Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.5.2007 | 09:49
Langtímaminni II
Í aðdraganda kosninganna 1991 var harðlega deilt á ráðherra Alþýðubandalagsins fyrir að eyða miklum fjárhæðum af almannafé til þess að auglýsa sjálfa sig og verk sín. Einbeittastur gagnrýnenda var Jón Baldvin Hannibalsson, sem sat þá í ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu.
Mest var deilt um bækling sem Ólafur Ragnar fjármálaráðherra lét litprenta í 82.000 eintökum og dreifa inn á hvert heimili í landinu. Þar var fjallað um stöðu ríkisfjármála. Ólafur Ragnar notaði 75,1 milljón af almannafé í auglýsingar og kynningu á verkum sínum síðustu sextán mánuðina fyrir kosningarnar 1991. Nánar hér og hér. Svavar Gestsson var gagnrýndur fyrir bækling um námslán og umfangsmiklar auglýsingar um grunnskólamál. Um þetta má m.a. lesa í bók Pálma Jónassonar um Ólaf Ragnar. Dómur kjósenda um eyðslufyllerí Alþýðubandalagsins á kostnað almennings féll 22. apríl 1991. Þremur dögum fyrir kosningar undirritaði Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, samning um smíði nýs Herjólfs. Þessi upptalning er engan veginn tæmandi. Nú þremur dögum fyrir kosningar kynnir VG frumvarp um að banna ráðherrum að ráðstafa almannafé og skuldbinda ríkissjóð síðustu 90 daga fyrir kosningar. Ég hef ekki lesið frumvarpið, bara fréttir af því, en fagna því að Steingrímur og Svavar hafi skipt um skoðun og fordæmi í verki með þessu frumvarpi eigin framgöngu fyrir kosningarnar 1991.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.5.2007 | 09:33
Punktar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 22:43
Stóriðjustopp í 3 ár - er Steingrímur J. að gefa afslátt?
Steingrímur J. Sigfússon var á þriðjudag í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi stóriðjumálin eins og stundum áður. Mér fannst hann vera að gefa afslátt af fyrri yfirlýsingum, eins og hann væri að gera flokkinn sinn samstarfshæfari. Mér finnst hann vera að bakka úr stóriðjustoppi í þriggja ára stóriðjustopp. Ég held að það þýði í raun enga raunhæfa töf á þeim verkefnum sem menn eru nú að segja að séu í spilunum. Dæmið sjálf, hér eru orðaskiptin í þættinum:
En komist þið til áhrifa Steingrímur, ætlið þið að segja stopp á það sem að þegar er verið að undirbúa?
Nei, já, við myndum þá reyna að fresta... fara í viðræður við þá aðila sem eru með slík plön, eru með slík áform um að nú verði ekki meiru hleypt af stað, við getum ekki stöðvað það sem þegar er í gangi, en það verður ekki nýjum framkvæmdum hleypt af stað næstu árin og... heldur verði gert hlé og við endurmetum þessi mál og náum þar með þessu fram sem við viljum að hagkerfið jafni sig, að náttúran fái nú grið um tíma. Við getum þá tekið frá og friðlýst þau háhitasvæði og vatnsföll sem við ætlum ekki... ætlum ekki að hrófla við og... þá ekki kannski í þrjú ár eða svo og þá verðum við í miklu betri aðstöðu til að taka ákvarðanir um framhaldið. Þá hvar og í hvaða mæli við höldum áfram að beisla orkuna, auðvitað munum við halda áfram að gera það til margvíslegra þarfa, en að setja stopp á þessa blindu, glórulausu stóriðjustefnu sem er að reynast okkur mjög dýr og hættuleg. Það er bara alveg þjóðarnauðsyn. Og það er það eina stopp sem við viljum fyrir nú utan það að vilja kannski stoppa ruglið í ónefndum mönnum
9.5.2007 | 22:36
Langtímaminni
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.5.2007 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007 | 22:29
Palladómur
Það var ferskleiki yfir formannaþættinum á Stöð 2, þar á bæ eru menn vel vakandi fyrir möguleikum miðilsins og leggja sig fram um að búa til sem best sjónvarpsefni úr stjórnmálaumræðunum. Vissulega verður sú áhersla til þess að stundum ná efnislegar umræður ekki djúpt og sú staðreynd hefur misjöfn áhrif á möguleika leiðtoganna til að flytja sitt mál. Afar vel heppnað þótti mér það að taka hvern formann í sérstaka fimm mínútna yfirheyrslu.
Mér fannst Geir H. Haarde öflugur í þessum þætti, hann var ákveðinn og skaut fast, t.d. lét hann í ljós megna vanþóknun á útgáfu Hreins Loftssonar á kosningabæklingi undir merkjum DV í dag. Hann talaði um pólitíska misnotkun Baugs á aðstöðu í því sambandi og lagði til að útgáfukostnaðurinn yrði færður á auglýsingareikning stjórnarandstöðunnar. Eins nýtti Geir vel færið til þess að setja ofan í við Steingrím J þegar hann lét undir höfuð leggjast að hafna þeirri dæmalausu stðhæfingu Hjörleifs Guttormssonar að álver væru meinvarp í íslensku samfélagi.
Mér fannst Jón Sigurðsson líka standa sig vel. Mér var ljóst fyrir þáttinn að hann hefði mun minni reynslu í sjónvarpskappræðum en keppinautar hans og að honum falla betur sjónvarpsþættir þar sem tóm gefst til djúprar efnislegrar umræðu um mál. Tveir sterkustu punktar Jóns fannst mér annars vegar vera þegar hann lýsti, eins og Geir vanþóknun á kosningabæklingi Hreins Loftssonar, og spurði hvort auðhringurinn vildi skipta Samfylkingunni inn fyrir Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Eins fannst mér gott svar Jóns í yfirheyrslunni hjá Svanhildi þegar hún spurði hann um eftirlaunin. Hann sagðist ekkert vilja þiggja nein eftirlaun heldur vildi hann fá að vinna til dauðadags.
Álitsgjafar Stöðvar 2 voru á einu máli um að Ingibjörg Sólrún hefði komið vel út og ég get tekið undir það, greinilegt er að öryggi hennar vex í takt við vaxandi gengi flokksins í könnunum. Mér fannst mest áberandi að hún var með meðvitaða línu um að spila öruggan leik, hún hélt því opnu að setjast í ríkisstjórn þótt hún yrði ekki forsætisráðherra. Við blasir að túlka það svo að hún sé að undirstrika áhuga sinn á stjórnarsamstarfi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ætli sú stjórn fái nafnið Baugsstjórnin eftir kosningabækling Hreins Loftssonar?
Steingrímur J lenti í vörn þegar farið var að tala um bjórverksmiðjuna á Árskógsströnd og það að hann var á móti bjórnum á sínum tíma. Þá varð hann reiður og mér fannst hann gera mistök með því að taka svo mikinn tíma í að tala sjálfur um þetta. Svo lýsti hann því fyrirvaralaust yfir að Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráðherraefni nýrrar vinstristjórnar.
Ég á erfitt með að tengja við Ómar sem stjórnmálamann og ég segi eins og fleiri að ég sé ekki að unaðsstundir og kílówattstundir þurfi að vera ósættanlegar andstæður eins og hann virðist telja.
Guðjón Arnar talaði mikið um kvótakerfið en kvartaði samt undan því að vera alltaf spurður um kvótakerfið. Hann var spurður hvort hann hefði átt þátt í því að svindla á kvótakerfinu og svaraði: Ekki svo ég muni. Mér fundust þeir Ómar og Guðjón áberandi sístir í þættinum en álitsgjafar þáttarins voru ekki sammála mér um það og töldu Ingibjörgu besta. Þannig er það. Hverjum þykir víst sinn fugl fagur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.5.2007 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2007 | 20:13
Hvar er Ólafur F?
9.5.2007 | 12:46
Lúðvík Geirsson í Vb: Alcan getur gert nýja tillögu um Straumsvík
Á forsíðu Viðskiptablaðsins í dag er viðtal við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Þar segir Lúðvík. "Það er ekkert sem útilokar það að [Alcan] vinni frekar með sínar deiliskipulagstillögur. Það er ekkert leyndarmál. Það var felld hér ákveðin tillaga en það er ekkert sem bannar mönnum að leggja málið fyrir með nýjum hætti til frekari skoðunar."
Þetta rímar vel við þann orðróm sem heyrst hefur undanfarið að Lúðvík vinni að því að sannfæra Alcan menn um að þeir þurfi ekki að fara með starfsemi sína frá Hafnarfirði, þeir geti bara byggt nýja kerskála á lóðinni og lagt nýja deiliskipulagstillögu fyrir bæjaryfirvöld. "Alcan hefur allt frelsi til að skoða sín mál og vinna sínar hugmyndir og leggja þær fyrir til umræðu og kynningar. Auðvitað myndum við fara yfir það," segir Lúðvík í Viðskiptablaðinu.
Sama dag og þessar fréttir berast um áhuga Samfylkingarmeirihlutans í Hafnarfirði til að forða því aðálverið í Straumsvík verði flutt úr bænum með því beina og óbeina tekjutapi og auknum útlögðum kostnaði sem það hefði í för með sér fyrir Hafnfirðinga eru forystumenn VG í örvæntingarfullri tilraun til þess að koma stóriðjumálum aftur á dagskrá þjóðmálaumræðunnar. Á heimasíðu Ögmundar og í rammagrein Steingríms J. í Mogga í dag, er gefið í skyn að formaður Framsóknarflokksins standi í leynisamningum við Alcan um stækkun Straumsvíkur. En hvaða aðkomu hefur formaður Framsóknarflokksins að því máli. Er ekki boltinn hjá bæjarstjóranum í Hafnarfirði eins og fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Er það ekki bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem hefur málið hjá sér?
9.5.2007 | 11:32
Frjálst og óháð
Capacent reiknar kostnað stjórnamálaflokkanna við auglýsingar í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Hverjum skyldi reiknast útgáfa DV í gær en þá var sérstök kosningaútgáfa þess borin í öll hús? Það er stórt spurt en mér finnst ástæða til. Þegar þessu blað er flett og skoðaðar fyrirsagnir og umfjöllunarefni er ekki að sjá að ríkisstjórnin hafi gert nokkurn einasta hlut af viti alla sína tíð. Þetta er samfelld gotnesk messa um samsærið mikla, hér hafa stjórnvöld verið á fullu við að níðast á smælingjum og hlunnfara ekkjur í heilt kjörtímabil, ef marka má framlag ritstjórnar DV.
Hámarki nær boðskapurinn í opnugrein sem stjórnarformaður Baugs og stjórnarformaður útgáfufélags DV, Hreinn Loftsson ritar í blaðið til þess að kynna lesendum áhugamál sitt um nýja Viðeyjarstjórn. Sú stjórn vill Hreinn að snúi sér að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og fleiri slíkum verkefnum.
Annar óháður sérfræðingur skrifar í blaðið, sá er Birgir Hermannsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, og hugmyndafræðingar Samfylkingarinnar. Af því að ég er alinn upp að leita að því sem skásta í hverjum hlut ætla ég að nefna að annáll Guðmundar Magnússonar fannst mér yfirvegaður og sanngjarn og palladómarnir um stjórnmálaforingjana voru það líka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 21:58
Tekinn
Össur Skarphéðinsson gagnrýndi í gær sjálfstæðismenn fyrir að bera áfengi í nemendur í Háskólanum í Reykjavík með því að bjóða þeim til sín í vísindaferð og síðan á Hverfisbarinn til drykkju. Vandlætingin leyndi sér ekki í skrifum Össurar, hann taldi víst að hegningarlögin hefðu verið sveigð, jafnvel brotin til þess að kaupa stuðning nemenda. Þetta voru nokkur tíðindi. Var Samfylkingin loksins farin að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum í þessari kosningabaráttu þótt í litlu væri?
En nú hefur komið krókur á móti bragði frá Sjálfstæðismönnum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir rifjar á bloggi sínu upp að eingöngu hálfum mánuði áður en sjálfstæðismenn buðu stúdentum HR í vísindaferð og að því loknu á Hverfisbarinn hafi Samfylkingin boðið stúdentum sama skóla í vísindaferð og síðan á Hverfisbarinn. Ég bíð spenntur eftir að Össur fordæmi þetta brot Samfylkingarinnar á almennu velsæmi og jafnvel hegningarlögum.
8.5.2007 | 21:24
Björn spinnur
"Ráðuneytið gat ekki vitað fyrirfram, hvað margir mundu sækja um embætti aðstoðarríkislögreglustjóra eða álitið, að britingarstaður auglýsingar réði því." Þetta virðist vera vörnin sem Björn Bjarnason telur sig geta fært fyrir vinnubrögðunum sem hann viðhafði við að auglýsa laust til umsóknar starf aðstoðarríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Í sama pistli rökstyður hann ákvörðunina um að auglýsa aðeins í Lögbirtingi með því að auglýsingunni hafi verið beint að tilteknum markhópi.
Og svo telur Björn sig þess umkominn að kalla mig spunameistara??? Allur er þessi málflutningur hans með ólíkindum og byggir á útúrsnúningi jafngagnsæjum þeim sem hann botnar færslu sína á, þegar hann heldur því fram öðru sinni að ég hafi verið á bar þegar ég heyrði af samtölum Steingríms J. og Geirs H. Haarde meðan Geir var enn að velta því fyrir sér hvort VG væri ein af sætu stelpunum á ballinu. Það var sannkallaður spuni sem Björn reynir enn að stimpla inn en öllum sem lásu þá færslu mína óbrjáluðum augum var ljóst að svo var ekki. Það virðist hluti af vörn Björns í þessu máli og sennilega málstað hans fyllilega samboðið að svo lágt sé lagst.
En Birni hentar nú eins og stundum áður að reyna að fara í sendiboðann og gera hann ótrúverðugan. Efnislegar varnir á hann fáar. Mig langar að bæta úr því og benda Birni á vörn sem hann gæti reynt að bera fyrir sig í máli þessu. Hann hefur notað þá vörn áður. Þótt gildi röksemdarinnar sé af skornum skammti, verður því ekki á móti mælt að skemmtigildið er ótvírætt. Rifjum upp þessa vörn sem Björn beitti þegar hann stóð að umdeildri skipan í embætti hæstaréttadómara. Vörnin var þessi: Ég hafði málefnalegar ástæður fyrir því að skipa þennan mann í embættið. Það er þess vegna ómálefnalegt að halda uppi gagnrýni á þessa embættisveitingu sem var byggð á málefnalegum forsendum. Orðrétt sagði Björn um hæstaréttardómarann í viðtali við Ara Sigvaldason, fréttamann RÚV: "Ég tók ákvörðunina á málefnalegum forsendum, þess vegna er hún hafin yfir gagnrýni."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 537232
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar