hux

Hvar er byggðamálaráðherra?

Það er mikið rætt um vanda sjávarbyggðanna og þá staðreynd að allt stefnir í að næsta ár verði þorskafli við landið minni en verið hefur frá árinu 1937. Um þetta eru fluttar fréttir, haldnar ræður, bloggaðar færslur, skrifuð komment, sagðar sögur og hvaðeina. Ég fæ ekki betur séð en nánast hver einasti maður sé búinn að láta í ljós skoðun sína og viðhorf til málsins. Nema einn. Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála, er þögull sem gröfin. Er hann þó maður sem sjaldnast fer oft með veggjum. Vonandi er þögn Össurar aðeins til marks um að hann sé nú önnum kafinn við að leita lausnar á vandanum og muni kynna þá lausn í tímamótaræðu, sem lengi verður í minnum höfð, loksins þegar hann tekur til máls.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Algerlega dásamlegt orðalag:"maður sem sjaldnast fer oft með veggjum"

Stakk kannski í augun af því að í gær fékk ég texta í hendur með eftirfarandi: "Sjaldnast er of oft ....."  

Annars hlakka ég til að heyra í Össuri varðandi málið. Það verður eitthvað hrikalega djúpt

Ibba Sig., 5.6.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ætli maðurinn sé í fríi? Alla vega var hann fjarverandi í atkvæðagreiðslum á Alþingi.

Ragnar Bjarnason, 5.6.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband