hux

Uppselt

Ég fór í Vídeóhöllina í Lágmúla í kvöld, tók spólu, keypti tímaritið Ísafold og fékk síðasta eintakið í búðinni. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég man eftir að þetta tímarit hafi selst upp," sagði afgreiðslustúlkan, "það vilja allir lesa um Goldfinger og bæjarstjórann." Einmitt, sagði ég og hafði engu við að bæta, hún hitti naglann á höfuðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

En hvað stendur í blaðinu?

María Kristjánsdóttir, 1.6.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Ég er ekki ennþá byrjaður að lesa, María, geymi það til morguns.

Pétur Gunnarsson, 1.6.2007 kl. 23:30

3 identicon

Það græða allir á Goldfinger

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 00:26

4 identicon

Blekpenni getur brugðið sér í margvíslega lita sokka; svarta, bláa, bleika.. og rauða ef það passar átfittinu.
En sú endemis della sem rauðsokkur reyna af alefli að telja fólki trú um að þær konur sem selja aðgang að líkama sínum (eða ætti ég að segja inngang..?)geri það vegna þess að "þær hafi ekkert val" eða aðstæður "neyði þær" til að gerast hórur finnst mér hreinlega niðurlægjandi fyrir kvenfólk almennt. Sem blaðamaður kynnti ég mér þessi mál nokkuð rækilega fyrir allmörgum árum og gerði mér m.a. sérstaka ferð til Amsterdam í þeim tilgangi að taka viðtöl við starfandi vændiskonur í Rauða hverfinu.
Niðurstaðan var sú að helsta ástæða fyrir því að þær buðu sig til sölu var græðgi í fljótfengið fé fyrir tiltölulega lítið vinnuframlag. Það, í bland við almennt lágt siðferði þessarra vinnukvenna gerði það að verkum að þær töldu sig yfirleitt vera í toppdjobbi og hefði ekki komið til hugar að bítta á því og einhverri illa launaðri níufimm vinnu.
Sumar voru að safna fyrir einhverju ákveðnu og kváðust ætla að hætta þegar því marki væri náð en yfirgnæfandi meirihluti sagðist einfaldlega njóta þess að geta veitt sér það sem þær vildu, klæðst dýrum tískufatnaði og lifað í lúxus. Og gott hjá þeim ef það er það sem þær vilja og ef þær telja það ómaksins virði.
En það fer fátt meira í taugarnar á mér en þegar rauðsokkur með atferlisskoðunar og -skýringaráráttu stökkva þeim til misskilinnar og óumbeðnar varnar með þessum hætti og til þess best fallið að gera lítið úr kynsystrum sínum sem ganga til sinnar daglegu vinnu án þess að siðgæði þeirra sé misboðið.
Auðvitað eru til hræðileg dæmi um glæpahringi, nauðungarsölu og viðbjóðslega meðferð og misnotkun á konum en það kemur þessu dæmi bara ekkert við.
Mikill meirihluti vændiskvenna HEFUR VAL. Þær einfaldlega ákveða að það að vera hóra HENTI ÞEIM. Og sem eigandur eigin líkama er þeim frjálst að gera við hann það sem þeim sýnist. Það frelsi nýta þær sér.

Mér er nokk sama um Gullfingurinn hans Geira. Og ef gullhringurinn tollir enn á fingri bæjarstjórans þá reikna ég með að konunni hans sér það líka. Er þetta þá í raun eitthvað sem okkur kemur við?

Blekpenni (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 04:16

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bið forláts á að hafa gleymt innskráningu við síðustu athugasemd.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.6.2007 kl. 04:20

6 Smámynd: Davíð Logi Sigurðsson

Vel heppnuð auglýsingaherferð hjá Reyni.

Davíð Logi Sigurðsson, 2.6.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband