1.2.2007 | 17:35
Leyndarmál Andra: Sjálfstæðismönnum fjölgar um 10.000
Í færslu hér að neðan rifjaði ég upp að í landsfundarræðu sinni í október 2005 hefði Kjartan Gunnarsson greint frá því að flokksbundnir sjálfstæðismenn væru 35.000 talsins. Nú hefur hinn afbragðgóði blaðamaður Fréttablaðsins, Magnús Halldórsson, gert athugasemd við þá færslu og bent mér á að í viðtali, sem hann átti við Kjartan þegar hann lét af störfum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins í byrjun október á sl. ári, hafi Kjartan sagt að flokksbundnir sjálfstæðismenn væru þá 45.000 talsins.
Það er ljóst af þessu að mikill kraftur hefur einkennt flokksstarfið síðasta ár Kjartans í embætti og flokksbundnum sjálfstæðismönnum fjölgað um hvorki meira né minna en 10.000 frá október 2005 til október 2006. Geri aðrir betur, þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Kjartani, síðasta ár hans í embætti, sem jafnframt var fyrsta árið eftir að Davíð Oddsson lét af formennsku í flokknum. Menn geta svo ímyndað sér að enn meira hafi fjölgað á flokksskránni í prófkjörunum sem fram fóru í október og nóvember í haust um land allt.
Í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2006 voru 216.191 á kjörskrá og þegar 45.000 manns eru flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum jafngildir það því að 20,8% kjósenda í landinu séu flokksbundnir sjálfstæðismenn. Þessar upplýsingar hljóta að setja væntingar manna til niðurstaðna alþingiskosninganna í nýtt ljós. Á þennan mælikvarða mætti segja að það væri hreint afhroð ef fylgi Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum yrði minna en svona 41,6%, þ.e.a.s. tvö atkvæði fyrir hvern skráðan flokksmann, þetta tel ég varfærnar kröfur því þá er ekki tekið til þeirrar fjölgunar sem varð í prófkjörunum í haust. Um leið hef ég amk meiri skilning en áður á því að nýr framkvæmdastjóri, Andri Óttarsson, vilji ekki að fjöldi skráðra flokksmanna spyrjist út.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, Kjartan er öflugur maður, um það efast enginn. Hvað segirðu, hvernig heldurðu að Kjartan hafi náði í þetta fólk? Útvarp sögu?
TómasHa, 1.2.2007 kl. 20:37
Góð spurning, það hlýtur amk að hafa þurft meira en einn aðalfund í heimdalli til að skila þessari aukningu þarna eru amk 10.000 nýir sjálfstæðismenn á einu ári og ekki lýgur hann Kjartan.
Pétur Gunnarsson, 1.2.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.