hux

Með ráðherrann í maganum

Guð hjálpi bönkunum ef ég eða Jóhanna verðum fjármálaráðherrar, sagði Össur Skarphéðinsson, og væntanlega hafa bankamenn hvítnað enda muna flestir hvernig mál fóru að þróast hjá Baugi eftir að Össur skrifaði Jóhannesi í Bónus reiðilegt bréf eftir að Baugur sagði bróður hans upp vinnu við ræstingar og sagði: You ain't seen nothing yet. Skömmu síðar var Ríkislögreglustjóri mættur á staðinn.

Vissulega eru flestir búnir að fá nóg af miklum vaxtamun og háum þjónustugjöldum og spyrja sig hvort forstjóri Kaupþings á Íslandi sé með öllum mjalla þegar hann heldur því fram að íslenskir neytendur fái hagstæðari kjör í bankaviðskiptum en sænskir. En samt hugsa margir með hryllingi til þess að Össur verði fjármálaráðherra. Einn þeirra er greinilega Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem heldur úti athyglisverðri bloggsíðu hér á moggablogginu. Amk bregst Ágúst Ólafur þannig við þessum hótunum Össurar að hann skrifar færslu þar sem hann ber mikið lof á bankana og fyrirsögnin er líklega ætluð Össuri til skilningsauka en hún er þessi: "Allir vilja vinna í banka." Ágúst Ólafur segir:  

Bankarnir eru með vel launuð störf sem fela í sér ótal tækifæri fyrir fólk af öllum aldri. Þessi störf eru ekki lengur einskorðuð við Ísland heldur er starfvettvangurinn heimurinn allur. Hin öfluga útrás er meira og minna leidd af ungu fólki sem hefur gríðarlegan metnað. [...] Áður fyrr voru möguleikarnir miklu takmarkaðri fyrir fjölmargar stéttir í þessu landi. En bankarnir hafa m.a. gjörbreytt þessu ásamt mörgum öðrum fyrirtækjum, sem eru ekki síst á sviði þekkingariðnaðarins og hátækninnar.

Sem er náttúrlega alveg laukrétt hjá Ágústi. Og kannski er hann að skrifa til þess að minna á sjálfan sig sem fjármálaráðherraefni í næstu ríkisstjórn. Varaformaður Samfylkingarinnar hlýtur jú að ganga með ráðherra í maganum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Ágúst Ólafur er greinilega óléttur og hann er langt genginn með alla vega tvo ráðherra. Setjum hann í sónar og kíkjum á þá. Gústi er klár náungi með stórt hjarta. Það geta nærri því allir reiðst, ekki síst þegar menn missa skúringastörf, því þau eru svo vel borguð. Langafi minn, fyrsti formaður Framsóknarflokksins, fór upp í fjall og ruddi niður stórgrýti þegar hann reiddist til að leggja ekki heimilið í rúst. Davíð Oddsson hefur hins vegar aldrei reiðst, enda er hann ekki tengdur Baugsmálinu á nokkurn hátt. Ef við erum óánægð með bankana hér er ekkert mál fyrir okkur að stofna okkar eigin banka, eins og ég benti hér á í fyrradag. Og það er síður en svo einkennilegt að fólk í sama flokki hafi fleiri en eina skoðun á sama máli, nema náttúrlega í Flokknum í Kína.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikil er trú Össurar ef hann heldur að Guð geti hjálpað bönkunum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Vel athugað Heimir, auðvitað getur Guð hjálpað bankamönnunum en það þarf mikla trú til að telja að hann skipti sér af málefnum hlutafélaga.

Pétur Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband