hux

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Zero

Egill dagsins: 

Af hverju ekki ríkisstjórn með zero Framsókn? er nýjasta kosningaslagorð ungliða í VG. Þýðir þetta að þau vilja frekar starfa með Sjálfstæðisflokknum? Hví skynjar maður þessa spennu hjá VG fyrir samstarfi við íhaldið? Ber Sjálfstæðisflokkurinn ekki ábyrgð á stóriðjustefnunni til jafns við Framsókn? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur knúið áfram einkavæðinguna? Voru það ekki Sjálfstæðismenn sem breyttu Ríkisútvarpinu í ohf? Studdu innrásina í Írak?


Kanntu annan?

munadurÞessi auglýsing frá Ríkisútvarpinu birtist á bls. 31 í Morgunblaðinu í gær. "Útvarpið - eini munaður íslenskrar alþýðu." Jamm...það er ekki öll vitleysan eins, þarna er verið að auglýsa Víðsjá.

Heimilisiðnaður á háskólastigi

Á forsíðu Viðskiptablaðsins í dag er athyglisverð frétt. Háskólinn í Reykjavík ætlar, án útboðs, að semja við Fasteign, um alla uppbyggingu á hinni gríðarstóru lóð sem skólinn fékk úthlutað í  Öskjuhlíð. Fasteign er fasteignafélag í eigu Glitnis. Formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík er Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis.

Allir saman nú...

Gærdagurinn virðist hafa verið góður fyrir Vestfirðinga. Sjómenn í Bolungarvík settu Íslandsmet í fiskveiðum, og það var tilkynnt um eflingu Fjölmenningasetursins á Ísafirði og þátttöku ríkisins í tilraunaverkefni í Bolungarvík um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Svo sá ég á fundargerðum að meirihlutinn í bæjarráði Bolungarvíkur samþykkti einróma tillögur minnihluta sjálfstæðismanna, sem viðbætur um nýjungar í atvinnumálum. Á fundi nýlega stóð minnihlutinn með meirihlutanum að einróma samþykkt fjárhagsáætlunar. Gott hjá þeim.

Tveir góðir

Davíð Oddsson og Ketill Larsen

Sigurður Bogi fann í fórum sínum þessa mynd af þeim félögum Davíð Oddssyni og Katli Larsen. Þeir hittust við opnun grjótsýningar Árna Johnsen á árinu 2004 en eins og fram kom hér unnu þeir saman við að fremja töfrabrögð fyrir einum 40 árum.


Myndatexti óskast

omar

Þessa mynd af Ómari Ragnarssyni og míkrófón úr áli tók Sigurður Bogi í afmæli Einars Bárðarsonar um síðustu helgi. Myndatexti óskast. 

 


12 milljarðar

Í grein í nýjasta hefti Vísbendingar, tímarits um efnahagsmál, eru birtir útreikningar þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að heildarhagur Hafnarfjarðarbæjar af stækkun álversins í Straumsvík nemi 12 milljörðum króna og "núvirt heildarhagræði" 9,4 milljörðum króna. Frá þessu er sagt á vef útgáfufyrirtækisins Heims.

ps.leiðrétt, vitaskuld stendur í greininni að heilarhagur allra landsmanna verði 12 milljarðar en ekki aðeins Hafnarfjarðarbæjar. 


Meira um viðræður

Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður er búinn að kommentera á færslu Egils Helgasonar, þar sem Egill greinir frá því að hann hafi heyrt af viðræðum VG og Sjálfstæðsiflokksins um helgina og greinir Magnús Þór frá því að Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, hafi á opinbeurm fundi hjá Frjálslyndum í byrjun mánaðarins sagst hafa öruggar heimildir fyrir viðræðum milli VG og Sjálfstæðisflokksins. Magnús Þór segir:

Fyrstu helgi nú í mars hélt Frjálslyndi flokkurinn til að mynda málefnaráðstefnu í Reykjavík. Þar var Guðmundur Ólafsson hagfræðingur meðal fyrirlesara.  [...] Hann sagði þar hreint út í erindi sínu og sagðist hafa öruggar heimildir fyrir og lagði þunga áherslu á orð sín; - að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir væru í viðræðum.

Frá þessum fundi og orðum Guðmundar Ólafssonar var greint á vef Frjálslyndra 8. mars í þessari færslu hér


Blöðin tapa öll lesendum, Fbl. minnst en Blaðið mest

Lestur allra dagblaðanna minnkar í nýrri könnun Capacent, miklu munar samt á útkomunni, hún er langbest hjá Fréttablaðinu, lakari hjá Mogganum en flestum lesendum tapar Blaðið frá síðustu könnun. 

Að meðaltali lásu nú 65,1% hvert tölublað Fréttablaðsins, meðallestur Morgunblaðsins var 43,6% en 38,3% hjá Blaðinu. Í nóvember sl. voru þessar prósentur 66,2% hjá Fréttablaðinu, 46,3% hjá Mogganum en 43,9% hjá Blaðinu þannig að tap þess á lesendum er umtalsvert. Góðu fréttirnar fyrir Moggann í könnuninni eru þær að fleiri lesa nú eitthvað í blaðinu í viku hverri en áður.

Niðurstöðurnar byggjast á svörum liðlega 2500 manna á aldrinum 12-80 ára. Könnun var framkvæmd frá 10. janúar til 28. febrúar.

Bak við tjöldin

Egill Helgason í nýjum pistli:

Nú hafa gengið sögur um fund Steingríms J. Sigfússonar og Geirs H. Haarde. Ég heyrði ávæning af því núna um helgina að hann hefði átt sér stað. Vinstri græn neita þó. Áður hafa birst fréttir um þreifingar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Alveg burtséð frá því hvað er satt í þessu er kjarni málsins sá að við vitum ekki hvað er að gerast bak við tjöldin. Er verið að mynda ríkisstjórn án þess að kjósendur hafi nokkurn pata af því? Allmikil hefð virðist vera komin á slíkt háttarlag í íslenskum stjórnmálum. Flokkarnir vilja ekki láta stinga undan sér stuttu fyrir kjördag.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband