Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.3.2007 | 12:40
Umræðustjórnmál
Merkileg tegund umræðustjórnmála sem forysta Samfylkingarinnar stundar. Flokksþingið er ekki búið, það verður haldið helgina eftir páska en samt er búið að móta stefnuna og kynna hana. Þannig var haldinn blaðamannafundur í gær til þess að kynna Unga Ísland, stefnu í málefnum barna og fjölskyldna.
Bíddu, er þetta ekki lýðræðishreyfingin mikla, sem hefur lýðræðislega aðferðafræði sem sitt stóra mál og gerir svo mikið með lýðræðislegt umboð. Hver er aðild flokksmanna að þessari stefnumótun, er bara ætlast til að þeir mæti á flokksþingið og klappi fyrir því sem flokkseigendafélagið er þegar búið að ákveða og kynna sem stefnu flokksins? Sama átti við um Fagra Ísland, var ekki sú stefna mótuð af þingflokknum einum án samráðs við lýðræðislegar stofnanir? Þetta dytti fáum öðrum flokkum í hug, að boða kosningastefnuskrá án þess að byggja hana á samþykktum flokksþings, ég sé fyrir mér að það væri núna fjör í Samfylkingunni ef hinn einbeitti gagnrýnandi, Kristinn H. Gunnarsson, væri þar innanborðs.
30.3.2007 | 12:21
Dramadrottning dagsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2007 | 10:36
Deja vu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2007 | 00:39
Landamæri
Þessi ungi maður bloggar undir merki Frjálslyndra og birtir undarlegan samsetning um þá hættu sem Íslendingum stafar af útlendingum. Skoðið sjálf, ég nenni ekki að endurbirta þetta.En það kemur fram að hann vill endurheimta landamæri Íslands, sem er frasi sem heyrst hefur nokkrum sinnum.
Það vekur mesta athygli mína er að þetta er framsett eins og það sé afritað af glærum, eða úr skjali. Getur verið að þetta sé dreifiefni frá einhverjum flokksleiðtogum til flokksmanna um útlendingamál? Það var athyglisvert að heyra Guðjón Arnar lýsa því yfir í leiðtogaþættinum hjá Agli á Stöð 2 í gær að Frjálslyndir meintu eiginlega ekkert með þessari útlendingaumræðu og að hún yrði tekin út af borðinu strax og stjórnarmyndunarviðræður með þeirra þátttöku hæfust.
29.3.2007 | 20:15
Hvar var Lúðvík?
Pistill á heimasíðu Björgvins G. Sigurðssonar:
Var í Eyjum fyrripart vikunnar með Róberti Marshall og Guðrúnu Erlingsdóttur, frambjóðendum Samfylkingarinnar. Þræl fín ferð og skemmtileg.
Af hverju var Eyjamaðurinn í 2. sæti listans, Lúðvík Bergvinsson, ekki með í för?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2007 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 15:22
Ég var áskrifandi að Króníkunni
Ég var í þeim fámenna hópi sem keypti áskrift að Króníkunni, tók tilboði um 10 tölublöð fyrir rúman 2.000 kall. Þetta var eftir að fyrsta blaðið kom út, blaðið frá í morgun hefur enn ekki borist en hin fimm komu. Það er skárri díll en úti í búð og er það enn þótt nú líti fyrir að Valdi og Sigga Dögg ætli að vanefna þennan samning við mig.
Þetta fer í endurminningasjóðinn yfir verstu fjárfestingarnar, ekki sú lélegasta (samkeppnin er hörð) en örugglega á topp 25. Blaðið var ágætt en það reyndist ekki markaður fyrir það, þannig er það. Góður maður sagði að það hefði aldrei náð sínu Kompás-mómenti, þ.e. máli sem dugði því til að slá í gegn með sama hætti og Kompás gerði.
Mikill gúrú í viðskiptalífinu sagði mér í morgun að ástandið á fjölmiðlamarkaðnum væri nú þannig að fyrir hverja krónu sem neytendur settu í að kaupa fjölmiðla settu útgefendur tvær krónur. Valdi og Sigga Dögg voru of litlir fiskar í of stórri laug, en gott hjá þeim að reyna. Nú borgar væntanlega Baugur upp lánssamninginn við Björgólf eldri og leysir þau undan skuldbindingum, eða hvað? DV fær fína blaðamenn í vinnu, ef Króníkufólk þiggur tilboðið.
Þetta átti sér aðdraganda fyrir nokkrum vikum sem sagt var frá hér og hér, þá slitnaði upp úr en nú liggja fyrir samningar.
![]() |
DV kaupir Krónikuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.3.2007 | 11:54
Sól í Straumi biðst afsökunar á auglýsingu
Sól í Straumi hefur beðist afsökunar á birtingu auglýsingar í tengslum við baráttu samtakanna gegn stækkun í Straumsvík. Samtökin segja að auglýsingin sé ómálefnaleg og styðji ekki málstað samtakanna. Mistökum innanhúss hjá RÚV sé um að kenna að auglýsingin birst þótt áður hafi verið ákveðið að afturkalla hana. Sannarlega athyglisvert.
Lesendur Moggabloggsins hafa kannski séð þessa auglýsingu á bloggi Sóleyjar Tómasdóttur, þar sem lítill drengur kvartar undan öndunarerfiðleikum og mamma hans segir honum að hlusta bara á Björgvin Halldórsson. Ætli Sóley fallist á það með Sól í Straumi að auglýsingin sé ómálefnaleg og ekki málstaðnum til framdráttar?
Af heimasíðu Sólar í Straumi:
Vegna auglýsingar sem birtist á RUV 27. mars vill Sól í Straumi taka fram að auglýsing þessi var birt fyrir mistök sem urðu innanhúss hjá RUV. Hópnum hafði verið sýnd auglýsingin sem gerð er í anda Hugleiks Dagssonar og var ákveðið að sýna hana ekki vegna þess að innihaldið þótti ómálefnalegt og ekki styðja við þá málefnalegu umræðu sem hópurinn hefur staðið fyrir á undanförnum mánuðum. Sól í Straumi hefur undir höndum skriflega staðfestingu frá RUV um að auglýsingin hafi verið afturkölluð en því miður fór hún í loftið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.3.2007 | 10:02
Hvað eru margir?
8324 eru nú búnir að undirrita sáttmálann á heimasíðu Framtíðarlandsins. Það er auðvitað umtalsverður fjöldi en ég held að þeir sem standa fyrir þessu hljóti samt að vera vonsviknir. Ég man ekki til að þeir hafi opinberlega lýst einhverjum ákveðnum markmiðum.
En þegar maður hefur úr tugum milljóna að spila í auglýsingar, Vigdísi Finnbogadóttur og Sigurbjörn biskup með í voða góða liðinu og fjölmiðlar mjög móttækilegir fyrir málstaðnum þá hljóta menn að setja markið hátt. Og rúm 2% þjóðarinnar uppfyllir tæplega væntingarnar. 10% þjóðarinnar mótmæltu frétt í DV á dagsparti og um 4% skrifuðu undir til að krefjast afnáms fyrningar kynferðisbrota. Og tvöföldun Suðurlandsvegar, það hafa yfir 20.000 undirritað áskorun um að tafarlaust verið farið í þær framkvæmdir. Ég giska á að á þessum lista Framtíðarlandsins mjög hátt hlutfall ungra háskólamenntaðra karla og kvenna á höfuðborgarsvæðinu en lágt hlutfall í flestum öðrum þjóðfélagshópum, nema auðvitað Vinstri græningjar, þeir skila sér vel á listann.
Ég held að tíminn til að skrá sig á listann renni út nú um helgina, til þess að umræðan nái hámarki á sama tíma og álverskosningarnar. Þannig að það er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá sem vilja vera með.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.3.2007 | 17:34
Róttækt kvenfrelsi
Hlynur Hallsson, varaþingmaður VG, beinir orðum að Sæunni Stefánsdóttur, þingmanni framsóknar, í umræðum um RÚV ohf. á Alþingi og segir:
En það er ennþá sorglegra að sjá svona unga og hressa og glæsilega konu sem hv. þingmaður er, koma hér upp og reyna í nokkrum orðum að sannfæra sjálfa sig um ekki eigi að einkavæða Ríkisútvarpið.
Róttækninni í femínismanum er ekki logið upp á þá í VG, þeir eru svo róttækir að þeir hljóma stundum eins og hvert annað gamalt karlrembusvín, ég hélt að menn væru almennt komnir út úr því að tala niður til kvenna á þennan hátt. Sæunn svaraði og sagði:
Annars þakka ég hv. þingmanni orð í minn garð en bið nú jafnréttissinnaðan mann, eins og ég veit að hann er, að gæta þess hvernig hann talar til þingmannanna.
28.3.2007 | 17:32
Óli Björn bloggar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 537240
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar