hux

Engin uppstokkun stjórnarráðs?

Ég var að leyfa mér að vona að nýja ríkisstjórnin byrjaði á því að endurskipuleggja stjórnarráðið og fækka ráðuneytum. Kannski er ég að lesa of mikið í þessa yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar en mér finnst eins og hún bendi til þess að menn ætli að halda sama stólafjölda, 12 ráðherrar, þar á meðal sérstakur landbúnaðarráðherra og sérstakur sjávarútvegsráðherra.

uppfært kl. 16.13. Heyri að þótt stólafjöldinn verði sá sami kunni e.t.v. að verða einhver breyting, t.d. eru iðnðaar- og viðskiptaráðuneyti tvö ráðuneyti þótt sami ráðherrann hafi verið yfir þeim í síðustu ríkisstjórnum. 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Verður ekki að breyta lögum?

Pétur Tyrfingsson, 22.5.2007 kl. 13:36

2 identicon

Jú það þarf að breyta lögum, en ef stefnt væri að því að gera það strax hefði verið eðlilegt að fækka ráðherrum fyrst og ráðuneytum svo með lagabreytingu. Ekki að það skipti miklu, en ég les þetta eins og PG og sýnist að það verði skipaðir 12 ráðherrar, 6 úr hvorum þingflokki. Er meira að segja með spá á blogginu hjá mér.

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 13:54

3 identicon

Jú það þarf að breyta lögum en sami ráðherran getur farið með fleira en eitt ráðuneyti þar til lögum er breytt, t.d. er hefð fyrir því að sami ráðherra fari með bæði iðnaðarráðuneyti og viðskiptaráðuneyti sem eru þó formlega tvö ráðuneyti.

Daði Einarsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 14:10

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Allt rétt sem hér er sagt og eðlilegast að breyta stjórnarráðslögunum í upphaf kjörtímabils ef það er ætlunin en auðvitað er hægt að splitta upp ivr og setja t.d. lan og sjú í hendur sama manns.

Pétur Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband