkapphlaupinu og þyrfti nú að lifa með Guðna Ágústssyni í stjórnarandstöðu, jafnvel til langs tíma. Á sama bloggi val leitað að formannskandídötum fyrir VG og gekk illa. Ögmundur, Katrín og Guðríður Lilja voru nefnd, með semingi þó, en nafn Svandísar gleymdist. Hún held ég að verði að teljast líklegasti formannskandídatinn. Myndi rúlla þessu upp. Hef þó aldrei unnið með henni og veit því ekki hvernig hún virkar í innra starfinu.
Verður þó athyglisvert að sjá...
Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.6.2007 kl. 22:56
Örstutt vegna ath.semdar Gests: - Man ég það rangt að R-listinn hafi ekki sprungið fyrr en í aðdraganda prófkjörs og það hafi verið VG sem ekki vildi bjóða fram sameiginlegan lista? En ég er sammála því að Svandís Svavarsdóttir er tvímælalaust framtíðarformaður VG, hún gjörsamlega brilleraði í síðustu kosningabaráttu í sveitarstjórnarkonsingunum.
Og Pétur: Ég mun örugglega elta bloggfærslurnar þínar þangað sem þær leita, því að þó ég sé stundum langt í frá sammála skrifunum er svo fj... gaman að eiga debat hérna og munurinn á þér sem bloggara og mörgum öðrum sem kalla vilja sig virka er sá að þú tekur virkan þátt í debattinu, þ.e. bregst við kommentum eftir að þú setur færslurnar inn og við það skapast oft alveg sérdeilis skemmtileg umræða með nýjum vinklum úti um allt - Me likes !
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 23:22
Anna: Það er varla hægt að líta svo á að R-listinn hafi sprungið. Hann starfaði sem heild út kjörtímabilið, þó svo að eðlilega hafi þeir flokkar sem að honum stóðu markerað sig ögn meira þegar nálgaðist kosningar.
VG vildi gjarna bjóða fram sameiginlegan lista sem grundvaallaðist að jafnri aðkomu þeirra framboða sem að honum stóðu, líkt og gert hafði verið áður. Samfylking lagði fram þá sögulegu kröfu að hún ætti rétt á fleiri fulltrúum en hinir flokkarnir. Þess vegna var ekki grundvöllur til þess að halda samstarfinu áfram.
Gestur Svavarsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 09:34
Anna: Rétt er að R-listinn sprakk formlega mánuðina fyrir kosningarnar 2006. En að segja að hann hafi eingöngu sprungið vegna þeirra samningaviðræðna er barnsleg einföldun.
R-listinn var mjög laskaður, þrír borgarstjórar á kjörtímabilinu segir mikla sögu um það. Því er því mjög eðlilegt að álykta að R-lista samstarfið hafi í raun dáið eftir mislukkaða pólitíska fléttu Össurar Skarphéðinssonar jólin 2002.
Jón Sigurður, 12.6.2007 kl. 11:15
... enda konan spræk og þannig lagað séð nánast á barnsaldri Jón Sigurður
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.