hux

Addi Kitta Hagen?

Um fjórðungur af setningarræðu Guðjóns A. Kristjánssonar á landsfundi Frjálslynda flokksins fjallaði um málefni útlendinga. Þar kvað við hvassari tón en ég hef áður heyrt hjá Guðjóni og raunar hvassari en ég minnist þess að hafa heyrt hjá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.

Ég fór á netið í leit að greinum um sögu norska Framfaraflokksins, sem Carl I. Hagen stýrði lengstum en nú Siv Jensen, og danska Þjóðarflokksins hennar Piu Kjærsgaard, og sýnist að sögulegar hliðstæður við það sem er að gerast hjá Frjálslyndum séu sláandi. Við erum að eignast okkar eigin hægrisinnaða pópúlistaflokk.

Björn Ingi er búinn að lista upp þau atriði sem Guðjón kom inn á í sambandi við málflutning sinn um útlendinga. Ég ætla ekki að rekja þau í smáatriðum en bendi á að þar er ýtt undir ótta með því að tala um sakarferil útlendinga, gert út á ótta við berkla og smitsjúkdóma og rætt um nauðsyn þess að hygla menntuðu vinnuafli umfram ófaglært. Það er talað um að ástæða sé til að beita  neyðarréttarákvæðum EES-samningsins hér og nú í landi þar sem er þensla og full atvinna. Það vakti athygli mína hve litla athygli þessi efnisatriði vöktu í fréttatímum.

En ég fann t.d. þessa ágætu grein á netinu þar sem fjallað er um norska Framfaraflokkinn og danska Þjóðarflokkinn. Mér finnst hún stuðla að því að eftir ræðu Guðjóns verði Frjálslyndi flokkurinn að þola það að um hann sé fjallað í sömu andrá og þessa systurflokka hans á Norðurlöndum. Til dæmis virðist þetta (bls. 6) eiga vel við:

The first manifestos did not even mention immigration and in the second manifesto of the Norwegian party (1977-1987), it was mentioned only in connection with unemployment. To secure employment, restrictions on immigration should be strictly enforced. [...] Both Hagen (Norway) and Kjærsgaard (Denmark) have been keen to underline that their criticism is directed against policies, not against individual refugees. Strictly speaking, the parties cannot be accused of racism, perhaps not even of xenophobia. They also dissociate themselves from other xenophobic parties in Western Europe.

Það er einnig fróðlegt að lesa sér til um það að þegar norski framfaraflokkurinn fór að auka áherslu á málefni útlendinga kom til mikils uppgjörs innan hans sem lauk með klofningi. Kannski sú norska saga muni  endurtaka sig þessa helgina hér í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband