17.1.2007 | 11:04
Fagra Ísland vill álver á Bakka
Ingibjörg Sólrún var á almennum fundi á Húsavík á á dögunum. Í tilefni af komu formannsins í bæinn hélt stjórn Samfylkingarfélagsins á staðnum fund og samþykkti ályktun þar sem lýst er eindregnum stuðningi við áform um álver á Bakka, sem semja á um við Alcoa. Þessi ályktun var kynnt og lesin upp á fundi formannsins
Vefritið Skarpur, sem er fréttavefur á Húsavík, greinir frá þessu. Í ályktuninni segir:
Stjórnin lýsir fullum stuðningi við fyrirhugaðar álversframkvæmdir á Bakka við Húsavík enda verði orka til versins sótt í háhitasvæði í Þingeyjarsýslum. Framkvæmdir við álver á Bakka munu hafa jákvæð áhrif á búsetuþróun á Norðurlandi og styrkja verulega fjárhag sveitarfélaga á svæðinu. Slíkar framkvæmdir eru nauðsynlegt mótvægi við þá þenslu sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu en hún hefur raskað verulega jafnvægi í búsetu landsins. Stjórnin leggur til að inn í viðræður við Alcoa um byggingu álvers verði teknar hugmyndir um samvinnuverkefni í uppgræðslu og skógrækt sem miði að því að binda að minnsta kosti jafnmikið magn af koltvísýringi og rekstur fyrirhugaðs álvers losar.
Beðið um skýr svör um hugsanlega tilfærslu Reykjanesbrautar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536615
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt er að taka fram að Ingibjörg gaf ekki upp afstöðu sína gagnvart álverum landsins á þessum fundi, frekar en fyrri daginn. Hún hélt sömu ræðuna um að einungis sé pláss fyrir eitt álver á næstu árum sem hún hefur margoft lýst yfir, án þess að taka afstöðu til þess hvaða álver af þeim þremur sem eru í myndinni sé vænlegasti kosturinn. Þessi áliktun kom því einungis frá Samfylkingarfélaginu á Húsavík sem hefur verið einhuga í stuðningi sínum við álversframkvæmdir á Bakka frá upphafi, sem virðist þó hafa lítil sem enginn áhrif á forustu flokksins.
Semsé, ekkert nýtt frá flokksforustu Samfylkingarinnar, einungis sama "hugsanlega", "ef til vill" og "sjáum til" í málefnum álversins á Bakka. Ekki glæsilegur kostur fyrir stuðningsmenn álvers á Bakka í komandi kosningum.
Aðalsteinn J. Halldórsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 11:24
Því miður þá er þetta hefðbundinn málflutningur Samfylkingarinnar og ekki síst Ingibjargar, það er flótti frá ákvarðanatökum varðandi málefni. Það sama á sér stað í Hafnarfirði þar sem bæjaryfirvöld selja Alcan lóð undir stækkun en taka síðan enga afstöðu til stækkunar. Ef stækkun álversins í Straumsvík verður felld í Hafnarfirði ætlar bærinn þá að kaupa lóðina til baka? Bara smá pæling.
Guðmundur H. Bragason, 17.1.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.