hux

Bróðir formanns fjárlaganefndar felldur í stjórnarkjöri hjá SÁÁ

Á aðalfundi SÁÁ í vikunni var kosin aðalstjórn eins og lög gera ráð fyrir. 48 manns skipa stjórnina og er þriðjungur kosinn á hverju ári. Þetta árið bar það til tíðinda að ekki var sjálfkjörið. Eftir að tillaga formanns um sextán einstaklinga í stjórnina hafði verið borin upp kvaddi sér hljóðs Hörður Svavarsson, sem starfar við rannsóknir hjá SÁÁ, og gaf kost á sér í stjórnina.

Þetta var óvænt uppákoma. Venjan er að fundarmenn klappi þegar tillaga formanns hefur verið lesin upp. Er löng hefð fyrir því. Nú þurfti hins vegar að kjósa. Það var gert og varð niðurstaðan sú að umbuna Herði ekki fyrir framhleypnina og fékk hann fæst atkvæði.

Daginn eftir að fundi lauk kom svo nýkjörið alþingi saman til fyrsta fundar og var kosið í fastanefndir  þess, eins og lög gera ráð fyrir. Þar var Gunnar Svavarsson kjörinn formaður fjárlaganefndar. Þeir eru bræður, Gunnar og nefndur Hörður Svavarsson. Ekki hefði það nú verið verra fyrir SÁÁ, sem jafnan þarf að ganga með betlistaf fyrir fjárveitingarvaldið,  að hafa bróður fjárlaganefndarformannsins í stjórn hjá sér. En það fór svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Sæll Pétur!

Ég veit ekki baun í bala um þessa kosningu stjórnar SÁÁ, en vona að hún sé aðallega skipuð afreksfólki - 48 manna lið! Því síður þekki ég til Harðar Svavarssonar við rannsóknir hjá SÁÁ. Er hann í sárum? Eða hvað er að?

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þú standir við þetta hint um Gunnar og Hörð. Er þetta viðhorf sem þú ýjar að til í alvöru? Eru þeir bræður í einhverju sérstöku bandalagi sem þú kannt skil á? "... ekki verið verra,  hvað ...?

Herbert Guðmundsson, 2.6.2007 kl. 14:54

2 identicon

Nú það hlíða allir auðvitað formanninum. Þannig hefur það alltaf verið á SÁÁheimilinu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 16:04

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Sæll Herbert, nei, þetta er nú líklega ekki annað en tilraun til kaldhæðni/aulafyndni, þeir bræður eru valinkunnir sómamenn báðir. En ég trúi því mátulega þegar þú segir á þig sakleysisgrímuna og þykist ekki vita að á Íslandi þyki það hjálpa að þekkja mann þegar sóst er eftir pólitískri fyrirgreiðslu, eins og þeirri að sækja fyrirgreiðslu til fjárveitingarvaldsins eða stjórnvalda. Og til þess eins eru því er ég hygg settar saman 48 manna stjórnir í batteríi sem lifir á framlagi frá ríkissjóði að tryggja sem skilvirkast og breiðast tengslanet við áhrifamenn og áhrifaöfl í samfélaginu. Hefur þú virkilega aldrei heyrt um það? Eða heyrt en ekki trúað?

Pétur Gunnarsson, 2.6.2007 kl. 17:13

4 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Sæll Pétur aftur!

Þú þekkir  greinilega betur en ég bræðurna Gunnar og Hörð, sem þú nefnir núna valinkunna sómamenn. Ekki það að ég vissi neitt annað um þá. Sá þá bara fyrir mér eins og hverja aðra bræður og virðingarverðar manneskjur.

Enda þótt ég þekki gegn um langan feril sem hefur snert hér og þar stjórnmál ýmsa sem hafa otað sínum tota á þeim vettvangi, hef ég aldrei kynnst neinum á þeim bæjum sem hefur orðið sæll af því að misnota aðstöðu sína.

Mér fannst það með ólíkindum ef þú hugsaðir það sem þú tjáðir þig um, í raun og veru, og til hvers þú værir að bögga þessa bræður. Núna er ljóst að þú varst að gantast án þess að takast vel upp. Svo að málið er í rauninni dautt!

Herbert Guðmundsson, 2.6.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband