26.1.2007 | 11:27
Kotungskróna II
"Ég tel að við búum ekki við nægilega festu í stjórnarfari og hagkerfi okkar er svo lítið og óvarið að það borgi sig ekki fyrir okkur að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli. Það er í sjálfu sér ekki órökréttara að nota erlendan gjaldmiðil eins og til dæmis bandaríkjadal en að nota erlendar mælieiningar eins og metra og lítra í stað álna og feta. Peningar eiga að vera fastur mælikvarði á verðmæti."
Hannes H. Gissurarson hefur orðið í viðtali í Morgunblaðinu 17. nóvember 1988. Ungur og mjög efnilegur blaðamaður, sem tók viðtalið, spyr Hannes í framhaldi af þessu hvort það sé ekki spurning um stolt fyrir þjóðina að hafa eigin gjaldmiðil. Hannesi varð ekki orða vant þennan daginn frekar en flesta aðra:
"Íslenska krónan er ekkert til að vera stoltur af. Hún er kotungskróna, sem hefur verið að hríðfalla í verði. Meðan hún var á gullfæti voru peningamál í bestum skorðum og einkabanki gaf hér út krónur, sem voru innleysanlegar í gulli. Mínar hugmyndir eru að vissu leyti afturhvarf til þess tíma, í stað gullfótar mætti koma dollarafótur."
Nú væri gaman að heyra Hannes útskýra hvaða afstöðu hann hefur til krónunnar í dag og líka muninn á hugmyndum hans um dollarafót fyrir gjaldmiðilinn og hugmyndum t.d. Valgerðar Sverrisdóttur og Friðriks Baldurssonar um upptöku Evru án inngöngu í ESB.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536617
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver var þessi "ungi og mjög efnilegi" blaðamaður?
Davíð Logi Sigurðsson, 26.1.2007 kl. 11:54
hann var nokkuð efnilegur, þótt ég segi sjálfur frá
Pétur Gunnarsson, 26.1.2007 kl. 14:32
Einmitt!
Davíð Logi Sigurðsson, 26.1.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.