hux

Næsta ríkisstjórn?

Í framhaldi af þessu með ráðherrann í maganum fór ég að velta fyrir mér líklegri ríkisstjórn næstu ár, t.d. ef Samfylkingin og Vinstri grænir næðu hér hreinum meirihluta, sem virðist mjög líklegt. Ég reyni að vera sanngjarn og miða við 12 ráðherra eins og nú, 6 úr hvorum flokki, sú aðferð hefur þá kosti að þá er hægt að myndar íkisstjórn með efstu frambjóðendur beggja flokka í öllum kjördæmum. Sjá, hér er næsta ríkisstjórn:

 ISG sjs ossur ogm

klm kolbrun  BGS  KatrJak

gunnarsv atlig gudha holajon

Ég kem ekki fleiri en þremur konum í þessari ríkisstjórn og auðvitað er kannski líklegt að Ingibjörg Sólrún geri tillögu til þingflokksins um Jóhönnu Sigurðardóttur, sem 3ja ráðherra flokksins úr Reykavík og þá á líklega á kostnað Guðbjarts Hannessonar, oddvita í Norðvestur, sem er sá á síðari litmyndinni. Vilji hún velja konu úr Kraganum er henni vandi á höndum þótt hún geti sjálfsagt sniðgengið hinn líttþekkta Gunnar Svavarsson, sem er á hinni litmyndinni hér að ofan.  En hún getur illa sniðgengið bæði hann og Katrínu Júlíusdóttur sem er í 2. sæti til að koma í ríkisstjórn Þórunni Sveinbjarnardóttur sem hefur þingreynslu og aðra burði til að setjast í ríkisstjórn en var hafnað í prófkjöri flokksmanna sem völdu frekar Gunnar og Katrínu. Og ef VG vill fylgja flokksþingsályktunum munu þau sjálfsagt gera tillögu um Þuríði Backman, sem ráðherra, enda er þar reynd þingkona á ferð, sem ýtti þá e.t.v. til hliðar Atla Gíslasyni.

En verkaskiptingin í þessari stjórn gæti verið svona, miðað við að ekki verði gerðar breytingar á stjórnarráðslögunum, sem hefur auðvitað dregist allt of lengi:

Ingibjörg Sólrún, forsætis, Steingrímur J. utanríkis, Össur fjármála, Ögmundur félagsmála, Kristján L. Möller samgöngu, Kolbrún Halldórsdóttir, heilbrigðis, Björgvin G. Sigurðsson, menntamála, Katrín Jakobsdóttir, umhverfis, Gunnar Svavarsson, sjávarútvegs, Atli Gíslason, iðnaðar- og viðskipta, Guðbjartur Hannesson, dómsmála, Jón Bjarnason, lanbbúnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næsta ríkisstjórn gæti litið svona út og hér eru jafnmargir karlar og konur, svo og jafnmargir ráðherrar frá Samfylkingu og Vinstri grænum. Engin vandræði en auðvitað gætu til dæmis Katrín Júlíusdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson allteins verið í ríkisstjórninni í staðinn fyrir einhverja aðra úr Samfylkingunni. Nóg af hnallþórum frammi í búrinu og fáðu þér meira, sögðu konurnar í sveitinni þegar gesti bar að garði:


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra
Steingrímur J. Sigfússon utanríkisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra
Þórunn Sveinbjarnardóttir samgönguráðherra
Þuríður Backman landbúnaðarráðherra
Össur Skarphéðinsson sjávarútvegsráðherra
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra
Kristján L. Möller fjármálaráðherra
Ögmundur Jónasson menntamálaráðherra
Mörður Árnason iðnaðarráðherra
Atli Gíslason dómsmálaráðherra

Katrín Júlíusdóttir forseti Alþingis

Ágúst Ólafur Ágústsson formaður þingflokks Sf
Katrín Jakobsdóttir formaður þingflokks Vg

Enda þótt Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. í Hafnarfirði og Guðbjartur Hannesson skólastjóri á Akranesi séu í 1. sæti í sínum kjördæmum hafa þeir ekki setið á Alþingi og að mínu mati verður einnig að líta til annarra hluta, til dæmis þingreynslu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, Katrínar Júlíusdóttur og Björgvins G. Sigurðssonar. Margir vilja einnig að konur verði jafnmargar körlum í ríkisstjórninni og kona verði forsætisráðherra. Jafnrétti í reynd á æðstu stöðum og tími til kominn. Það væri líka gaman að sjá Steingrím sitja NATO-fundi sem utanríkisráðherra.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:39

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Miðað við kynni mín af dýnamík þingflokka gengur þetta ekki upp Steini, galið að samfylking sækii 4/6  skinna ráðherra til rvíkur og mörður í 7. sæti á ekki break og3ja sæti í kraga verður ekki sett í ríkisstjórn á undan því 1. og 2., dream on. Það er engin spurning að sérstaklega KLM en líka BSG eru í ráðherraliðinu í tveggja flokka stjórn og þá eru fjórir eftir fyrir kjördæmin þrjí hér syðra. Vissulega er óvíst hvað vg er tilbúin að ganga langt í því að halda femínismanum á lofti og þá er spurning hvernig þau samræma það t.d. byggðasjónarmiðunum og þúfupólitíkinni sem á ekki síður upp á pallborð þeirra en annarra, sé ekki að þau gangi fram hjá Jóni Bjarnasyni. Annars ertu orðinn assgoti rauður með aldrinum og hvenær ætlarðu að fara að blogga sjálfur, ha, en ekki misskilja mig, mér finnst frábært hvað þú kommenterar mikið.

Pétur Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Leikur að orðum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2007 kl. 19:33

4 identicon

Ég þakka hlý orð í minn garð, Pétur minn, en það getur nú ýmislegt "skeð fyrir þeim" sem byrja að blogga, þeir verða til dæmis ástfangnir og gufa svo upp. Best að fara að öllu með gát. Ég er nú meira eins og kötturinn, kem og fer þegar mér sýnist. Stríðinn, þó ég sé ekki rauðhærður og freknóttur. Ég hef kosið Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta, Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna í Alþingiskosningum og R-listann í borgarstjórnarkosningum, þannig að ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, hvað sem síðar verður.

Þessi ríkisstjórnarlisti er bara minn óskalisti. Ég vil sjá konu sem forsætisráðherra og jafn margar konur og karla sem ráðherra. Og ég efast ekki um að Atli Gíslason yrði frábær sem dómsmálaráðherra.    

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:07

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Mikið er ég feginn að þetta var bara draumur! Maður er bara í svitabaði, þvílík martröð!

Júlíus Valsson, 27.2.2007 kl. 20:19

6 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég ætla að leyfa mér að setja fram nýjan vinkil á þetta í framhaldi af upprunalegu hugmyndinni. Ég held að Jón Bjarna yrði ekki ráðherra, gæti í staðinn dottið inn sem formaður fjárlaganefndar t.d. Eins langar mig að velta því upp, kannski meira á léttu nótunum, hvort Steingrímur J. yrði ekki hreinlega fjármálaráðherra í stað utanríkisráðherra?

Ragnar Bjarnason, 27.2.2007 kl. 21:28

7 identicon

LOL... Dream On !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:20

8 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Mér líst vel á þennan lista nema auðvitað ætti Atli Gísla að verða dómsmálaráðherra, Guðbjartur yrði svo fínn menntamálaráðherra enda með reynslu úr þeim málaflokki.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 27.2.2007 kl. 22:24

9 identicon

Fer hrollur um mig,datt á fyndið blogg áðan"Ótrúnó"

(er líklega ungir hægri á ferð)

kveðja Gísli S

Gisli Sverrir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:02

10 identicon

Jesus... Þessi listi fær mig til að hugsa um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir að Björn Bjarnason og fleiri honum líkir séu þar...
IG

IG (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:52

11 identicon

Stjórnarfrumvörp nýrrar ríkisstjórnar gætu til dæmis orðið 5% hækkun fjármagnstekjuskatts á móti 120 þúsund króna frítekjumarki, hækkun elli- og örorkulífeyris, RÚV, stóraukin vegagerð um land allt, strandsiglingar, aukin refsing vegna kynferðisbrota, fangelsi með áherslu á betrun og eftirfylgni með aðstoð sálfræðinga og félagsfræðinga, ókeypis sálfræðiaðstoð við fórnarlömb kynferðisafbrota og unglinga sem lent hafa út af sporinu andlega og félagslega, mun meiri umhverfisvernd um allt land, þeir greiði fyrir mengun sem valda henni, líkt og þeir sem valda öðrum skaða verða að greiða fyrir hann, vetnisbílar, -strætisvagnar og -fiskiskip, engin skólagjöld í Háskóla Íslands, áhersla á góða menntun um land allt á öllum skólastigum, ánægða kennara, ókeypis eða ódýrar almenningssamgöngur, raunverulegt jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, klám- og ofbeldissíur í allar skólatölvur, lægri álögur á matvæli... Hástétt Íslands á meira en nóg til af peningum og getur auðveldlega greitt meira til þjóðfélagsins en hún gerir nú. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 01:04

12 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Okei, - en "ánægðir kennarar"?? Man ekki betur en yfirleitt hafi kennarar og opinberir starfsmenn aldrei verið óánægðari en einmitt þegar vinstri menn hafa verið við stjórn.

Eygló Þóra Harðardóttir, 28.2.2007 kl. 01:30

13 identicon

úff þessar kosningar ... er ég ein um að vera alveg lost í þessum málum ... vil grænt en ekki þessa netlöggu ... vil ekki ingibjörgu, þoli hana ekki, vil nýja stefnu í sjávarútvegsmálum en vil ekki þessa fordómahuxun ... vil ekki núverandi ríkisstjórn jæks ætli ég skil ekki bara auðu ?!?!?!

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 01:53

14 identicon

þetta heldur fyrir mér vöku í alla nótt, ertu að brjóta niður þjóðfélagið með þessari upptalningu????? verð bara þunglyndur og þreytt gamalmenni

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 02:50

15 identicon

Gaman að sjá þig aftur, Eygló mín, stigna upp úr flensunni. En ský dregur fyrir sólu að nafna þín, Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló í Eyjum, skuli nú vera lagt til hinstu hvílu.

Já, ánægjuvog kennara síðastliðin 12 ár: Langt kennaraverkfall frá 17. febrúar til 28. mars 1995. Menntamálaráðherra var Ólafur G. Einarsson, Sjálfstæðisflokki, frá 30. apríl 1991 til 23. apríl 1995. Eins dags kennaraverkfall 27. október 1997. Menntamálaráðherra var Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, frá 23. apríl 1995 til 2. mars 2002. Langt kennaraverkfall frá 20. september til 17. nóvember 2004, að undanskildum nokkrum dögum í byrjun nóvember. Menntamálaráðherra hefur verið frá 31. desember 2003 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Menntamálaráðherra frá 2. mars 2002 til 31. desember 2003 var Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki.

See a pattern here? Og ekki eru kennarar nú par ánægðir þessa dagana. Eingöngu Sjálfstæðismenn hafa verið menntamálaráðherrar síðastliðin 16 ár, eða tvisvar sinnum lengur en Bush Bandaríkjaforseti fær að hrella heimsbyggðina. Og nú er mál að linni, því það er fullreynt með þetta hjónaband. Annar aðilinn lagði aldrei neitt í búið og verður tekinn til gjaldþrotaskipta í vor. Hinn fær börnin.

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 07:23

16 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Pétur þú gleymir yfirlysingu Sollu stirðu um að jöfn hlutföll kynja yrðu í ráðherraliði Samfylkingarinnar. Þess vegna og í ljósi þess reynslu hennar hlýtur Jóhanna að vera ráðherraefni. Hinsvegar hefur hún áður gengið á bak orða sinna.

Friðjón R. Friðjónsson, 28.2.2007 kl. 07:59

17 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Friðjón, hún gerir tillögu en þingflokkurinn kýs ráðherraefnin. Ég dreg ekkert í efa að hún geri tillögu um jöfn kynjahlutföll en það er allt annað en sjálfsagt  hún komi t.d. kötu júl í gegnum þingflokkinn sem ráðherraefni.

Pétur Gunnarsson, 28.2.2007 kl. 09:57

18 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Það er rétt að Solla gerir bara tillögu. Þrátt fyrir það mun þingflokkurinn ekki þora að gera hana eina kvenna að ráðherra. Þú verður að athuga að kallanir sem telja sig hafa trygg sæti munu taka sterkt undir kynjasjónarmiðið. Össur mun tefla fram Kötu, hún studdi hann ákaft á sínum tíma.

Ég skrifaði einmitt smá pistil 15. jan um ráðherraefni Samfylkingarinnar.  Helsti vandi Sollu er að það eru stuðningsmenn Össurar sem allstaðar raða sér efst á lista. Kristján Möl., Björgvin G., Jóhanna, Gunnar Svav. og Kata Júl. studdu öll Össur. Þessvegna held ég að það sé klárt að Össur mun fá veigamikið ráðuneyti ef af verður. Einnig held ég að Jóhanna sé í þannig stöðu að það sé ekki hæg að ganga framhjá henni. Það væri áhugavert að sjá hvaða þingmenn verða inni ef Samfó fær bara 15 þingmenn, er ekki rétt munað að þá detti út allir helstu stuðningsmenn ISG?

Friðjón R. Friðjónsson, 28.2.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband