4.6.2007 | 12:37
Ekki eru allar ferðir til fjár
Mér sýnist að hann verði tæplega til fjár þessi leiðangur sem lögmaður 365 er lagður upp í til þess að halda Agli Helgasyni nauðugum viljugum við störf á Stöð 2. Líklega hefur þetta átt að vera einhver PR-aðgerð af hálfu fyrirtækisins en samúð fólks með Agli virðist bara aukast eftir að þessi æfing hófst. Þetta virðist svona álíka misheppnaður leiðangur og dæmalausar tilraunir Kaupáss til þess að koma í veg fyrir sölu á Ísafold fyrir helgi. Af hverju marka ég það? Því sem ég hef lesið á bloggi núna í hádeginu.
Hér er t.d. formaður Blaðamannafélags Íslands að tjá sig um málið. Arna Schram segir: Hvers vegna í ósköpunum sér fyrirtækið sér hag í því að reyna að halda fólki í vinnu sem ekki vill vinna þar lengur? Það græðir enginn á því, allra síst sjálft fyrirtækið. [...] Og vel á minnst: Var ekki hið illræmda vistarband afnumið fyrir langa, langa löngu? [...] Annars er ég að lesa bókina Fólk í fjötrum, baráttusögu íslenskrar alþýðu. Áhugaverð lesning. Kannski Ari og aðrir forkólfar atvinnulífsins ættu að kíkja í hana.
Anna Ólafsdóttir segir á sínu bloggi: Samúðin er og verður öll Egils megin í þessu máli. Ég á bágt með að trúa að það finnist nokkur áhorfandi að þættinum sem þykir það boðleg framganga hjá fyrirtæki að þvinga starfsmann í vinnu hjá sér. Ef þetta er gert til að koma í veg fyrir að Egill geti unnið hjá öðrum miðli þá er það ekki betra því að slík hernaðarplön eru bara til þess fallin að fá áskrifendur upp á móti sér. Ég held að 365 muni skjóta sig illilega í fótinn ef haldið verður áfram með málið á sömu nótum og gert hefur verið undanfarna daga.
Björn Ingi segir: Þjóðin heldur með Agli í þessu máli. Fólk kann ekki við vistarbönd, til þess eru of margar ljótar sögur til úr fortíðinni. Þess vegna er vandséð hvaða hlutverki lögbann á vinsælan sjónvarpsmann á að þjóna.
Eiríkur Bergmann segir: Allir vita hins vegar að það er Egill sjálfur sem á þennan þátt, með húð og hári. Hann verður að fá að ráða því sjálfur hvar best er fyrir hann að hafa þáttinn. Vistarbönd virka illa í nútíma samfélagi, líka í sjónvarpi.
Loks Pétur Tyrfingsson: Ef Egill getur sagt upp samningnum með þriggja mánaða fyrirvara verða í mesta lagi fjórir þættir sendir út í haust. Varla getur brambolt forráðamanna 365 miðað að því að bjarga fjórum sunnudögum í september og október! [...] Segjum sem svo að hægt verði með júridískum bolabrögðum að þvinga Egil til að sitja einu sinni í viku í myndveri 365 næstu tvo veturna. Eru forráðamenn fyrirtækisins svo illa áttaðir að þeir ímynda sér að maður í nauðungarvinnu geti skilað áhugaverðum sjónvarpsþætti? Tæplega. [...] Hver svo sem tilgangur þess er að atast í Agli Helgasyni má það vera hverjum vitibornum manni ljóst að ósvinna þessi gerir ekki annað en skemma ímynd 365. [...] Stjórnendum Stöðvar 2 er hollast að draga allar hótanir sínar til baka, biðja forláts og bera fyrir sig misskilning. För þeirra verður hvort sem er aldrei til neinnar sæmdar og líklega til háborinnar skammar.
Uppfært kl. 13.44. Orðið á Götunni er með sams konar samantekt frá í gærkvöldi þar sem fleiri tjá sig, m.a. áskrifendur sem hóta að segja upp áskrift haldi 365 áfram með málið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536790
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefur ekkert með Egil að gera og það er enginn séns að 365 vilji hafa hann næsta vetur. Þetta er bara spurning um að ná því út úr þessari fjárfestingu sem þeir geta. Sjá hér
Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.6.2007 kl. 16:12
Sigurður: Á blogginu þínu talarðu um að málið snúist um að 365 fái eitthvað fyrir sinn snúð, þeir hafi lagt út í kostnað v/Egils og svo eigi ekki að láta hann vaða uppi með dónaskap. Veit ekki hvort þú ert þar að lýsa eigin áliti eða horfa á þetta frá sjónarhóli þeirra 365 manna. Það hefur komið fram að það er ekkert lagt í umgjörðina um þáttinn hans Egils. Ég held að 365 hafi ekki kostað miklu í Egil yfirhöfuð og eigi ekkert inni hjá honum þar. Þetta með dónaskapinn á ég erfitt með að koma auga á, hvort sem þú ert að vísa til sjónarhorns 365 eða þíns eigin. En lögfræðileikur er þetta frá hendi 365 manna, þar er ég sammála þér, mér sýnist í fljótu bragði málið hjá 365 vera að reyna að ná peningum út úr RÚV með þessum gjörningi.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.